Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 32
392 LÆKNABLAÐIÐ Upphafsmaður íðorðafræðanna, austurríski verkfræðingurinn Eugen Wiister, nefndi hugtakið frumþátt hugsunar (9). Hugtakið er notað sem tæki til þess að koma skipun á hugsunina og þar af leiðandi er það einnig notað til þess að skilja (10). Hugtökum eru gefin heiti, sem eru málleg tákn þeirra. Þegar um fagmál er að ræða eru heitin kölluð íðorð (11). Þessa skilgreiningu má þrengja og segja, að íðorð séu sérfræðiorð í tiltekinni fræðigrein (8). Þannig er talað um það, að læknar eigi sín íðorð, sitt íðorðasafn. íðorð eru hins vegar hluti sérhæfðs máls. Almennt mál Sérhœft mál íðorðaforði Sérhæft mál er formlegt og kerfisbundið, notað í ákveðnum tilgangi og í tilteknu samhengi. Því er ætlað í sinni margslungnustu gerð að koma upplýsingum milli sérfræðinga. I einfaldari mynd er því ætlað, með eins einföldum, skýrum og ótvíræðum íðorðum og kostur er, að upplýsa eða innvígja þá, sem utan sérfræðingahópsins standa. A almenna nrálið má líta sem uppsprettuna, þar sem það á sér sjálfstæða tilveru og sérhæfða málið er því háð. ÍÐORÐAFRÆÐIN OG TENGSLIN VIÐ AÐRAR GREINAR Íðorðafræðin er erfiðara að skilgreina, en hægt er að lýsa þeim út frá afstöðunni til almenna málsins (12); a) Gengið er út frá hugtökunum og stefnt er að skarpri aðgreiningu hugtaka. Skilgreining hugtaksins þarf því að vera ljós. Heimur hugtakanna er óháður heimi íðorðanna. Þar af leiðandi ræða íðorðafræðingar um hugtök, en málvísindamenn um merkingu orða. b) Orðaforðinn einn, heiti hugtakanna, skiptir máli. Beygingarfræði og setningafræði eru ekki viðfangsefni íðorðafræðinga. Málfræðireglumar eru fengnar úr almenna málinu. c) Tungumálinu er mikilvægast hugtakakeriið, sem er grunnur þess, og yfirburðir hugtaksins leiða til þess, að afstaða íðorðafræðanna til tungumálsins er samtímaleg. Með öðrum orðum: Það sem skiptir sköpum er merking íðorðsins í dag. Wuster sagði íðorðafræðina á mörkum málvísinda og annarra sviða þekkingar (9). Þessi afstaða felur óhjákvæmilega í sér, að íðorðafræðin geta ekki talizt hrein vísindi í hefðbundnum skilningi. Hins vegar eru íðorðafræðin vísindi í sömu veru og læknavísindin og styðjast þannig við aðrar greinar (13). MARKMIÐ ÍÐORÐASTARFS íðorðastarfið miðar að því, að staðla orðaforða tiltekinnar fræðigreinar til þess að auðvelda samskipti, bæði á móðurmálinu og milli tungumála (14). í almenna málinu er staðallinn notkun málsins sjálfs og er hann nefndur lýsandi staðall. Séu íðorðin látin algerlega afskiptalaus leiðir það fljótt til ringulreiðar. Innan hverrar starfsgreinar er stöðugt verið að íslenzka erlend íðorð og er það allt af hinu góða. Gallinn er aðeins sá, að notkun íðorðanna er oft staðhundin eða bundin tiltekinni sérgrein. Stundum eru mörg samheiti í gangi, svo sem þanbil, hlébil, hjartahlé og aðfallsfasi fyrir »diastole«. Þau mótmæli heyrast frá málvísindamönnum, að stöðlun máls sé óhugsandi. Taka verður fram, að stöðlun vísar hér einvörðungu til sérhæfðs máls og til íðorða sérstaklega. Stöðlun fagmáls beinist að því að útrýma tvíræðni í samskiptum, þar sem þörf er á sérstakri nákvæmni. Stöðlunin nær bæði til hugtaksins og íðorðsins og stöðug endurskoðun tryggir að málið staðnar ekki (7). AÐFERÐIR VIÐ ORÐMYNDUN En hverjar eru þá helztu orðmyndunaraðferðir? Einkum koma fjórar leiðir til greina, það er samsetning, afleiðsla, orð fær nýja merkingu eða að erlent orð er aðlagað: 1. Samsetning. Forvörn: Komið í veg fyrir sjúkdóm með tilteknum aðgerðum (g. prophylaxis, pro: for, phylaktikos: gætinn, frá phylassein: að verja, vaka yfir, samanber prophylax: forvörður og phylax: vörður). 2. Afleiðsla. Glerungur: glerhúð á tönnum (8) (e. enamel úr f. émail: smelti; 1. enamelum (NA), samanber g. odonthyalus, eiginlega tanngler; odont- frá odous: tönn, ef.et. odontos, hyalos: gler). Hér er stofninn gler, en viðskeytið -ung notað til þess að smíða orðið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.