Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 50
90 LÆKNABLAÐIÐ Helstu ráðstefnur og sérfræðingafundir sem haldnir hafa verið á vegum Blóðbankans eru: 1. Sérfræðingafundur Evróðuráðs um blóðbankastarfsemi, haldinn í Reykjavík 1975. 2. Blóðbankafundur Norðurlanda 1981. 3. Alþjóðlegur fundur um mýlildi (amyloidosis) í miðtaugakerfi. A Landspítalanum 2.-3. september 1985 í samvinnu við taugalækningadeild Landspítalans. 4. Smáþing (symposium) um komplementþætti, haldið í tilefni af komu prófessors Rodney R. Porter, nóbelsverðlaunahafa í læknisfræði, á Landspítalanum í júlí 1985. 5. Smáþing íjúlí 1987 um cystatin C í mönnum og sjúkdóma og mælingar með ónæmisefnatækni, haldið á Landspítalanum, í tilefni af heimsókn prófessors Anders Grubb við Lundarháskóla. 6. Smáþing um arfgenga miðlínugalla og erfðir nokkurra kynbundinna sjúkdóma haldið á Landspítalanum 22. ágúst 1986 í tilefni af heimsókn dr. Gudrun Moore og dr. Alasdair Ivens frá St. Mary’s Hospital í London. 7. V. Norræna þingið um læknisfræðilega erfðafræði, haldið að Laugarvatni 27.-28. ágúst 1988. 8. Blóðbankafundur Norðurlanda í Reykjavík 3.-5. júní 1993, haldinn á Landspítalanum. ANDI UPPHAFSMANNA Enginn vafi er á að bygging Blóðbankans var á sínum tíma mikið framfaraspor í íslenskri læknisfræði. Prófessor Niels Dungal, sem var helsti hvatamaður að stofnun Blóðbankans, bar fyrir brjósti ríkan skilning og glóandi áhuga á blóðbankaþjónustu og vísindalegum rannsóknum í læknisfræði. I kjallara Blóðbankans voru um árabil alin tilraunadýr vegna krabbameinsrannsókna Dungals. Þar var einnig kennsla læknanema í vefjafræði. Þegar litið er um öxl má ef til vill segja að byggt hafi verið á þeim grunni og unnið í þeim anda, með rannsóknarstarfinu í kjallara bankans síðustu 20 árin. Hvernig til hefur tekist verður hver og einn að dæma, sem les þetta yfirlit og vill kynna sér rannsóknarstarfsemi á Landspítalanum. Auðvitað væri freistandi að segja ýmsan bitran sannleika um óviðunandi skilyrði og annmarka rannsóknarstarfseminnar og þjónustunnar í Blóðbankanum. Lesandi verður að virða höfundi það til vorkunnar þótt sleppt sé að telja fram það sem er í bankahólfunum af óánægju og vonbrigðum á þessu fagnaðarári Blóðbankans. Við starfsmenn leyfum okkur þann munað nú, að minnast þess helst úr okkar starfi, sem hagstætt hefur reynst og farsælt fyrir þjónustuna í þágu sjúklinganna og aukið við þekkingu í læknisfræði. ÞAKKIR A þessum tímamótum í sögu Blóðbankans er rík ástæða til að þakka mörgum ágætan stuðning og mikið samstarf á liðnum árum: Blóðgjöfum, samstarfsfólki í Blóðbankanum og á Ríkisspítölum og öðrum sjúkrahúsum, Rauða krossi íslands, Blóðgjafafélagi íslands, Heilavernd og mörgum öðrum félögum, fyrirtækjum og einstaklingum, sem hafa gert skyldustörfin léttari og árangursríkari.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.