Læknablaðið - 15.02.1994, Side 24
66
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla II. Bakteríur í þvagi.
Bakteríutegundir Pokaþvag 37 börn' (%) Ástungu eða þvagleggsþvag 7 börn“ (%)
E. coli 15 (51) 4 (57)
Klebsiella 2 (5) 2 (29)
Enterococcus 1 (2,5) 1 (15)
gr. D streptococcus
(non-enterococcal) 2 (5) 1 (15)
Enterobacter 1 (2,5) 1 (15)
Serratia marcescens 1 (2,5) 1 (15)
Staphylococcus
kóagulasa neikvæður .. 5 (13) -
Staphylococcus aureus ... 3 (8)
Streptococcus non
hemolyticus 5 (13) -
Pseudomonas aeruginosa 1 (2,5) -
Proteus 1 (2,5)
1 Nítján börn með meira en eina bakteríutegund samtímis.
2 Þrjú börn með tvær bakteríutegundir samtímis.
Tafla III. Forspárgildi, nœmi og sértœki
rannsóknaraðferða á pokaþvagi.
Jákvætt forspárgildi (%> Neikvætt forspárgildi <%) Næmi (%> Sértæki t%)
Ræktun' 46 99 86 92
Hvít blóðkorn2 .. 50 95 29 98
Eggjahvíta-1 50 95 29 98
Bakteríutalning4 . 57 97 57 97
1 Miðað við börn með >100.000 bakteríur í ml pokaþvags.
2 Miðað við börn með >10 hvít blóðkorn í sviði við
smásjárskoðun (x400 stækkun).
3 Miðað við börn með > + af eggjahvítu í þvagi.
4 Miðað við börn með > + af bakteríum í sviði við
smásjárskoðun (x400 stækkun).
staðfesta þvagfærasýkingu höfðu fleiri en eina
bakteríutegund í þvaginu samtímis.
Gildi mismunandi rannsóknaraðferða
á pokaþvagi: Jákvætt og neikvætt
forspárgildi, næmi og sértæki mismunandi
rannsóknaraðferða eru sýnd í töflu III.
Aðhvarfsgreining sýndi að talning baktería
og hvítra blóðkorna í smásjá hafði mesta
fylgni við þvagfærasýkingu (r2: 0,42 og
0,42, p<<0,05) en fylgni ræktunar og magns
eggjahvítu við þvagfærasýkingu var hins
vegar minna (r2: 0,22 og 0,13, p< 0,05).
Þegar athugað var gildi þess að nota fleiri en
eina rannsóknaraðferð saman til að spá fyrir
um þvagfærasýkingu, kom í ljós að talning
baktena í smásjá var best (r2: 0,42) en talning
hvítra blóðkorna og ræktun bættu fremur litlu
þar við (r^A: 0,15 og 0,03, p<0,05). Mæling
eggjahvítu bætti engu við forspárgildið.
UMRÆÐA
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna
gildi ýmissa rannsóknaraðferða á pokaþvagi
til greiningar þvagfærasýkinga hjá ungum
börnum (yngri en tveggja ára). Niðurstöður
rannsóknarinnar benda eindregið til þess að
varhugavert sé að treysta smásjárskoðun,
mælingu eggjahvítu og ræktun úr pokaþvagi
nema þegar þær eru neikvæðar. Jafnvel þegar
>100.000 bakteríur ræktast úr einum ml
pokaþvags eru einungis 46% líkur á að um
raunverulega þvagfærasýkingu sé að ræða.
Ræktun ástungu- eða þvagleggsþvags er því
nauðsynleg til að greina þvagfærasýkingu með
vissu.
Ef litið er á hvaða rannsóknaraðferðir á
pokaþvagi eru bestar til að spá fyrir um
raunverulega þvagfærasýkingu, kemur í ljós að
talning baktería og hvítra blóðkorna í smásjá
hefur besta forspárgildið en ræktun bætir þar
litlu við. Einungis neikvæðar niðurstöður
(smásjárskoðun og mæling eggjahvítu) og
fjöldi baktería <50.000 í ml pokaþvags
benda til að viðkomandi sé ólíklega með
þvagfærasýkingu.
Þessi niðurstaða er í stórum dráttum í
samræmi við niðurstöður annarra sem kannað
hafa gildi ýmissa rannsóknaraðferða á þvagi
til að spá fyrir um þvagfærasýkingu (20-24).
Lohr (21) tók saman niðurstöður ýmissa
rannsókna sem könnuðu forspárgildi talningar
hvítra blóðkoma og baktería í smásjárskoðun
(með eða án Grams litunar) svo og esterasa
og nítrít mælinga í þvagi. Forspárgildin
(21,22) vom allsæmileg og reyndist nítrít
prófið best (jákvætt forspárgildi 36-100%,
neikvætt forspárgildi 92-98%). Ræktun er því
nauðsynleg bæði til að staðfesta og útiloka
sýkingu.
Gildi nítrít eða esterasa prófs var ekki kannað
í okkar rannsókn.
Nítrít myndast í þvagi við afoxun baktería
á nítrati. Flestar Gram neikvæðar bakteríur
geta afoxað nítrat en Gram jákvæðar bakteríur
hafa ekki þann hæfileika. Þessi efnaskipti taka
nokkrar klukkustundir og verður þvagið því
að hafa staðið í þvagblöðmnni í nokkurn tíma.
Nítrít próf hjá ungum börnum sem hafa tíð
þvaglát er því oft neikvætt. Einnig er talið að
nítrít geti myndast undir forhúð drengja og
prófið þannig orðið falskt jákvætt (21).