Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Síða 11

Læknablaðið - 15.02.1994, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 55 en þó ekki jafn mikið og í Bandaríkjunum. Interferónmeðferð virðist bæta lífshorfur þessara sjúklinga, en ekki er um verulega aukningu að ræða, og lyfið að auki mjög dýrt (14). Svipaða sögu er að segja um interleukin- 2 og LAK-meðferð (lymphocyte activated killer cells) en slíkri meðferð hefur ekki verið beitt hér á landi. Af ofanskráðu er ljóst að öflugri lyf fyrir sjúklinga með meinvörp eru ein helsta forsenda bættra lífshorfa. Einnig er mikilvægt að æxlin séu greind fyrr og þar með á lægri stigum. Sýnt hefur verið fram á að hópleit (til dæmis með ómun) svarar ekki kostnaði, aðallega vegna lágs nýgengis (1,41). Einn möguleiki er að hafa fyrir reglu að skoða jafnan nýrun þegar gerð er ómskoðun á kviðarholi hjá sjúklingum sem komnir eru yfir miðjan aldur (1). Þetta hefur tíðkast hér á landi, að minnsta kosti á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Ekki er ljóst hversu mikill kostnaður hlýst af falsjákvæðum rannsóknum og frekari forvinnu þarf áður en slíkum vinnureglum er hrint í framkvæmd. Mjög mikilvægt er að uppvinnsla blóðmigu sé markviss enda þótt lágt hlutfall einstaklinga með blóð í þvagi hafi nýrnafrumukrabbamein (42). Loks er áríðandi að læknar þekki einkenni nýmafrumukrabbameins svo að óþarfa töf verði ekki á greiningu sjúklinga sem til þeirra leita. I dag em horfur sjúklinga með nýmafrumukrabbamein á Islandi fyllilega sambærilegar við það sem best gerist erlendis. Til að svo verði áfram þarf að koma í veg fyrir stöðnun lífshorfa hér á landi, í samræmi við þróunina í Bandaríkjunum (og víðar) þar sem lífshorfur hafa verið á uppleið. Ovíst er hvort mismunandi tíðni tilviljangreininga í þessum löndum skýri þennan mun, þótt það sé hugsanlegt. Enda þótt mikilvægt sé að greina sjúklinga fyrr og á lægri stigum teljum við að skimun (ómun, tölvusneiðmyndir, þvagskoðun) svari ekki kostnaði. Eins og staðan er í dag er sennilega mestur ávinningur af aukinni fræðslu um einkenni nýrnafmmukrabbameins. Eftir sem áður eru kröftugri lyf fyrir sjúklinga með útbreiddan sjúkdóm helsta forsenda bættra lífshorfa, jafnt hér á landi sem erlendis. SUMMARY Renal cell carcinoma in lceland: 1971-1990. Survival and incidental diagnosis. Incidence and mortality of renal cell carcinoma (RCC) is very high in Iceland. Studies have shown increásed incidence of incidentally diagnosed RCCs. The significans of incidental diagnosis relating to survival of RCC patients is not known. A retrospective population-based study was carried out on all patients diagnosed with RCC between 1971 and 1990 in Iceland. The aim of the study was to evaluate survival of RCC patients in Iceland with emphasis on incidental diagnosis. By incidental diagnosis we mean tumours that were detected due to imaging techniques or an operation for other than RCC symptoms or signs. Of 236 males and 172 females diagnosed, 308 patients underwent radical nephrectomy with operative mortality of 2.6%. The tumours were classified and staged by Robson’s method. Crude probability of survival was evaluated for every stage and multivariate analysis used to find prognostic factors. 224 patients presented with symptoms, the most common of which were abdominal pain, hematuria and weight loss. Between 1971 and 1980 15% of the patients were diagnosed incidentally and 20% between 1981 and 1990 (p>0.1), most often because of intravenous urography. Only 5 tumours were detected by ultrasound and 4 by CT-scans. Five year survival was 76% for stage I and 11 % for stage IV. Advanced age, low haemoglobin and high ESR at diagnosis are significant independent risk factors of mortality in multivariate analysis. The year of diagnosis is not a significant prognostic factor after correction for stage. Survival of RCC patients in Iceland is comparable to that in neighbouring countries. Patients diagnosed incidentally have better survival because of a lower stage. The use of ultrasound and CT- scans has not significantly increased incidentally diagnosed tumours. Survival has remained the same for the last two decades. ÞAKKIR Þakkir fyrir veitta aðstoð fá Egill Jacobsen, Sverrir Haraldsson og Olafur Örn Arnarson, yfirlæknar á þvagfæraskurðdeildum Landspítalans, Borgarspítalans og Landakotsspítalans. Einnig fá Shree Datye yfirlæknir á skurðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Þorsteinn Gíslason sérfræðingur á Landakotsspítala, Helgi Sigvaldason verkfræðingur og starfsmenn Krabbameinsskrár sérstakar þakkir. Engilbert

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.