Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 10
374
LÆKNABLAÐIÐ
staðfestingarprófum, sem gerð hafa verið á
deildinni, athugaðar og reynt að meta hvort
notkun þeirra gæti gert Chlamydiazyme®-
prófin nothæf til skimunar.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Allar klamydíurannsóknir, sem gerðar voru
á sýklarannsóknadeild Landspítalans árin
1987 og 1990 voru athugaðar. Niðurstöður
ræktana og Chlamydiazyme®-prófa voru
bomar saman, þegar sýni höfðu verið tekin
í báðar rannsóknimar samtímis. Arið 1987
varð fyrir valinu því það var síðasta árið,
sem kvennadeild Landspítalans sendi fjölda
sýna til ræktunar og 1990 vegna þess að
þá hófst notkun staðfestingarprófa með
Chlamydiazyme®-prófunum. Ekki var vitað
í öllum tilvikum með hvaða hætti sýni voru
tekin, en tilmæli sýklarannsóknadeildarinnar
voru þau, að ef um útferð frá þvagrás var að
ræða, skyldi sýni tekið úr útferðinni fyrst
í lekandaræktun en síðan klamýdíuræktun
og Chlamydiazyme® síðast. Ef ekki var um
útferð frá þvagrás að ræða var sýnatökuröðin
eins, nema hvað sýni til lekandaræktunar var
tekið síðast. Ræktanir og Chlamydiazyme®-
próf voru framkvæmd eins og áður hefur verið
lýst (1). Staðfestingarpróf byggja í stuttu máli
á eftirfarandi: Þegar Chlamydiazyme®-próf
er jákvætt er það endurtekið og jafnframt
gert próf til samanburðar með prófefnum,
sem einþátta músamótefnum gegn C.
trachomatis hefur verið bætt í. Ef svörun í
Chlamydiazyme®-prófinu er sértæk hindra
músamótefnin hana, en ef svörunin er ósértæk
krosssvörun við mótefnavaka annarra baktería
hindrast hún ekki og telst prófið þá hafa verið
falskjákvætt. Hindrun telst marktæk þegar
hún er meiri en 50%, þ.e. ef tölugildið, sem
fæst við aflestur prófsins, lækkar um 50% eða
meira telst prófið hafa verið jákvætt, annars
falskjákvætt.
Staðfestingarprófin voru gerð samkvæmt
fyrirmælum framleiðanda, eins og lýst var
af Moncada (11), nema hvað prófið var
af hagkvæmnisástæðum aðeins gert þegar
Chlamydiazyme® var jákvætt og lægra eða
jafnt og 1.400. Ekki þótti ástæða til þess
að gera staðfestingarpróf ef niðurstaðan var
milli 1.400 og 2.200 þar sem ræktun og
Chlamydiazyme@-prófum bar mjög vel saman
ef Chlamydiazyme®-prófið var hærra en
1.400.
Útreikningar á næmi, sértækni og spágildum
prófa voru gerðir með venjulegum hætti eins
og lýst er í bók Hrafns Tuliniusar (12).
NIÐURSTÖÐUR
A árunum 1987 og 1990 voru ræktanir og
Chlamydiazyme®-próf gerð samtímis í
5559 tilvikum, 3255 sinnum á árinu 1987
og 2304 sinnunr 1990 (tafla I). Ræktun var
jákvæð hjá 354 körlum og 217 konum fyrra
árið en 249 körlum og 142 konum seinna
árið. Árið 1987 komu 1949 sýnapör frá
kynsjúkdómadeildinni (60%), þar sem sýni
höfðu verið tekin í bæði prófin samtímis,
1287 frá kvennadeild Landspítalans (39%)
og rúmt 1 % slíkra sýnapara kom frá öðrum
aðilum. Árið 1990 voru nánast öll sýnin frá
kynsjúkdómadeildinni og aðeins fimm pör
komu annars staðar frá.
Table I. Summary of Chlamydiazyme results on 3255 specimens in tlie year 1987 and 2304 from 1990 from patients who
liad botli culture and Chlamydiazyme® done.
1987 1990
Male Female Male Female
Number of test sets.................................... 1440 1815 1418 886
Culture positive........................................ 354 217 249 142
Prevalence ........................................... 24.5% 12% 17.5% 16%
Chlamydiazyme positive.................................. 290 250 169 135
Number of false positive C............................... 20 54 4 10
Number of false negative C............................... 84 21 80 17
Sensitivity .......................................... 76% 90% 68% 88%
Specificity .......................................... 98% 97% 99.5% 98.5%
PVP*.................................................. 93% 78% 97.5% 92.5%
PVN'*................................................. 93% 98.5% 93.5% 98%
PVP=Predictive value of a positive. **PVN=Predictive value of a
negative.