Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
385
Table I. Grading of consciousness.
Grade 0: Awake but can be confused or hallucinating.
Grade 1: Somnolent but wakes up when spoken to.
Grade 2: Stupor, cannot be kept awake but responds
to painful stimuli and can answere with simple
syllables.
Grade 3: Coma, impossible to communicate with the patient
but he responds to painful stimuli and deep
tendon reflexes are present.
Grade 4: Deep coma, the patient does not respond to
painful stimuli and deep tendon reflexes cannot
be evoked.
Table II. Screening melhods.
Alchohol: Head space gas chromatography, d.l.* 0.1 %o
Benzodiazepines: High performance liquid chromatography, d.l. 10 ng/ml.
Amphetamine: High performance liquid chromatography, d.l. 20 ng/ml.
Cannabinoids: Radioimmunoassay (semiquantitative), d.l. 5 ng/ml.
Opiates: Cocaine and Radioimmunoassay and capillary gas chromatography, d.l. 10-20 ng/ml.
benzoylegonine: Capillary gas chromatography, d.l. 20 ng/ml.
d.l.*: detection limit
eða aðstandendur sjúklinga með eitranir
geta leitað til án tilvísunar læknis. Einnig
er vitað, að lögregla og sjúkrabflar, aðrir en
neyðarbíllinn fara alltaf með sjúklinga fyrst á
slysadeild, nema læknir hafi skoðað þá fyrst
og lagt inn á aðra spítala, en slíkt er fátítt.
Er því ólíklegt, að margir sjúklingar með
lyfjaeitrun hafi fengið fyrstu meðferð annars
staðar. Nær rannsókn okkar þannig til 155 af
185 einstaklingum (84%), sem vitað er til að
hafi verið fluttir á sjúkrahús í Reykjavík vegna
lyfjaeitrunar á þessu tólf mánaða tímabili.
Eins og sjá má á á mynd 1 er greinilegt, að
eitranir eru algengastar meðal fólks á aldrinum
20-49 ára og er aldurshópurinn 20-29 ára þar
langstærstur. Lítill munur er á kynjum, nema
í aldurshópunum 14-19 ára og 40-49 ára, þar
sem konur eru í nokkrum meirihluta. Fimm
konur í hópnum (5.8%) voru 15 ára eða yngri
Number of cases
60-i
14-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 >70
■ Males years
B Females
B Total
Fig. 1. Age and sex distrihution of 155 subjects admitted
to Borgarspítalinn suspected of self-poisoning.
Monday
Tuesday
Wednesday
Thursday
Friday
Saturday
Sunday
No. of patients 36.6% were
admitted during
the weekend
Fig. 2. Distribution of admissions per day.
og sú elsta var 76 ára. Yngstu karlamir voru
18 og sá elsti 64 ára. Aldursdreifing hópsins
í heild er svipuð og í fyrri rannsóknum á
lyfjaeitrunum á Borgarspítalanum (6-8).
A mynd 2 er sýnd koma sjúklinganna eftir
vikudegi og tíma sólarhrings. Dreifing yfir
vikuna er nokkuð jöfn, en þó er greinilegt
að hlutfallslega flestir koma aðfaranótt
sunnudags. Almennt dreifist komutími nokkuð
jafnt yfir sólarhringinn. Þannig koma 33%
frá kl. 08:00 til 16:00, 35% frá kl. 16:00 til
24:00 og 25% frá kl. 00:00 til 08:00. Þetta er
nokkuð jafnari dreifing en 1983-1984 (6) og
í fyrri rannsóknum (7,8). Dreifing tilfella eftir
árstíðum var jöfn.