Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 42
402 LÆKNABLAÐIÐ TVÖ TILFELLI BLÁÆÐASEGA í DJÚPU BLÁÆÐUM EFRI ÚTLIMA Höfundar: Þórarinn Arnórsson, Hannes Petersen, Sigurgeir Kjartansson. Landakotsspítali Fyrirlesari: Hannes Petersen I fyrra tilfellinu er sjúklingur 18 ára gömul stúlka, með um fjögurra ára sögu um þreytu, þrota og bláma á vinstri handlegg, þá sérstaklega við abduction. Intra-thoracal rennslishindrun í vena subclavia staðfest með röntgen phlebographiu við provocation. Samræmist thoracic outlet syndrome. I síðara tilfellinu er um að ræða 48 ára gamla konu með langa sjúkrasögu. Fjórum dögum eftir fjarlægingu á miðbláæðalegg er sjúklingur með þrútinn og bláan vinstri handlegg. Phlebographia staðfestir thrombophlebitis í vena axillaris og vena subclavia vinstra megin. FYRIRBYGGJANDI SÝKLALYFJAMEÐFERÐ í TRANSURETHRAL AÐGERÐUM, CEFTRIAXONE, CEPHRADINE VERSUS CONTROL Höfundar: Guðmundur Vikar Einarsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Inga Teitsdóttir, Erla Sigvaldadóttir, Ólafur Steingrímsson, Rud H. Jensen, Egill Á. Jacobsen. Landspítalinn. Fyrirlesari: Guðmundur Vikar Einarsson Deilt er ennþá um gildi perioperativra, fyrirbyggjandi sýklalyfjagjafa í transurethral aðgerðum. Við bárum saman á framsækinn, randomiseraðan hátt, annars vegar samanburðarhóp og hins vegar áhrif Ceftriaxone (Cx), 1 g í vöðva 1 klst. fyrir aðgerð, eða Cephradine (Cph), 0.5 g í vöðva á 8 tíma fresti x 6. Hæfir í rannsóknina voru sjúklingar sem gengust undir transurethral aðgerð, allir án sýkingar, voru ekki með catheter og voru ekki á sýklalyfjum. Rannsóknin var opnuð eftir að rannsakaðir höfðu verið 100 sjúklingar, samanburðarhópurinn, sem fékk engin sýklalyf, hafði marktækt algengari þvagfærasýkingar (52.8%) heldur en meðhöndlaði hópurinn (15.8%) og var þess vegna samanburðarhópurinn tekinn út úr rannsókninni. I lokin höfðu samtals 179 sjúklingar gengist undir rannsóknina. Þvagfæraræktanir voru gerðar daglega á meðan sjúklingurinn var á sjúkrahúsi og síðan vikulega í samtals 21 dag eftir aðgerð. Tíðni sýkinga viku post op. var eftirfarandi: Ceftriaxone 4.3%, Cephradine 16.2% og control 47%. Sýkingatíðnin þremur vikum eftir aðgerð var 11.6%, 23% og 52.8%. Ræktanir á prostatabitum, teknum við aðgerð, breyttu ekki horfum á hugsanlegri þvagfærasýkingu. Við teljum að fyrirbyggjandi sýklalyfjanotkun fækki greinilega þvagfærasýkingum eftir transurethral aðgerðir. Einn skammtur af Ceftriaxone er jafn góð meðferð og Cephradine í 48 klst. AÐ TAKA AÐSKOTAHLUT ÚR FÆTI Höfundar: Brynjólfur Mogensen, Þorvaldur Ingvarsson. Slysa- og bæklunariœkningadeild Borgarspítalans Nær daglega leita sjúklingar á slysadeild með aðskotahlut í fæti. Oftast er um að ræða tréflís, glerbrot, nál eða nálarbrot. Oftar en ekki virðist einfalt að fjarlægja aðskotahlutinn. Röntgenmyndir gefa hugmynd um staðsetninguna ef um málmhlut er að ræða annars yfirleitt ekki. Á röntgenmyndum virðast aðskotahlutimir oft nær yfirborðinu en þeir raunverulega eru. Það kemur því oft fyrir að viðkomandi læknir haldi að það verði auðvelt að ná aðskotahlutnum, en kemst að hinu sanna þegar leitin er byrjuð og lítið gengur. Við mælum með eftirfarandi aðferð við að fjarlægja aðskotahluti úr fæti. Áður en deyft er skal kanna húðskyn, blóðflæði og sinastarfsemi tánna. Því næst gera sér grein fyrir hvaða taugar sjá um viðkomandi svæði. Lang oftast er um að ræða n. tibialis posterior sem greinist í n. plantaris med. og lat. eða þá n. suralis sem ber boð frá aftari hluta fótarins. Viðkomandi taug er deyfð í hæð við malleolana með um 15 ml. af 1% Lidocain án adrenalíns hjá fullorðnum. Nákvæma lýsingu á deyfingunni er að finna í bókinni lllustrated Handbook in Local Anaesthesia. Eftir að svæðið dofnar, sem gerist á um 15-25 mínútum, er fóturinn vafinn með um það bil fjórum lögum af gipsbómull ofan við ökklann. Neðan við gipsbómullina er fóturinn þveginn og síðan vafinn inn í dauðhreinsað klæði. Yfir klæðið er síðan vafið stasabindi sem er hnýtt yfir gipsbómullina. Dauðhreinsaða lakinu er flett í sundur nógu mikið til þess að hafa góðan aðgang að aðgerðarsvæðinu. Með þessu móti er hægt að vinna í blóðtómu svæði. Gerður er um 1 cm skurður þar sem aðskotahluturinn fór inn. Þá sést alltaf gamalt, storknað blóð og er einfaldast að fylgja blóðstorkunni eftir að aðskotahlutnum. Ef þessari aðferð er beitt er yfirleitt hægt að fjarlægja flesta aðskotahluti án teljandi erfiðleika á heilsugæslustöð, ef læknirinn treystir sér til að deyfa fótinn. Böm undir 10 ára aldri er þó varla hægt að meðhöndla á þennan hátt nema að þau fái góða premedication. Ungböm er best að svæfa. Heimildir: Illustrated Handbook in Local Anaesthesia, Lloyd-Luke Ltd. 1979.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.