Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 38
398 LÆKNABLAÐIÐ RÆKTUÐ HÚÐ SEM ÁGRÆÐSLA Á SÁR Höfundur: Jens Kjartansson. St. Jósefsspítali HafnarfrÖi Ræktuð húð er ný aðferð til að þekja stór sár og var fyrst notuð á sjúklinga árið 1981. Aðferðin hefur þróast og breiðst út og þykir ein mesta framför í meðferð brunasjúklinga sem fram hefur komið á seinni árum. Ekki er þó vitað að aðferðinni haft verið beitt á sjúklinga með útbreidda húð- og mjúkvefjaskaða eftir meningokokka sepsis. Fjögurra ára stúlka með fullþykktar húð- og mjúkvefjadrep sem aðallega var bundið við útlimi og þakti um 35% af yfirborði bamsins var meðhöndluð með tíðum skurðaðgerðum til hreinsunar á sárum og þau síðan grædd með ræktaðri húð. Ágræðsla var framkvæmd samtímis á öll sár þremur vikum eftir innlögn. Húðsýni var tekið frá sjúklingi þremur dögum eftir innlögn og sent til Stokkhólms þar sem húðræktunin fór fram. Er húðbætumar voru tilbúnar voru þær fluttar til Reykjavíkur 46 stykki (x 60 cm). Sjö klukkustunda flutningur virtist ekki hafa veruleg áhrif á gæði húðarinnar sem sjá má af 85% töku húðarinnar viku eftir ágræðslu. Fullyrt er að nota megi ræktaða húð frá septískum sjúklingi með góðum árangri. Rætt verður um hugsanlega notkun þessa meðferðarforms á Islandi í framtíðinni. ÞRJÚ HUNDRUÐ OPNAR HJARTAAÐGERÐIR Á ÍSLANDI 1986-1990 Höfundur: Þórarinn Arnórsson. Landspítalanum, Reykjavík Þrjú hundruð opnar hjartaaðgerðir voru gerðar á Landspítalanum í Reykjavík, á tímabilinu frá júní 1986 til febrúar 1990. Af þessum voru 278 (93%) gerðar vegna angina pectoris, aortalokuskipti voru 11, aðgerðir vegna ASD voru átta (þrjár sinu. ven. def.) og aðrar aðgerðir voru þrjár (tvær atrial myxoma og ein vegna vegetationa á miturloku). Meðalaldur angina sjúklinganna var um 60 ár og meðalfjöldi græðlinga á hjartað var nærri fjórum. Það vom átta (2.9%) enduraðgerðir gerðar á sjúklingum, sem höfðu verið skomir áður annars staðar vegna angina pectoris. Vinstri art. mamm. intema var notuð í 90.3% angina aðgerðanna, en báðar art. mamm. int. voru notaðar í 2.2% tilvika. Dánartíðni eftir aðgerð við »aortocoronary bypass« var 2.5% (sjö sjúklingar) innan 30 daga, en 0.7% (tveir sjúklingar) eftir 30 daga. Fyrir aortalokuskiptin hafa verið notaðar BS-monostrut lokur nr. 21-27 með góðum árangri, nema einn sjúklingur dó tveimur vikum eftir aðgerð vegna hjartadreps og »fjöllíffærabilunar«. í því tilviki var loka nr. 21 of stór fyrir lokuhringinn og sjúklingurinn þarfnaðist aortocor. bypass. Þetta virtist í upphafi ætla að ganga vel, en þróaðist síðan inn á verri veg. Endurvíranir á stemum voru gerðar í tveimur tilvikum (0.7%) vegna ígerðar í bringubeini, en í fjórum tilvikum (1.4%) vegna »stemum insufficiens«. Flestum öðrum sjúklinganna famaðist ágætlega og flestir hafa farið í mjög vel uppsetta þjálfun að Reykjalundi nærri tveimur mánuðum eftir aðgerð, með góðum árangri. TRANSHIATAL OESOPHAGECTOMIA LANDAKOTSSPÍTALA 1985-1990 Höfundar: Sigurgeir Kjartansson, Þórarinn Arnórsson Fyrirlesari: Sigurgeir Kjartansson Transhiatal Oesophagectomia (TH) hefur verið beitt í vaxandi mæli við meðferð illkynja æxla í vélinda og cardiasvæði síðustu 15 árin. Aðgerðin felst í því að vélinda er skrælt neðan frá um hiatus oesophagei og að ofan frá hálsi, og vélindismagatenging gerð um hálsskurð, en brjósthol ekki opnað eins og áður hefur tíðkast við Thoraco abdominal (TT) aðgerð. Frá mars 1985 hafa 16 sjúklingar komið til transhiatal (TH) aðgerðar vegna illkynja æxla í vélinda á Landakotsspítala. PAD: Adenoca: 12, Sq. cell ca: 3, Melancoma: 1. Aldur: 36-79 ára, þar af 4 yfir 70 ára aldur. Aðgerðartími, blóðmissir, spítalavist eftir aðgerð og lífshorfur eru metin og borin saman við hefðbundna, transthoracal/thoracoabdominal (TT) aðgerð. Tveir sjúklingar dóu innan viku eftir aðgerð, 65 ára karl úr embolia pulm og 75 ára kona úr öndunarbilun. Fjömtíu og níu ára karl, áður geislaður vegna sq cell ca, fékk leka frá ductus thoracicus (DT). Brjósthol var opnað og DT undirbundinn, hann komst ekki til heilsu og lést fjórum mánuðum eftir aðgerð með útbreidd meinvörp í kviðarholi, lifur og lungum. Mediastinal abscess hjá 67 ára karli og framangreind DT sköddun vom einu alvarlegu skakkaföll er þörfnuðust aðgerða. Af 16 sjúklingum eru nú sjö lífs, 3-51 mánuði eftir aðgerð. Útkoman er í samræmi við reynslu annarra, að því er ráðið verður af erlendum yfirlitsgreinum og virðist sem TH aðgerð standist fyllilega samanburð við hefðbundna transthoracal aðgerð á okkar stutta reynslutíma. MELANOMA í VÉLINDA Höfundar: Þórarinn Arnórsson, Sigurgeir Kjartansson. Landakotsspítali Fyrirlesari: Þórarinn Arnórsson Sjúklingur er 65 ára maður með tveggja vikna sögu um kyngingarörðugleika. Við speglun greinist hjá honum primert melanoma í vélinda. Þann 24.08.89 er gerð transhiatal oesophagogastric resection og oesophagogastrostomia auk pyloroplastic. Þá greindust engin meinvörp, en tveimur mánuðum síðar leggst hann aftur inn og nú með fjölda meinvarpa bæði í lifur og lungum. Hafin er meðferð með Alfa Interferon, Adriamycin auk Cimetidin, að ráði Sigurðar Bjömssonar, með mjög góðum árangri. Fyrsta apríl 1990 hefur hann engin sjáanleg meinvörp og heilsast í heildina all vel.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.