Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1994, Side 33

Læknablaðið - 15.02.1994, Side 33
LÆKNABLAÐJÐ 75 á fullnægjandi eða betri hátt án hennar. Læknir þyrlunnar taldist nauðsynlegur ef hann framkvæmdi lífsbjargandi aðgerðir til dæmis barkaþræðingu eða kom í veg fyrir alvarlegt heilsutjón eða fylgikvilla. Þýðingarmikill taldist hann ef greining hans, eftirlit eða meðferð hindraði að ástand sjúklings versnaði eða kom í veg fyrir fylgikvilla, og gagnlegur ef ætla mátti að nærvera hans hafi engu breytt um afdrif sjúklingsins en eftir sem áður annaðist hann eftirlit, gaf verkjalyf og þess háttar. Hér er að nokkru um huglægt mat að ræða en það var yfirfarið af höfundum þar til samdóma niðurstaða fékkst. NIÐURSTÖÐUR Útköll: Leitað var eftir aðstoð þyrlu LHG 109 sinnum árið 1991 vegna leitar-, björgunar- eða sjúkraflutninga. Er það svipaður fjöldi beiðna og verið hefur undanfarin ár. A mynd 1 sést að hætt var við flug af ýmsum ástæðum í 34 tilvikum. Farin voru 55 sjúkraflug. Leitar- og björgunarflug voru 20 talsins og voru menn fluttir í tveimur þeirra. Því eru 57 flug talin í eftirfarandi yfirliti um útköll og meðferð sjúklinga. Alls voru 72 einstaklingar fluttir. Marktækur munur var ekki á skiptingu útkalla eftir mánuðum eða vikudögum. Einungis 32% útkalla voru á dagvinnutíma (kl. 08-16) (mynd 2). Landfræðileg skipting áfangastaða var nokkuð jöfn. Farið var í byggð í 22 tilvikum, til óbyggða 18 sinnum og á haf út 17 sinnum. I 14 tilfellum var um að ræða flutninga frá spítölum á landsbyggðinni til Reykjavíkur. Meðalviðbragðstími áhafnar var 38 mínútur þegar ekki voru tekin með flug sem seinkað hafði vegna utanaðkomandi ástæðna. Ef sérstaks flýtis var óskað styttist viðbragðstíminn um sex mínútur. Meðalútkallstími var þrjár klukkustundir og þrjár mínútur. Stystur tími var 27 mínútur og lengstur 14 klst og 58 mínútur. Hvorugt þessara útkalla var dæmigert. Aðstœður á vettvangi: Aðstæður til flugs voru góðar í meirihluta flugferða (tafla I). Fjórum sinnum gáfu aðstæður tilefni til sérstakrar flokkunar; IV flokks. I þremur tilfellum var um að ræða aukna áhættu vegna aðstæðna á jökli og á fjalli þar sem þrengsli og takmarkað afl þyrlunnar ollu erfiðleikum en í fjórða tilfellinu var um að ræða mikinn sjógang Tafla II. Orsakir útkallsbeiðna og hjálparbeiðandi. Orsök hjálparbeiðni Fjöldi Beiðni frá: Fjöldi Umferðarslys 13 Lækni 27 Sjóslys 12 Skipsstjóra 14 Önnur slys 14 Lögreglu 7 Veikindi sjófarenda 6 SVFI/björgunarsveitum 3 Onnur veikindi 12 Oðrum 6 Alls 57 57 Fjöldi sjúklinga ™ Aldur sjúklinga í árum □ Karlar 54 □ Konur17 Mynd 3. Skipting fluttra eftir aidri og kyni. og ísingarskilyrði. Flogið var í myrkri í 11 útköllum (19%). Læknir seig í 13 tilfellum niður til sjúklings, 10 sinnum úti á hafi, tvisvar á jökli og einu sinni í fjallshlíð. Meðaltími á vettvangi var 20 mínútur reiknaður út frá 49 útköllum þar sem sá tími var skráður. Stystur tími var ein mínúta. Lengstur tími á vettvangi var 60 mínútur þegar endurlífgun var reynd án árangurs. Hjálparbeiðni barst oftast vegna slysa og kom oftast frá lækni (tafla II). Er þyrlan kom á vettvang var læknir þar fyrir í 31 tilviki, þrisvar voru björgunarsveitir á vettvangi en í öðrum tilvikum voru þar almennir borgarar. Sérhæfð meðferð var hafin hjá 37 sjúklingum er þyrlu bar að og tólf sjúklingar höfðu notið fyrstu hjálpar. Sjúklingar sem ekki höfðu fengið meðferð voru 23, af þeim voru 10 heilbrigðir og þurftu ekki á meðferð að halda, sex sinnum var um að ræða veikindi á hafi úti og í hinum tilvikunum sjö höfðu sjúklingar minniháttar áverka en voru sóttir með þyrlu vegna þess að þeir voru staddir úti á sjó eða í óbyggðum. Vpplýsingar um flutta, ástand þeirra og meðferð: Meirihluti fluttra voru karlar (mynd 3). Flestir þeirra voru á aldrinum 20-40 ára og er munur á aldursdreifingu þeirra marktækur,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.