Læknablaðið - 15.02.1994, Side 42
82
LÆKNABLAÐIÐ
líka verið mjög góð og á fimm árum hefur
þeim tekist að minnka verulega meðaltals
blóðnotkun fyrir hvern einstakan sjúkling.
Auk stóraðgerða skurðlækna af ýmsu tagi má
hafa í huga nauðsyn blóðgjafa í sambandi við
meiriháttar innri blæðingar og stórslys. Á sviði
lyflækninga má minna á þörfina fyrir blóð og
þá sérstaklega blóðflögur, þegar sjúklingur
líður tímabundinn blóðflöguskort vegna áhrifa
lyfja á mergstarfsemina, þegar lyfjameðferðin
beinist gegn krabbameini eins og til dæmis
hvítblæði.
Af ofangreindum dæmum iná ljóst vera að
framlag blóðgjafanna er ómissandi fyrir
meiriháttar lækningar á hátæknisjúkrahúsi
okkar tíma.
Alls vinna 45-50 starfsmenn í Blóðbankanum
að jafnaði og dreifast þeir á deildir hans (tafla
I). Á árinu 1993 voru stöðuheimildir 38,2.
Húsnœði Blóðbankans: Blóðbankastarfsemin
hefur búið við húsnæðiskreppu um árabil.
Frá 1982 hafa árlega verið gerðar tillögur
um að auka húsnæði. Aðstaða til að taka á
móti blóðgjöfum og hlynna að þeim verður
sífellt erfiðari, sérstaklega vegna aukinnar
blóðsöfnunar í bankanum sjálfum. Hún er
nauðsynleg vegna aukinnar blóðhlutavinnslu
sem eykur nýtingu blóðsins. Meiri og betri
blóðhlutavinnslu er ekki mögulegt að koma
fyrir við núverandi þrengsli.
Tafla I. Skipting starfsmanna Blóðbankans eftir deildum
og störfum.
Deild/starf Fjöldi starfsmanna
Læknar ................................ 2
Skrifstofudeiíd ...................... 10
Blóðtökudeild ........................ 10
Blóðónæmisdeild....................... 15
Erfðafræðideild ....................... 5
Aðstoðarmenn .......................... 5_____________
Heildarfjöldi 47
Starfsaðstaða á öllum deildum er bágborin
og hvfldar- og fundaraðstaða starfsfólks
ófullnægjandi. Nýjum starfsmönnum og
starfsþáttum er örðugt eða ómögulegt að
koma fyrir við núverandi þrengsli. Til að
ráða bót á húsnæðisvandanum er þess vænst
að hafist verði handa við byggingu hæðar
ofan á Blóðbankahúsið á fjárhagsárinu
1994 samanber samþykkta teikningu
húsameistaraembættisins frá 1988 og fyrri
samþykktir stjómarnefndar Ríkisspítalanna í
húsnæðismálum Blóðbankans.
Blóðsöfnun: Blóðbankinn er vel í sveit settur,
þar sem í Reykjavík eru þrjú stærstu sjúkrahús
landsins og á Stór-Reykjavíkursvæðinu er
líka meirihluti íbúa landsins og skilyrði
til blóðsöfnunar hagstæð. Blóði er safnað
í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
í samvinnu við Rauða kross Islands.
Blóðsöfnunarbfll Rauða krossins er notaður
Blóðsöfnun 1953-1992
Mynd 1, Blóðsöfhun 1953-1992.