Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1993, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.09.1993, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 267 fjölþáttagreiningu Cox varð munurinn ekki lengur marktækur. Ekki var marktækur munu'r á dánartíðni úr heilablóðfalli eða öðrum sjúkdómum milli fyrrnefndra hópa, hvorki með einþátta- eða fjölþáttagreiningu. Sama máli gegnir um heildardánartíðni. EFNISSKIL Rannsókn Hjartaverndar gefur tilefni til ítarlegs mats á þýðingu ýmissa afbrigða á hjartarafriti vegna þess hvernig þátttakendahópurinn var valinn, hversu stór hann er og hversu lengi honum hefur verið fylgt eftir. Þegar hafa verið birtar niðurstöður rannsókna til dæmis á vinstra greinrofi og gáttaflökti (13,20). Algengi hægra greinrofs er hæst 4,1 % meðal karla og minnst 1,6% meðal kvenna í aldurshópnum 75-79 ára. Enginn í aldurshópnum 30-39 ára er með hægra greinrof. Algengið eykst með auknum aldri. Sambærilegar niðurstöður í Tecumseh rannsókninni eru 0,15% meðal karla 30-39 ára og 0% meðal kvenna í sama aldurshópi. Meðal karla 70-79 ára var algengið 12% og 2,5% meðal kvenna í þeim aldurshópi (9). Þessar niðurstöður eru ekki vel sambærilegar við okkar niðurstöður að því leyti að fjöldi allra þátttakenda með hægra greinrof er aðeins 12 meðal karla og sex meðal kvenna og því eru óvissumörk mjög víð. Aðeins tvær rannsóknir eru byggðar upp á svipaðan hátt og rannsókn Hjartaverndar. Sú fyrri er Tecuinseh rannsóknin sem gerð var 1959-60 á 8.641 fbúa í bænum Tecumseh, Michigan (9). Hún beinist að hjartarafritsafbrigðum almennt. Hægra greinrof reyndist helmingi algengara í körlum en konunt og var algengara í eldri aldurshópum. Ekki fundust marktæk tengsl við háþrýsting, hátt kólesteról, háan blóðsykur eða offitu. Athuguð voru tengsl mjög fárra breyta við hverja breytingu á hjartariti auk algengis þeirra og kynjahlutfalls. í greininni er ekki skýrt frá því hvernig gæðaeftirliti á úrlestri hjartarafrita er háttað þó að þau séu flokkuð eftir Minnesota lykli. I samanburði á rannsókn Hjartaverndar og Tecumseh rannsókninni hvað varðar gáttaflökt kemur í ljós að kynjahlutfallið karlar/konur er 2,73 í rannsókn Hjartaverndar en 0,57 í þeirri síðari. Hvorugt kynjahlutfallanna er aldursstaðlað. Þetta leiðir líkum að því að þýðið sem myndar þátttakendahópa þessara rannsókna sé ekki að fullu sambærilegt og gæti það skýrt hvers vegna algengi hægra greinrofs í þessum rannsóknum er svo mismunandi. I rannsókn okkar fundust tengsl hægra greinrofs við háþrýsting. Slík tengsl fundust ekki í Tecumseh rannsókninni. Meinafræðilegar athuganir á hjörtum fólks með hægra greinrof sýna að þau voru oft með bandvef í stað vöðvafrumna í leiðslukerfinu (21,22). Þetta styður okkar niðurstöðu því sýnt hefur verið fram á samband háþrýstings og bandvefsmyndunar í hjarta (23). Síðari rannsóknin er á lengdu QRS bili í þýði fólks úr bænum Framingham, Massachusetts (8). Sú rannsókn hófst 1948 þegar valdir voru til þátttöku 5.127 manns. Arin 1970-73 var bætt við afkomendum fyrri hópsins alls 5.135 þátttakendum. Rannsóknin á lengdu QRS bili tekur til eftirlifenda úr fyrri hópnum auk síðari hópsins, í heildina 8.396 þátttakendur. Háþrýstingur reyndist marktækt algengari (p<0,01) í hópi þátttakenda með lengt QRS bil en annarra án þess. Þetta er í samræmi við okkar niðurstöður. Innanslegilsleiðslutruflunum í hægri hluta hjarta fækkaði hlutfallslega með auknum aldri og hægra greinrof reyndist 58% af slíkum truflunum. Þýði Framingham rannsóknarinnar er ekki eingöngu valið af handahófi úr almennu þýði, 11 % þátttakenda í upphafi var heilbrigðisstarfsfólk sem var valið sérstaklega (24-26). Rannsóknin beinist eingöngu að fylgni lengingar á QRS bili við hinar ýmsu breytur. Því birtast engar niðurstöður um fylgni þeirra við hægra greinrof sérstaklega. I báðum fyrrnefndum rannsóknum er fjöldi þátttakenda innan við helmingur þátttakendafjöldans í rannsókn Hjartaverndar og niðurstöður þeirra ná því til töluvert færri mannára (8,9,11,12). Algengi hægra greinrofs er 0,07-0,20% í ýmsum rannsóknum á flugáhafnarmeðlimum og umsækjendum um slíkt starf (27-30). I þýði fólks sem hætt var störfum og var eldra en 52 ára var það hins vegar 1,28% (31). Skýringin á þessu mismunandi algengi kann að vera sú að þýðið í öðrum rannsóknum er oftast sérstaklega valið, til dæmis ellilífeyrisþegar og aðrir sem hættir eru störfum og umsækjendur um flugþjálfun eða flugmenn. Aðrar rannsóknir á hægra greinrofi voru oft unnar úr skýrsluin sjúkrahúsa eða lækna á stofum (32-35). Menn í herþjónustu

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.