Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 401 við meðhöndlað sjúkling með leiomyosarcoma í v. cava. Tilgangurinn er að kynna þetta tilfelli. Sjúkdómstilfelli: Hér er um að ræða 54 ára gamlan karl, sem hefur sögu um dofa í læri og nára og verki, sem geisluðu niður hægra læri. Var rannsakaður tveimur árum fyrr vegna óljósra einkenna frá kviði en ekkert fannst þá. Við skoðun þreifast fyrirferð í hægri neðra fjórðungi. Omskoðun og TS sýna æxli í retroperitoneal svæði hægra megin. Nálarsýni leiðir í ljós leiomyosarcoma. Ekki komu fram merki um dreifðan sjúkdóm. í aðgerð kom í ljós að æxlið var vaxið útúr framvegg v. cava neðan nýmaæða. Vena cava var tekin neðan nýmaæða og niður á v. iliaca comm. og Dacron graft no 18 saumað inn í æðina. Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerð. Ári síðar var tekin subcutan fyrirferð af hægri brjóstvegg, sem hafði verið þar í mörg ár en vaxið dálítið. Þetta reyndist vera sama Ieiomyosarcoma og t' æðinni. Síðan hefur ekki borið á sjúkdómnum (tvö ár), en nýlega var gert við kviðslit í skurðsári. Bjúgur hefur aldrei verið á fótum. Það er ómögulegt að draga víðtækar ályktanir, en þetta æxli virðist vera mjög hægfara. Þetta tilfelli undirstrikar þá staðreynd að ef v. cava lokast hægt þá leiðir það ekki endilega til bjúgs á fótum. YFIRLIT YFIR AÐGERÐIR VEGNA SLAGÆÐASJÚKDÓMA Á ÍSLANDI 1984-1988 Höfimdar: Páll Gíslason, Halldór Jóhannsson Fyrirlesari: Páll Gíslason Safnað var saman yfirliti yfir slagæðaaðgerðir á íslandi árin 1984-1988 á fimm spítölum (Landspítala, Landakotsspítala, Borgarspítala, FSA og Akranesspítala). Reyndust þær vera 1229 alls eða 245.8 á ári að meðaltali, sem gerir 98.3 aðgerðir á 100.000 íbúa. Hafði þeim fjölgað úr 183 árið 1984 í 289 árið 1988. Farið var eftir aðgerðaskrá WHO og var skipting þessi: 126 embolectomiur (5-380) 270 endarterectomiur (5-381) 291 graftaðgerð (by-pass) (5-392) 244 aðgerðir vegna aneurysma (5-382, 5-383, 5-385) 162 aðrar slagæðaaðgerðir 136 æðaútvíkkanir (PTA) Rætt var um tíðni aðgerða og borið saman við það, sem gerist hjá nágrönnum okkar, en Danir eru með 40 aðgerðir, Norðmenn með 85, Svíar með 70, en í U.S.A. eru 180 aðgerðir á 100.000 íbúa. Ekki er þetta mat á árangri, en stærri amputationir voru 51 á þessum fimm árum eða 10.2 á ári, sem gerir fjórar amputationir á 100.000 íbúa á ári. AFLIMUN GANGLIMA Á ÍSLANDI Á ÁRUNUM 1955-1988, VEGNA ÆÐAKÖLKUNAR Höfundur: Halldór Jóhannsson Könnuð var tíðni aflimana ofan ökklaliðs vegna æðakölkunar á íslandi á árunum 1955-1988. Þessi afturskyggða rannsókn byggir á aðgerðaskrám allra sjúkrahúsa landsins og sjúkraskýrslum. Á þessum 34 árum voru framkvæmdar 255 aflimanir á 189 sjúklingum, þar af 117 körlum. Framkvæmdar voru röntgenæðarannsóknir á 111 sjúklingum og á 101 þeirra voru gerðar 220 æðaskurðaðgerðir. Á fyrsta áratugi rannsóknarinnar voru karlar í yfirgnæfandi meirihluta, en síðustu fjögur árin var enginn marktækur munur á körlum og konum. Við fyrstu aflimun voru 59% aflimaðir neðan hnjáliðs, 50 sjúklingar voru tví-, 14 þrí- og tveir fjóraflimaðir. Skurðdauði var 14%. Meðallegutími reyndist 101 dagur. Það tókst að endurhæfa 44 sjúklinga þannig að þeir gátu gengið á gervifæti. Samfara æðakölkun höfðu 49 sjúklingar sykursýki eða 26%. Tíðni aflimunar jókst frá því að vera 0.22 á hverja 1000 íbúa 40 ára og eldri á árabilinum 1955-1988 upp í 0.71 á árunum 1980-1984. Þetta er marktæk aukning (p>0.02) og verður vart rakin til annars en aukinnar æðakölkunar. Samanburður á tíðni aflimunar á Islandi við afmörkuð landsvæði í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku sýnir marktækt minni tíðni á Islandi, sem skýrist af annarri aldursdreifingu, minni tíðni á sykursýki og almennari beitingu æðaskurðaðgerða. THROMBOPHLEBITIS ACUTA - KÍRÚRGÍSK MEÐFERÐ Höfundar: Halldór Jóhannsson, Páll Gíslason Fyrirlesari: Halldór Jóhannsson Þetta er afturskyggð rannsókn á sjö sjúklingum sem fóru í skurðaðgerð vegna thrombophlebitis acuta í bláæðum útlima. Allir þessir sjúklingar voru konur á fertilum aldri. Fimm þeirra fengu phlebit post operativt eftir keisaraskurð, sjötta konan var bamshafandi og sú sjöunda fékk spontant phlebit en hún bæði reykti og notaði P- pillu. Greining var staðfest með phlebographiu. Allir sjúklingar vom svæfðir með positivum yfirþrýstingi í anti- Trendelenburg-stöðu. Gerð var thrombectomia með Fogarty catheter og lagður tímabundinn arterio venu shunt. Engar complicationir komu upp á í aðgerðunum. En post operativt fékk ein kona sýkingu í skurðsár. Tveimur mánuðum eftir aðgerð var gerð phlebographia og arterio venu shunti lokað. Árangur var mjög góður hjá fjórum konum, sæmilegur hjá einni og slæmur hjá tveimur. VENOUS FEMORO-FEMORAL GRAFT V/OCCLUSIO Á VENA ILIACA Höfundar: Páll Gíslason, Halldór Jóhannsson Fyrirlesari: Páll Gíslason Á síðustu 10 árum hafa verið gerðar átta aðgerðir vegna lokunar á vena iliaca, með grafti frá vena femoralis yfir í gagnstæða vena femoralis. Hér er um aðgerð a.m. Palma að ræða þar sem gagnstæð vena saphena magna er frílögð og lögð supra pubiskt yfir í vena femoralis. Við uppgjör þremur til níu árum eftir aðgerð eru sjö graftar af átta opnir. Gerð er grein fyrir einkennum fyrir og eftir aðgerð og þar með hvaða árangri megi búast við. Ekki voru lagðir A.v. shuntar til styrkleika, en áhersla lögð á að leggja ekki graftinn fyrr en vena femoralis var vel »þroskuð« í sjúka fætinum. Heimildir: Palma, et al. Vein transplants and grafts in the surgical treatment of post phlebitic syndrom. J Card Surg 1960; 1: 94-107. Harris, et al. Patency of femoro-femoral venous crossover grafts assessed with duplex scanning and phlebography. J Vascul Surg 1988; 8-679.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.