Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1993, Page 41

Læknablaðið - 15.09.1993, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 291 Diagnosis Cardiovasc. dis. Eye dis. Gastroent. dis. Urolog. dis. Dermatolog. dis. Psychiatr. dis. Muscular. dis. Symptoms Accidents Otoiaryng. dis. Respirat. dis. Infections □ Female ■ Male Fig. 5. 'I'he number (percentage) of cliagnosis according Problem solutions Counseling Drug prescriptions Others Hospital referral Surgical treatment Laborotory test Psychotherapy Certificate X-ray 10 20 30 40 50 60 Percentage of contacts Fig. 6. Percentage of problem solutions according to the number of contacts. aldursdreifing, landfræðilegir þættir og mismunandi skipulag vaktlæknisþjónustu. Könnun þessi sýnir að stærsti neytendahópurinn eru börn á aldrinum eins til fjögurra ára (28%). Þau hafa nær tvöfalt fleiri samskipti en hópurinn sem næstur kemur, en það eru börn fimm til fjórtán ára. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður erlendis frá (3,4). Rannsókn á læknisvitjunum lækna, sem störfuðu við vaktlæknisþjónustu í Linköping í Svíþjóð, sýndi að um 20% einstaklinga sem fengu lækni heim voru sex ára eða yngri (5). Könnun á vaktlæknisþjónustu heimilislækna við Heilsugæslustöðina Habo í Svíþjóð sýndi að um 40% þeirra sem nýttu sér vaktþjónustuna voru yngri en 14 ára (6). Athugun sem gerð var á vaktlæknisþjónustu í Hovingham í Englandi sýndi þó að tæplega helmingur sjúklinganna voru 65 ára og eldri (7). Þetta skýrist meðal annars af mismunandi aldursdreifingu og sjúkdómsmynstri. Stór hluti íbúanna var gamalt fólk og læknirinn sinnti meira aðhlynningu deyjandi sjúklinga í heimahúsum en vaktlæknar á okkar rannsóknarsvæði gera. Sjúkdómsmynstur vaktlæknisþjónustunnar á HGB-svæðinu eru mjög áþekk því sem kemur fram í sænskum rannsóknum (5,8,9). Sýkingar, öndunarfærasjúkdómar og HNE-sjúkdómar (aðallega eyrnabólgur) eru langalgengustu sjúkdómsflokkarnir. Slysfarir eru um 11% greininganna í okkar rannsókn, langoftast smá slys sem gert er að á bráðamóttökunni. Almennar ráðleggingar og lyfjaávísanir eru algengustu úrlausnir sem sjúklingarnir fá. í áðurnefndri rannsókn á vaktlæknisþjónustu í Linköping í Svíþjóð fengu um 80% sjúklinganna úrlausn, sem að hluta til að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.