Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 44
84 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 2. Nýr búnaður til að skima blóð fyrir veirusmitun var tekinn í notkun í Blóðbankanum árið 1992. Blóðgjafafélag íslands hefur frá stofnun 1981 verið félagsvettvangur allra sem láta sig varða blóðgjafir og blóðbankastarfsemi. Það hefur verið Blóðbankanum mikilvægt að eiga félagið að bakhjarli í kynningu og fræðslustarfi (tafla II). Félagið hefur oft stutt starfsemi Blóðbankans með styrkjum til tækjakaupa og námsferða starfsmanna hans. Rauði Kross Islands hefur frá upphafi stutt félagið með ráðum og dáðum. SKIPULAG BLÓÐBANKANS Skrifstofudeild: Skrifstofudeild skiptist í tvær undirdeildir: a) Skrifstofustjóra með starfsmanna- og reikningshaldi og skjalavörslu. b) Móttöku, þar sem haldin er tölvutæk blóðgjafaskrá, ásamt skrám um rannsóknarniðurstöður og skuldfærslu verka fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Innköllun blóðgjafa fer að verulegu leyti fram í móttökusal. Blóðónœmisrannsóknardeild: Blóðflokka- og mótefna rannsóknir. Þar fer fram blóðflokkun blóðgjafa og sjúklinga sem óskað er eftir blóði eða blóðhlutum fyrir. Þar eru gerð mótefnaskimpróf og mótefnagreining, greining undirflokka og samræmingarpróf milli blóðs blóðþega og blóðgjafa. Rhesusvarnir. Meðal þess sem vakti hvað mest athygli á þjónustu Blóðbankans í upphafi, voru blóðskipti í nýfæddum börnum, sem voru í hættu vegna gulu sem stafaði af blóðflokkaósamræmi í rhesus blóðflokki foreldra. Fyrsti yfirlæknir Blóðbankans, Elías Eyvindsson svæfingalæknir, framkvæmdi þessar aðgerðir með aðstoð Höllu Snæbjörnsdóttur hjúkrunarfræðings, sem hafði sérhæft sig í blóðbankastörfum í Bandaríkjunum. Arið 1970 var stofnað til sérstakrar rhesusvamaeiningar í Blóðbankanum í samvinnu við kvennadeild Landspítalans. Þessi starfsemi hefur frá upphafi náð til alls landsins og í 25 ár hefur tekist að koma í veg fyrir langflest alvarleg tilfelli af nýburagulu sem á rót að rekja til ósamræmis í rhesus blóðflokkum foreldra. Rhesusvarnarstarfið er einn af merkari þáttum í mæðra- og ungbamavemd í nútíma læknisfræði og það hefur tekist mjög vel hér á landi. Smitvamir. Upphaf smitvama gegn veirusýkingum hófst árið 1971 með skimun á öllum blóðeiningum vegna lifrarbólguveim B (HVB). Hún var framkvæmd á rannsóknarstofu Landakotsspítala í tvö ár en frá 1973 og síðan í Blóðbankanum. Síðustu tvo áratugina hefur þurft hvað eftir annað að bæta rannsóknartækni við smitvarnir. A áttunda áratugnum stafaði hættu af lifrarbólguveiru B (HVB) og voru þróuð góð skimpróf til að bera kennsl á

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (15.02.1994)
https://timarit.is/issue/364638

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (15.02.1994)

Iliuutsit: