Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1993, Side 24

Læknablaðið - 15.09.1993, Side 24
276 LÆKNABLAÐIÐ UMRÆÐA Rannsókn þessi hefur leitt í ljós að algengi lijartavöðvasjúkdóms með ofþykknun (HVS) meðal miðaldra kvenna með afbrigðilegt hjartarit er um 1,4% (0,5-3,3%) en heildaralgengi 0,14% (0,04-3,9%). Þá reiknast lágmarksalgengi meðal allra miðaldra kvenna um 0,2% (0,1-0,6%) eða 100-600 á 100.000. Niðurstöður okkar um algengið í hópi kvenna með afbrigðilegt hjartarit svipar til 1,9% algengis HVS meðal miðaldra kvenna í Framingham og reiknað lágmarksalgengi er sömuleiðis mjög sambærilegt og fannst í þýði yngri kvenna, þrjár af 1726 eða 0,2% (2). Hins vegar eru tölurnar hærri en í rannsókn frá Minnesotaríki í Bandaríkjunum, en í þeirri rannsókn var ekki gerð sérstök leit að tilfellum með HVS heldur var tekinn saman fjöldi áður greindra tilfella frá sjúkrastofnunum, ómskoðunarstofum og úr krufningaskýrslum. Þar reiknaðist algengi HVS meðal kvenna 13/100.000 en í hópnum 65-74 ára var algengið 0,1%. Reiknað nýgengi sjúkdómsins í Minnesota reyndist 2/100.000 (4). Hjá okkur og öðrum hefur greinilega komið fram að HVS er oft til staðar án þess að finnast við venjulegt lækniseftirlit. Hér reyndist sjúkdómurinn ekki áður þekktur hjá tveimur af fjórum konum sem fundust við ómskoðun og einungis hjá einni af fimm sem greindust við krufningu, enda höfðu hinar fjórar lítil sem engin þekkt einkenni en tvær þeirra létust síðan skyndilega, sennilega vegna hjartsláttartruflana. Krufning þeirra sýndi ekki fram á neinn annan sjúkdóm eða dánarorsök. Þrjár konur létust úr óskyldum sjúkdómum þar á meðal sú eina með áður greindan hjartavöðvasjúkdóm. Sjúkdómurinn virðist algengari meðal karla Table VI. Doppler sludy. en kvenna, enda sýndu fyrri niðurstöður okkar sjúkdómsmerki hjá 3,6% karla með afbrigðilegt hjartarit en heildaralgengið reyndist 1,1% þótt 95% vikmörk reyndust víð, 0,3-3,2% (3). Þessi munur á algengi eftir kynjum er ef til vill óvæntur enda virðist hann ekki áberandi í klínískum rannsóknum. Hins vegar kann að vera að skilmerki um lágmarksþykknun hjartavöðva, sem sett eru til greiningar sjúkdómsins, eigi síður við hjá konum en körlum og má benda á að í okkar rannsókn finnast þrjár konur sem ef til vill hafa í raun HVS en skiptarþykknun þeirra nær ekki settum lágmörkum til greiningar. Ef hins vegar þessar konur væru taldar í hópi HVS-kvenna myndu niðurstöðurnar breytast til samræmis og algengið væri þá 0,3%, eða innan 95% staðalfrávika í samanburði við karla, og kynjamunurinn minni. Eríitt er að meta dánartíðni sjúkdómsins meðal kvenna samkvæmt okkar gögnum en þó vekur athygli að fimm af níu konum eða 56% sem fundust við þessa rannsókn léíust á um það bil sjö árum sem þessi rannsókn spannar. í þremur tilvikum voru dauðsföllin af óskyldum orsökum. Rannsókn okkar sýnir marktækt hraðara blóðrennsli úr vinstri slegli meðal kvenna sem greindust með HVS en finnst hjá samanburðarhópi og sýna þær niðurstöður að blóðþrýstingsfall verður yfir sleglaskipt hjá þessum einstaklingum og reynist það svipað og áður hefur verið lýst meðal sjúklinga með vægari fonn sjúkdómsins (8). Blóðþrýstingsfallið er hins vegar greinilega vægara en sést hjá þeim undirhópi sjúklinga sem taldir eru hafa HVS með rennsÚshindrun (8). Niðurstöður okkar um blóðflæði í lagbili yfir míturloku eru svipaðar og áður hefur verið lýst hjá sjúklingum með HVS HCM (4) Control (40) Age (years) 52 ±10 57 ±11 NS RR-interval (ms) 924 ±56 871 ±114 NS E-F slope (m/s:) 2.4 ± 0.8 4.1 ± 0.1 p<0.05 E max. (m/s:) 0.6 ± 0.1 0.7 ± 0.1 NS D-F time (ms) 251 ±47 189 ± 28 p<0.01 A max. (m/s:) 0.85± 0.1 0.57± 0.1 p<0.001 E/A ratio 0.7 ± 0.1 1.3 ± 0.3 p<0.01 Ejection velocity (m/s) 1.8 ± 0.6 0.9 ± 0.2 p<0.001 Results of echo-Doppler study of women with HCM and a normal control group.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.