Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 57-62 57 Þórður Harðarson'), Árni Kristinsson1), Jóhann Ragnarsson2* HVER ER ÁKJÓSANLEG SAMSETNING ENALAPRÍLS OG HÝDRÓKLÓRTÍASÍÐS VIÐ HÁÞRÝSTINGI? ÁGRIP Rannsókn þessi var gerð til að leita að heppilegustu samsetningu angíótensín ummyndunar ensímblokka (enalaprfls, E) og þvagræsilyfja (hýdróklórtíasíðs, H) við vægum til meðalsvæsnum háþrýstingi. Tuttugu og fjórir sjúklingar luku rannsókninni sem skiptist í fjórar meðferðarlotur að loknu fjögurra vikna tímabili án lyfja: Meðferð 1: E 10 mg + H 12,5 mg; meðferð 2: E 10 mg + H 25 mg meðferð 3: E 20 mg + H 12,5 mg; meðferð 4: E 20 mg + H 25 mg. Spurt var kerfisbundið um 31 hugsanlega hjáverkun og mælingar gerðar á 12 breytum í blóði. Blóðþrýstingur bæði í liggjandi og standandi stöðu var lægri á meðferð 1 en fyrir meðferð, en engin frekari marktæk breyting varð á meðferð 2, 3 og 4. Tíðni hjáverkana var hæst á meðferð 4, en næsthæst á meðferð 2. í báðum tilvikum var skammtur H 25 mg. Lítill ávinningur reyndist af því að auka skammta umfram E 10 mg + H 12,5 mg. INNGANGUR Fjórir flokkar lyfja eru um þessar mundir taldir henta best í meðferð háþrýstings: Þvagræsilyf - einkum tíasíð, betablokkar, kalsíumblokkar og angíótensín ummyndunar ensímblokkar (AUB). AUB-lyf eru áhrifarík. Hjáverkanir eru sjaldgæfar, nema hósti. En þau eru alldýr, einkum í samanburði við tíasíð þvagræsilyf. Af AUB-lyfjum hafa enalapríl og kaptópríl verið langlengst í notkun og mest ávísað af íslenskum læknum. Meðalsvæsinn eða vægur háþrýstingur lækkar viðunandi með 20 mg dagskammti af enalaprfl (1,2). Það hefur sýnt sig að stærri skammtar (40-60 mg) valda ekki umtalsvert auknu þrýstingsfalli. Hins vegar Frá 1>lyflækningadeild Landspítala, Háskóli íslands, 2)|yflækningadeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þórður Harðarson, lyflækningadeild Landspítalans, fOt Reykjavík. olli gjöf tíasíða viðbótarfalli blóðþrýstings sem nam um 10 mm Hg í slagbili og lagbili (3). Ekki liggur fyrir traust vitneskja um heppilegustu blönduna af AUB og tíasíðum gegn háþrýstingi. Verkunarkúrfur beggja lyfjaflokkanna verða hvor um sig flatar með hækkandi skömmtum, en hugsanlegt er að þær breytist við gjöf samtímis. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að prófa fjórar samsetningar AUB og tíasíða með það fyrir augum að finna lægstu skammtana sem höfðu tilætluð áhrif. Þannig skyldi dregið úr hættu á hjáverkunum og kostnaði stillt í hóf. AÐFERÐIR Til rannsóknarinnar völdust í upphafi 35 sjúklingar, sem voru í eftirliti á göngudeild Landspítalans vegna háþrýstings. Enginn þeirra hafði haft svæsinn háþrýsting, en allir höfðu lagþrýsting >95 mm Hg við að minnsta kosti þrjár mælingar án lyfja. Tilgangur rannsóknarinnar var útskýrður og samþykki allra fengið. Sex sjúklinganna hófu aldrei lyfjatöku, þrír vegna þess að blóðþrýstingur þeirra var innan eðlilegra marka er meðferð skyldi hefjast, einn hætti við þátttöku, annar hafði of mikið kalíum í sermi og enn einn hafði hjartsláttartruflanir. Einn hætti í 10. viku vegna svima, annar í 13. viku vegna hósta, þriðji í 16. viku vegna kláða og tveir í 22. viku, annar vegna of hás blóðþrýstings og hinn vegna meiðsla og utanheilamengisblæðingar. Tuttugu og fjórir þátttakendur luku rannsókninni og miðast frekari úrvinnsla við þann hóp. Honum var skipt af handahófi í hóp A (13 sjúklingar, allt karlar) og hóp B (11 sjúklingar, þar af tvær konur). Meðalaldur beggja hópa var 63 ár. Meðalþyngd var 90 kg (A) og 87 kg (B). Delta h/f framleiddi lyfin sem notuð voru í rannsókninni.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.