Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 373-7. 373 Ólafur Steingrímsson', Karl G. Kristinsson', Jón Hjaltalín Ólafsson2, Sigfús M. Karlsson', Raymond W. Ryan-1 GREINING KLAMYDÍUSÝKINGA MEÐ RÆKTUN, CHLAMYDIAZYME® -PRÓFUM OG STAÐFESTINGARPRÓFUM ÞEIRRA ÁGRIP I rannsókninni voru bomar saman niðurstöður klamydíuræktunar og Chlamydiazyme®- prófa hjá 5559 sjúklingum frá árunum 1987 og 1990, þar sem bæði prófin höfðu verið gerð samtímis. Reynt var að meta ávinning af því að breyta viðmiðunargildum Chlamydiazyme®-prófsins og nota mismunandi gildi fyrir karla og konur. Einnig var reynt að taka afstöðu til þess hvort breyta ætti túlkun niðurstaðna og búa til grátt svæði þannig að niðurstaða prófsins teldist jákvæð, neikvæð eða vafasóm. Staðfestingarpróf voru gerð með 247 jákvæðum sýnum og var reynt að meta gildi þess að gera staðfestingarpróf á hátt neikvæðum sýnum. 1 ljós kom að væru viðmiðunargildi lækkuð um 40-50% (í um það bil 0.060), myndi næmi prófsins aukast í 84% hjá körlum úr um 70%, án þess að sértæki minnkaði. Því hefur verið ákveðið að gert verði staðfestingarpróf þegar Chlamydiazyme®-próf eru 0.060 eða hærri. Ef niðurstaða prófsins er hærri en viðmiðunargildin, sem framleiðandinn mælir með og staðfestingarprófið er jákvætt, verður prófinu svarað sem jákvæðu, en ef niðurstaða prófsins er undir þessum mörkum en hærri en 0.060, verður prófinu svarað sem grunsamlegu. INNGANGUR Chlamydia trachomatis hefur verið algengasta orsök kynsjúkdóma á Islandi eins og í öðrum vestrænum löndum (1-7) um árabil. Bakterían veldur ýmsum sjúkdómsmyndum, en oftast er um tiltölulega meinlausan sjúkdóm að Frá sýklarannsóknadeild Landspítalans1, húö- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur2, sýklarannsóknadeild Háskólans í Connecticut í Bandaríkjunum'1. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ólafur Steingrímsson. ræða. Ómeðhöndlaðar sýkingar geta þó haft alvarlegar afleiðingar og valdið umtalsverðum kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Áhugi og skilningur lækna á fyrirbyggjandi aðgerðum hefur farið vaxandi (8) en það sést meðal annars á síauknum fjölda sýna, sem send eru á sýklarannsóknadeild Landspítalans til klamydíurannsókna. Ræktanir á C. trachomatis hófust á deildinni 1981 og í árslok 1985 var tekin upp greining með hvatatengdu mótefnaprófi, Chlamydiazyme®, sem leitar að mótefnavökum bakteríunnar í sýnum. í samvinnu sýklarannsókna- og kvennadeilda Landspítalans, kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavfkur og sýklafræðideildar háskólans í Connecticut í Bandaríkjunum var á árunum 1984 og 1985 gerð ein af fyrstu rannsóknum á notagildi þessarar aðferðar (9,10). í ljós kom að aðferðin var gagnslítil við rannsókn á einkennalausum einstaklingum og óhæf til skimunar (10). Nýlega setti framleiðandi Chlamydiazyme® á markað annað próf (11), sem nota skal með fyrra prófinu til að útiloka falskjákvæð próf, sem orsakast af krossverkunum við aðrar tegundir baktería en C. trachomatis. Vandkvæði geta verið á því að að senda sýni til ræktana vegna takmarkaðs geymsluþols slíkra sýna. Sýni til Chlamydiazyme®- rannsókna má hins vegar geyma í allt að viku við stofuhita án teljandi áhrifa á niðurstöðu prófsins. Því væri verulegur ávinningur ef mótefnaprófið nýttist til skimunar þó ekki væri nema í vissum tilvikum. Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að bera saman niðurstöður úr ræktunum og Chlamydiazyme®-prófum og kanna hvorl auka mætti notagildi prófsins með því að breyta viðmiðunargildum fyrir jákvæð próf. Jafnframt voru niðurstöður úr þeim

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.