Læknablaðið - 15.02.1994, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ
87
Erfðafræðideild Blóðbankans hefur í samvinnu
við deildir sjúkrahúsa og einstaka lækna
hérlendis og erlendis unnið að mörgum
verkefnum, þar sem DNA greiningartækni
er nauðsynleg til að varpa skýrara ljósi á
sjúkdómsorsakir.
Prófessorsstaða: Læknadeild Háskóla
íslands veitti forstöðumanni Blóðbankans
prófessorsstöðu 1990 og á því ári hófst hann
og samkennari hans dr. Stefán Karlsson,
yfirlæknir í Bandaríkjunum, handa um kennslu
fyrir læknanema í læknisfræðilegri erfðafræði.
Þetta kennslustarf hefur notið stuðnings
Ríkisspítalanna.
ALJÓÐLEG SAMVINNA
Blóðbankastarfsemi: A sviði
blóðbankastarfsemi hafa alltaf verið
mikil alþjóðleg samskipti og samvinna.
Alþjóðasamtök Rauða krossins láta mikið
til sín taka við kynningu, skipulagningu
og framkvæmd blóðsöfnunarstarfs og
blóðbankarekstrar. Blóðbankinn hér nýtur
góðs af því starfi, svo og stuðningsfélag
blóðbankastarfseminnar Blóðgjafafélag
Islands, sem stofnað var 16. júlí 1981.
Forstöðumaður Blóðbankans er fulltrúi
heilbrigðisstjórnar í norrænu samstarfi
blóðbankastjóra, sem heldur reglulega þing
um starfsemina á einhverju Norðurlandanna
á tveggja ára fresti. Hann er einnig fulltrúi
í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um
blóðbanka- og blóðónæmisfræði. Sú nefnd
heldur árlega fundi í einhverju meðlimaríki
Evrópuráðsins og var fundur hennar á Islandi
1975. Evrópuráðið skipuleggur námskeið
í ýmsum greinum blóðbankalæknisfræði
og stuðlar að samfelldu gæðaeftirliti í
blóðbankarekstri meðlimaríkjanna, með
aðstoð sérstakra vinnuhópa sérfræðinga.
Evrópuráðið stendur einnig fyrir samanburði,
gæðaeftirliti og dreifingu greiningarefna við
vefjaflokkarannsóknir. I Amsterdam í Hollandi
er Blóðbanki Evrópuráðsríkja fyrir sjaldgæfa
blóðflokka. Þar eru dýrmætar blóðeiningar
geymdar djúpfrystar oft um áraraðir, þar
til viðkomandi einstaklingur þarf á henni
að halda. Mikið óformlegt samstarf er milli
starfsbræðra og -systra á fagsviðinu.
Blóðbankasamband Bandaríkjanna (American
Association of Blood Banks - AABB) eru
voldugustu samtök á sínu sviði í heimi. Það
dreifir í sífellu miklum upplýsingum til allra
félagsmanna sinna og telja flestir, sem starfa
við blóðbanka utan Bandaríkjanna, mikinn
ávinning í að vera í þessu blóðbankasambandi.
Vísindarannsóknir: Stofnað hefur verið til
margs konar samvinnu um vísindarannsóknir
milli Blóðbankans, sjúkradeilda Landspítalans
og rannsóknarstofnana í Evrópu, Ameríku og
jafnvel Asíu.
Danmörk: Rannsóknarsamvinna við
Blóðbankann í Arósum nær yfir meira
en tvo áratugi. Samvinna var við hann
um vefjaflokkarannsóknir 1970-1971 í
tíð Guðmundar Þórðarsonar, sem þá var
yfirlæknir Blóðbankans. Framhald var á
slíkum rannsóknum þegar Blóðbankinn
var miðstöð fyrir skipulag og framkvæmd
systkinabarnarannsókna 1972-1975 sem
Erfðafræðinefnd Háskóla íslands átti aðild
að og margir erlendir samvinnuaðilar.
Rannsóknir á dreyrasýki í íslenskum ættum
1977-1992 voru einnig gerðar í samvinnu við
Blóðbankann í Arósum.
Svíþjóð: Oslitin samvinna hefur verið við
vísindamenn í Malmö og síðar í Lundi frá því
í ársbyrjun 1983 um rannsóknir á arfgengum
heilablæðingum vegna cystatín C mýlildis.
Þetta er umfangsmesta rannsóknarverkefni
erfðafræðideildar Blóðbankans frá 1978 og
hefur lengst af verið unnið í náinni samvinnu
við taugalækningadeild Landspítalans og
Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg.
Holland: Haustið 1989 var stofnað til
samstarfs milli erfðafræðideildar Blóðbankans,
blóðskilunardeildar lyfjadeildar Landspítalans
og lyfjadeildar Borgarspítalans um
sameindaerfðafræðilega rannsókn á arfgengu
blöðrunýra. Sótt var um styrk til vísindaráðs
1990 fyrir verkefnið, sem fékkst.
Samband og samvinna náðist við
rannsóknarhóp Efnahagsbandalagslanda sem
kallast Samstillt átak (Concerted Action) í
Leiden í Hollandi. Hann samræmir og eflir
starfsemi margra hópa vísindamanna EB-landa
við alhliða rannsókn á arfgengu blöðrunýra
með sérstakri áherslu á erfðaefnisgreiningu.
Mikilvægir áfangar hafa náðst í þessari
rannsóknarsamvinnu, er þetta er ritað
síðla árs 1993, eftir fjögurra ára samfellt
rannóknarstarf, sem gerð hefur verið grein
fyrir í fagtímaritum.