Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 18
382 LÆKNABLAÐIÐ í töflu 2 er sýnt hvers eðlis augnskaðinn var. í 14 tilfellum var áverkinn mar á auga (contusio oculi), undantekningarlaust með blæðingu í forhólfi og átta höfðu einnig blæðingu í augnbotni. Tveir hlutu slysadrer (cataracta traumatica). Einn fékk svo slæma holund á auga (perforatio oculi) að fjarlægja þurfti það. Einn var með bruna á yfirborði beggja augna eftir blys. Tveir hlutu auk augnáverkans brot á andlitsbeinum. Hjá þeim báðum var orsökin »tívolíbombur«. Á mynd 3 er sýnt um hvaða áramót óhappið átti sér stað. Ein áramót skera sig verulega úr, 1987-88, en þá slösuðust fimm einstaklingar alvarlega, þar af þrír vegna »tívolíbomba«. Á sömu mynd má einnig sjá að sex áramót hafa verið án alvarlegra augnáverka. Hvemig vegnaði þessum sjúklingum hvað varðar sjón? Sjúklingahópnum má í raun skipta í tvennt. Annars vegar þeir sjö sem slösuðust á árunum 1978-82. Þeir höfðu allir náð eðlilegri sjón við útskrift af sjúkrahúsi. Hins vegar þeir átta sjúklingar sem slösuðust 1985-89. Þeir hafa allir utan einn skerta sjón eftir slysið. Hjá einum þeirra þurfti að fjarlægja auga strax eftir slysið og einn hefur alblint auga, báðir hlutu þeir áverka vegna »tívolíbomba«. Tveir ungir drengir mynduðu þétt slysadrer. Hjá öðrum hefur skýið verið fjarlægt, og er sjón þar nú 6/6 með snertilinsu en hinn hefur færst undan aðgerð. Hinir fjórir hafa allir skemmdir á sjónudíl (macula retinae) og því varanlega sjóndepru. Öllum hefur verið fylgt eftir í að minnsta kosti eitt ár (mynd 4). UMRÆÐA I könnun sem gerð var á nýgengi innlagðra augnslysa á augndeild Landakotsspítala á níu ára tímabili, 1971-1979 (5), kemur fram að 20 einstaklingar meiddust þegar þeir báru eld að púðri, blysi, hvellsprengju, flugeldi eða hvellhettu. Langflestir hinna slösuðu voru drengir á aldrinum 10-12 ára. Afleiðingamar voru yfirleitt brunar á andliti og framhluta augans, sem orsökuðu ekki varanlegan augnskaða. Athugun okkar sýnir að sama er uppi á teningnum fyrri hluta rannsóknartímabilsins, þar sem enginn alvarlegur augnskaði á sér stað. Umskipti verða um áramótin 1987-1988, þegar almennt Table 2. Type of eye injury caused by fire-work, among 15 lcelandic individuals injured in the years 1978-1991. Type of injury Number of individuals Contusion of eyeball 14 Rupture of eye 1 Traumatic cataract 2 Superficial burn 1 Macular injury 4 Fracture of face bones 2 Fig. 3. Year of accident. Distribution of 15 fire-work injuries hospitalized in lceland in the years 1978-91. Number of patients ■ Injuries 78-'84 Visual acuity □ Injuries ’85-’91 Fig. 4. Visual outcome of 16 fire-work injured eyes among 15 hospitalized individuals in Iceland in the years 1978- 91. er farið að nota mjög öfluga skotelda, svokallaðar tívolíbombur. Þau sömu áramót slasast fimm einstaklingar alvarlega á auga, þar af þrír vegna »tívolíbomba«. Töluverðar umræður og blaðaskrif urðu þá um hættuna af notkun flugelda og í framhaldi af því voru »tívolíbombur« bannaðar. Aftur á móti voru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.