Læknablaðið - 15.02.1994, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 69-71
69
Erla Sveinsdóttir'*, Alma Möller2*, Ólafur Jónsson2>
LÍFEÐLISFRÆÐILEGAR BREYTINGAR í
SJÚKRAFLUGI: YFIRLITSGREIN
INNGANGUR
Strjálbýli og erfiðar samgöngur hér á landi
hafa í för með sér að oft þarf að flytja
sjúklinga langar vegalengdir, þangað sem
betri aðstaða er til rannsókna og meðferðar.
Læknar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins
geta stöðugt átt von á að standa frammi fyrir
ákvörðun um flutning sjúklinga, undirbúning
þeirra og fylgd. Oft eru sjúklingar fluttir með
flugvélum. Við aukna hæð yfir sjávarmáli
koma til ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar
sem nauðsynlegt er að taka tillit til. Tilgangur
þessa yfirlits er að benda læknum á þessi
atriði þannig að öryggi og líðan sjúklinga sé
sem best tryggt.
LÍFEÐLISFRÆÐILEGAR BREYTINGAR
í SJÚKRAFLUGI
Loftþrýsíingur: Við yfirborð sjávar er
loftþrýstingur 760 mm Hg. í 18.000 feta
(5400 m) hæð er loftþrýstingur orðinn
helmingur þess sem hann er við sjávarmál.
Samkvæmt lögmáli Boyle’s er rúmmál
lofttegunda við stöðugt hitastig í öfugu
hlutfalli við þrýsting, þess vegna hafa
lofttegundir tilhneigingu til að þenjast út við
minnkaðan loftþrýsting. Útþensluþáttur lofts
við 8000 fet (2400 m) er 1,4 (1-4).
Þetta er mikilvægt í sambandi við flug
þar sem útþensla lofts hefur áhrif í
öllum holrúmum líkamans, lokuðum sem
hálflokuðum. Þetta eru til dæmis ennis- og
kinnholur, miðeyra, brjósthol, magi og þarmar.
Hjá sjúklingum með loftbrjóst getur ástand
versnað mjög fljótt og dregið til dauða ef
viðeigandi ráðstafanir eru ekki gerðar fyrir
fiugferð. Loft í maga veldur oft óþægindum
í flugi til dæmis ógleði og uppköstum. Hafa
verður í huga að loft í lækningabúnaði
til dæmis belg á barkarennu þenst út og
Frá ''læknadeild Háskóla íslands, læknanemi, 2'svæfinga-
og gjörgæsludeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Erla Sveinsdóttir, læknadeild Háskóla íslands.
dregst saman eftir breytingum á lofthæð,
fylla ætti því belginn með saltvatni. Nota
þarf innrennslisflöskur úr plasti þar sem
loftþrýstingur við yfirborð vökva í glerílátum
getur ýmist hert eða hægt á rennsli vökvans
eftir því hvort flugvél hækkar sig eða lækkar
(1,4-6).
I flugvél sem búin er jafnþrýstibúnaði getur
þrýstingurinn ýmist haldist sambærilegur
við sjávarmál eða sambærilegur við allt
að 8000 fet (2400 m). Algengasta flughæð
þyrlu er 500-2000 fet (160-600 m) en
minni flugvéla, sem algengastar eru til
sjúkraflutninga hérlendis, 8000-10.000 fet
(2400-3000 m). Þær flugvélar hafa hingað
til yfirleitt ekki verið búnar jafnþrýstibúnaði.
Sum flugfélaganna sem annast sjúkraflutninga
hérlendis hafa þó yfir slíkum vélum að ráða
en þær eru að jafnaði ekki notaðar vegna
meiri kostnaðar nema brýna nauðsyn beri
til. Læknar þurfa því að íhuga í hverju
tilviki fyrir sig hvort ástand sjúklings krefjist
sjúkraflutnings í flugvél með jafnþrýstibúnaði
eða ekki.
Súrefni: Við sjávarmál er hlutfall súrefnis
21% af andrúmslofti. Minna súrefni verður
á hverja rúmmálseiningu með aukinni
hæð en hlutfall súrefnis í andrúmsloftinu
heldur sér þó. Samkvæmt lögmáli Dalton’s
um hlutþrýsting, er þrýstingur blandaðrar
lofttegundar jafn samanlögðum hlutþrýstingi
þeirra gastegunda sem mynda lofttegundina
(2,3).
Við það að fljúga upp í 8000 feta (2400 m)
hæð lækkar loftþrýstingur úr 760 mm Hg í
565 mm Hg. Um leið lækkar hlutþrýstingur
súrefnis í lungnablöðrunum (PAO,) úr
100 mm Hg niður í 69 mm Hg og verður
um 55 mm Hg í slagæðablóði, af því að
mismunur hlutþrýstings súrefnis slagæðablóðs
(PAO,) hjá heilbrigðum einstaklingi er
innan við 10-15 mm Hg frá PA02. Þetta
jafngildir því að súrefnismettun í blóði fari