Læknablaðið - 15.02.1994, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ
. -jj
77
sjúkrahús gengust 25 undir skurðaðgerð.
Aðra meðferð, meðal annars sérhæfða
lyfjameðferð, fengu 14 sjúklingar og einn fékk
endurlífgunarmeðferð. Fjórtán sjúklingar voru
innlagðir til eftirlits. A gjörgæsludeild voru 29
sjúklingar meðhöndlaðir og var meðallegutími
þar 5,5 dagar. Stysta lega var einn dagur og
sú lengsta 23 dagar.
Meðallegutími á spítala var 11,1 dagur.
Skemmst einn dagur en lengsta legan var 61
dagur. í nokkrum tilfellum voru sjúklingar
fluttir á aðrar deildir eða önnur sjúkrahús
til áframhaldandi meðferðar og nokkrir
sjúklinganna þurftu að leggjast aftur inn á
spítala vegna áverka sinna, en þær legur eru
ekki taldar með hér.
Við útskrift af spítala töldust 12 einstaklingar
frískir samkvæmt sjúkraskrám spítalanna.
Frekari meðferð, sem fólst í eftirliti og/eða
endurhæfingu, þurftu 38 sjúklingar og eru þar
taldir með fjórir þeirra sjúklinga sem fengu
meðferð á slysadeild en lögðust ekki inn á
spítala. Fjórir sjúklingar létust á sjúkrahúsi.
Gagnsemi þyrlu og lœknis: Við mat á
gagnsemi þyrlu og læknis varð niðurstaðan sú
að þyrla var talin nauðsynleg í 32 tilvikum,
þýðingarmikil í 39 tilvikum og óþörf einu
sinni. Læknir var talinn nauðsynlegur í
13 tilvikum, þýðingarmikill 29 sinnum og
gagnlegur í 30 tilvikum.
Talið var að um ótvíræða björgun á
mannslífum hafi verið að ræða hjá 14% fluttra
eða 10 einstaklingum. Atta þeirra var bjargað
úr sjávarháska og tvisvar var um slys að
ræða. I nokkrum tilvikum að auki var um
hugsanlega björgun á mannslífum að ræða.
UMRÆÐA
Þjónusta þyrlusveitar LHG virðist orðin föst í
sessi svo sem sjá má á jöfnum fjölda útkalla
þau ár sem þyrluvakt lækna hefur starfað.
Ljóst er af fremur jafnri dreifingu útkalla
að þjónustunnar er þörf allan sólarhringinn,
allan ársins hring. Um dýra þjónustu er að
ræða, en áætlað er að hver flugtími á TF-
SIF kosti 90.000 krónur (á verðlagi ársins
1992). Auk þess að sinna útköllum, veita
læknar þyrlusveitarinnar aðstoð símleiðis
við minniháttar veikindi eða áverka, sé eftir
því leitað. Einnig á meðan hjálp er að berast
eða þegar veður hamlar flugi. Veitir þetta
sjómönnum og öðrum þeim, sem fjarri eru
læknishjálp, öryggi.
Landfræðilega skiptust útköll jafnt og getur
heildarútkallstími, um þrjár klukkukkundir,
ekki talist langur miðað við vegalengdir og
aðrar aðstæður. Meðaltími á vettvangi, 20
mínútur, er sambærilegur og hiá þyrlusveitum
erlendis (8,9).
Viðbragðstími áhafnar er vel viðunandi, um
30-40 mínútur að jafnaði. LHG áætlar að
klukkustund þurfi frá því beiðni berst þar
til haldið er af stað. Ef til vill væri rétt að
miða við styttri viðbragðstíma svo áætlaður
viðbragðstími þurfi ekki að aftra mönnum
frá að biðja um aðstoð. Rannsóknir hafa
ótvírætt sýnt fram á gildi þess að hafa lækni í
þyrluáhöfn (8,10-13), en til þess að starfið sé
markvisst og öryggis sjúklings sem best gætt
er nauðsynlegt að læknirinn sé vel þjálfaður til
þessa starfs (14). Mikilvægi góðrar þekkingar
og þjálfunar flug- og stýrimanna auk læknis
er augljóst því þótt um 80% sjúkraflugs hafi
verið við góðar aðstæður voru 20% flugs við
verri aðstæður. Því er Ijóst að sjúkraflugi með
þyrlu fylgir alltaf viss áhætta fyrir áhöfnina
þótt rík áhersla sé lögð á að öryggi áhafnar
sitji í fyrirrúmi.
Læknar báðu oftast um aðstoð
þyrlusveitarinnar eða í nær helmingi tilvika.
Æskilegt er að beiðni um svo dýra og oft
áhættusama þjónustu berist frá faglegum
eða opinberum aðilum. Mikilvægt er þó
að almennir borgarar geti óskað aðstoðar
milliliðalaust þar sem þeir eru oft staddir fjarri
læknisþjónustu, í óbyggðum eða á hafi úti.
Flestar beiðnir voru vegna slysa eins og verið
hefur undanfarin ár eða nær 70% en einungis
21% vegna veikinda á landi og er hugsanlegt
að flutningur með þyrlu ætti þar oftar við, en
slíkt þyrfti að rannsaka nánar. Sérstaklega er
þetta umhugsunarvert hvað varðar flutning
hjartasjúklinga en einungis þrír voru fluttir
með þyrlunni árið 1991.
Læknir var hjá sjúklingi í yfir 50% tilvika
þannig að oft var meðferð hafin áður en
þyrlulæknir kom. Einungis í átta tilfellum á
landi var læknir ekki kominn á vettvang og
voru öll þau tilvik í óbyggðum.
Ungir karlmenn virðast helst þurfa á þjónustu
þyrlusveitarinnar að halda þar sem tæplega