Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 73-79 73 Erla G. Sveinsdóttir1, Alma Möller2, Inga Þráinsdóttir1, Ólafur Jónsson2'3 SJÚKRAFLUTNINGAR MEÐ ÞYRLU LANDHELGISGÆSLUNNAR 1991 ÁGRIP Árið 1986 hófu læknar störf á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og fylgja henni í öll sjúkra-, leitar- og björgunarflug. Hér verður fjallað um útköll þeirra árið 1991 ásamt úttekt á meðferð og afdrifum sjúklinganna sem fluttir voru. Notuð voru gögn stjómstöðvar Landhelgisgæslunnar, sjúkraskrár þyrluvaktar lækna og sjúkraskrár sjúklinganna á þeim sjúkrahúsum sem veittu meðferð. Metið var ástand þeirra sem fluttir voru ásamt gagnsemi þyrlu og læknis. Fluttir vom 72 einstaklingar í 57 flugferðum. Karlmenn voru í meirihluta eða 54 talsins (76%), af þeim voru 36 (56%) á aldrinum 20-40 ára. Flestir fluttra voru slasaðir eða 44. Samkvæmt flokkun reyndust 44 (61%) alvarlega veikir eða slasaðir. Án alvarlegra áverka eða veikindi flokkuðust 18 (25%), langflestir þeirra vom fluttir frá hafi eða óbyggðum. Tíu (14%) voru heilbrigðir en hafði verið bjargað úr sjávarháska. Nokkuð jöfn dreifing var á því hvert sjúklingar voru sóttir; í byggð, óbyggðir eða á haf út. Þyrla var metin nauðsynleg við flutning 32 (45%) sjúklinga og þýðingarmikil við flutning 39 (54%) sjúklinga. Læknir taldist nauðsynlegur við flutning 13 (18%) og þýðingarmikill við flutning 29 (40%) sjúklinga. Miðað við staðhætti, veðurfar og stóran fiskveiðiflota, telja höfundar að þyrla mönnuð lækni til björgunar og sjúkraflutninga sé nauðsynleg. Þessi þjónusta virðist ekki misnotuð ef tekið er tillit til hversu alvarlega veikir og slasaðir þessir sjúklingar voru og við hvaða aðstæður slys eða veikindi þeirra bar að. Læknanemi1, Borgarspitalinn2, læknadeild Háskóla Islands3. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Ólafur Jónsson, svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans, 108 Reykjavík. INNGANGUR Sjúkraflutningar með þyrlum eiga sér ekki langa sögu. Bandaríkjamenn urðu fyrstir til að nota þyrlur til sjúkraflutninga í Kóreustríðinu á sjötta áratugnum. Notkun þeirra hefur síðan farið vaxandi. Á Islandi hófst vísir að slíkri starfsemi árið 1949 þegar Slysavarnafélag Islands (SVFI) fékk lánaða svo kallaða ”helicopter flugvél” sem bar aðeins einn farþega og sjúkrabörur þurfti að hengja utan á hana. Landhelgisgæslan (LHG) hefur lengst af frá árinu 1965 haft yfir að ráða þyrlu til að sinna ýmiss konar þjónustu við landsmenn (1). Frá árinu 1971 hefur Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli starfrækt björgunarsveit sem meðal annars ræður yfir þyrlum. Hefur sveitin tekið mikinn þátt í björgunarstarfi hér við land. Sú breyting varð á starfsemi þyrlusveitar LHG árið 1986, að í áhöfnina bættist læknir sem fylgir henni í öll sjúkra-, leitar- og björgunarflug. Þyrluvakt lækna er starfrækt samkvæmt samningi milli Borgarspítala og LHG frá árinu 1987. Að jafnaði sinna sex sérþjálfaðir læknar, sem hafa reynslu í bráðameðferð, þessari þjónustu hverju sinni. Auk þess fara sérfræðingar frá vökudeild Landspítalans í útköll ef tilefni gefur til, samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um. Markmið þyrluvaktar lækna er að koma læknishjálp á skjótan hátt til slasaðra og bráðveikra og flytja þá undir eftirliti á sjúkrahús (2). Læknamir rita ársskýrlur um störf sín í lok hvers starfsárs þar sem helstu atriði í sambandi við sjúkraflutninga þyrlunnar koma fram. Gerð var könnun á sjúkraflutningum með flugvélum árið 1976 (3) en um aðrar heimildir um sjúkraflug á íslandi er ekki vitað. I efni því sem hér er sett fram eru upplýsingar um sjúkraflutninga með þyrlu Landhelgisgæslunnar árið 1991. Áhersla er lögð á ástand, meðferð og afdrif þeirra sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.