Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 59 að minnsta kosti í lok fjórðu, 10., 16., 22. og 28. viku, það er að segja fyrir lyfjameðferð og í lok hverrar meðferðarlotu. í hvert skipti voru þátttakendur spurðir um 31 hugsanlega hjáverkun (sjá viðbæti), meðal annars einkenni lagþrýstings, vöðvaverki, sinadrátt, hósta, gigtverki, húðbreytingar. Allar hjáverkanir voru flokkaðar í smáóþægindi og veruleg óþægindi. Fyrir lyfjagjöf voru eftirfarandi mælingar gerðar á sermi: Glúkósi, kreatínín, þvagsýra, kalíum, bikarbónat, kólesteról, HDL kólesteról. þríglýceríð, alkalískur fosfatasi, G-GT og ASAT. Sömu mælingar voru gerðar í 28. viku. I lok fimmtu viku var mælt kreatínín og kalíum og þær mælingar endurteknar auk kólesteról og þríglýceríð mælinga í lok 10.,16. og 22. viku. Tölfrœði: Niðurstöður mælinga voru táknaðar sem meðaltal ásamt staðalfráviki. Samanburður breytna var gerður með pöruðu t-prófi Students og ANOVA greiningu. NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir meðalblóðþrýsting hópanna tveggja fyrir upphaf meðferðar og í lok hvers meðferðartímabils. Blóðþrýstingur bæði í liggjandi og standandi stöðu var lægri á meðferð 1 en fyrir meðferð, en engin marktæk breyting varð þótt lyfjaskammtar E og H væru auknir, eins og gert var í meðferðum 2, 3 og 4. Nánast engin breyting varð á liggjandi blóðþrýstingi, en smávægileg ómarktæk lækkun varð á blóðþrýstingi mældum í standandi stöðu. Mynd 2 sýnir blóðþrýsting liggjandi fyrir meðferð og í lok hverrar meðferðarlotu. Tafla II sýnir tíðni hjáverkana eftir meðferðarlotum. Algengustu kvartanimar voru svimi, sinadráttur, nefstífla, þreyta, andvaka og liðverkir. Tíðni ”verulegra óþæginda” var langhæst við meðferð 4, en næst hæst við meðferð 2. Dreifing niðurstaðnanna er þó svo mikil að mismunurinn er ekki marktækur. í 75% tilvika var tíðni "verulegra óþæginda” hæst við meðferð 4, en í 25% tilvika við meðferð 2. Þessar meðferðarlotur eiga það sameiginlegt að skammtar H voru hærri en við meðferð 1 og 3. Við meðferð 4 var hæst tíðni eftirfarandi hjáverkana (sjá viðbæti): Hjáverkun nr. 7 (svimi), 11 (sinadráttur), 14 (nefstífla), 21 (þreyta), 26 andvaka, 28 Tafla 1. Blóðþrýstingur fyrir og á meðferð. Hópur A mmHg Hópur B mmHg Hópur C mmHg Án lyfja: Slagþrýstingur liggjandi 165 160 163 Lagþrýstingur liggjandi 103 105 104 Slagþrýstingur standandi 157 155 156 Lagþrýstingur standandi 106 103 105 Meðferð 1: Slagþrýstingur liggjandi 144 129 137 Lagþrýstingur liggjandi 89 81 85 Slagþrýstingur standandi 135 135 135 Lagþrýstingur standandi 92 88 90 Meðferð 2: Slagþrýstingur liggjandi 137 135 136 Lagþrýstingur liggjandi 85 85 85 Slagþrýstingur standandi 137 125 131 Lagþrýstingur standandi 87 85 86 Meðferð 3: Slagþrýstingur liggjandi 134 132 133 Lagþrýstingur iiggjandi 83 85 84 Slagþrýstingur standandi 130 131 130 Lagþrýstingur standandi 85 86 85 Meðferð 4: Slagþrýstingur liggjandi 139 130 135 Lagþrýstingur liggjandi 84 80 82 Slagþrýstingur standandi 132 121 127 Lagþrýstingur standandi 84 81 83 Tafla D. Hve oft viðkomandi meðferð veldur flestum hjáverkunum. Smáóþægindi <%> Veruleg óþægindi (%) Bæði smá- og veruleg óþægindi (%> Meðferð 1 16,7 0,0 13,2 Meðferð 2 30,0 25,0 28,9 Meðferð 3 40,0 0,0 31,6 Meðferð 4 13,3 75,0 26,3 Meðaltal hjáverkanafjölda (allt að 31) með staðalfráviki. Engar Veruleg aukaverkanir Smáóþægindi óþægindi Meðferð 1 93,63 (6,85) 6,25 (6,87) 0,12 (0,63) Meðferð 2 91,31 (8,27) 8,30 (8,15) 0,39 (1,21) Meðferð 3 91,78 (7,06) 8,08 (7,01) 0,14 (0,76) Meðferð 4 92,20 (6,71) 6,74 (5,97) 1,06 (2,33) (verkur í liðum). Fyrir upphaf meðferðar höfðu allir þátttakendur eðlileg gildi kalíums, bikarbónats, HDL kólesteróls og lifrarprófa, nema tveir sem höfðu hækkuð serumgildi alkalísks fosfatasa (153 og 160 einingar) og einn hækkuð ASAT gildi (185 einingar) og einn aukið G-GT (62 einingar). Einn hafði aukið kólesteról í sermi (8,1 mmól/L).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (15.02.1994)
https://timarit.is/issue/364638

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (15.02.1994)

Aðgerðir: