Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1994, Page 8

Læknablaðið - 15.02.1994, Page 8
52 LÆKNABLAÐIÐ Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn reyndust 42%, jafnar fyrir bæði kyn. A einstökum stigum voru þær 76% fyrir sjúklinga á stigi I, 53% á stigi II, 41% á stigi III og 11% á stigi IV (mynd 2). Athugaðir voru sérstaklega sjúklingar á stigi IV sem gengust undir brottnámsaðgerð á nýra en alls voru það 73 af 155 sjúklingum á stigi IV (47%). Tæplega 19% þeirra lifðu í fimm ár frá greiningu en aðeins 4% þeirra sem ekki fóru í aðgerð (p<0,01) (mynd 3). Sambærilegar tölur fyrir 10 ára lífshorfur voru 13% og 4%. Hafa ber þó í huga að þeir sjúklingar á stigi IV, sem gerð var aðgerð hjá, voru marktækt yngri (63,5 ár) en hinir sem ekki gengust undir brottnámsaðgerð (69,6 ár) (p<0,01). I töflu IV sést hvaða þættir reyndust hafa marktækt forspárgildi fyrir lífshorfur. Ekki kom fram munur á lífshorfum eftir því hvort æxlin voru greind fyrir tilviljun eða ekki, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir stigun þeirra (p=0,383). Greiningarár reyndist ekki heldur hafa forspárgildi (p=0,466) né heldur kyn, smásæ blóðmiga, tímalengd frá upphafi einkenna til greiningar. bláæðadrönglar, þvermál æxlis og staðsetning í kviði (hægra eða vinstra megin). UMRÆÐA Enda þótt nýgengi og dánarhlutfall nýrnafrumukrabbameins sé hvergi hærra í heiminum en á Islandi virðist sjúkdómurinn hegða sér að flestu leyti svipað og í nágrannalöndum okkar (19). Frábrugðið er hátt hlutfall sjúklinga með meinvörp, en hérlendis eru 38% sjúklinga á stigi IV, en erlendis 25-30% (2,6,23,24). Þó má finna hliðstæður í einni rannsókn, þar sem 45% sjúklinganna höfðu meinvörp við greiningu (25). Hugsanlega skýrir þetta hátt dánarhlutfall nýrnafrumukrabbameins hér á landi. Ekki er ljóst af hverju svo margir greinast með meinvörp hér á landi. Erfitt er að leggja mat á hvort sjúklingarnir greinist síðar hér á landi en í nágrannalöndum okkar (19). Við teljum ólíklegt að sjúkdómurinn sé illvígari í eðli sínu hér á landi, því að lífshorfur sjúklinga á mismunandi stigum eru sambærilegar hérlendis og erlendis (sjá betur síðar), en það rökstyður að líffræðilega sé um sambærilegan sjúkdóm að ræða. Hér hefði gráðun æxlanna gefið vísbendingu en þær upplýsingar var Lífshorfur (Estimated probability of survival) ■ I (n=131) *lll(n=75 • II (n=45) -MV(n=155) Mynd 2. Lífshorfur eftir stigum (Robson) fyrir sjiíklinga með nýmafrumukrabbamein á Islatuli 1971-1990. Lífshorfur (Estimated probability of survival) * A (n=73) -• EA (n=82) Mynd 3. Lífshotfur sjúklinga á stigi IV með nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-1990. A = sjúklingar sem gengust undir broltnámsaðgerð á nýra. EA = sjúklingar sem ekki gengust undir aðgerð. ekki hægt að skrá vegna þess hversu oft þær vantaði. I rannsókn okkar hafa fáir sjúklingar sjúkdóm á stigi III (með æxlisvöxt í nýrnabláæð eða meinvörp í eitlum nálægt nýra) samanborið við erlendar rannsóknir eða 19% í stað 25- 35% (2,6). Astæðan kann að vera sú að skipulögð eitlataka var ekki gerð og eru sumir sjúklinganna því skráðir á stigi I eða II en hefðu með réttu átt að vera á stigi III, ef eitlar hefðu verið skoðaðir og í þeim greinst meinvörp. Horfur slíkra sjúklinga eru umtalsvert verri en sjúklinga á stigi I og II (2-4,6-8). Sums staðar erlendis eru eitlar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.