Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 91-98 91 Katrín Ruth Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Jón Ingi Jósafatsson BEINÞÉTTNIMÆLINGAR í FRAMHANDLEGG ÍSLENSKRA KVENNA ÁGRIP Tilgangur: Það hefur reynst mjög erfitt að segja fyrir um hvaða konum sé hættast við að hljóta beinbrot vegna þunnra beina síðar á ævinni. Til að komast nær þessu hefur verið þróuð tækni á síðustu árum til mælinga á kalkinnihaldi beina. Sumarið 1992 voru frantkvæmdar beinþéttnimælingar á 347 íslenskum konum í framhandlegg. Markmið þessarar rannsóknar var að finna viðmiðunargildi fyrir íslenskar konur og kanna aldursbundnar breytingar á beinþéttni. Efniviður: Mæld var beinþéttni í framhandlegg 347 íslenskra kvenna á aldrinum 20-84 ára (meðalaldur 54,2 ár, staðalfrávik 13,4 ár). Við mælingu á beinþéttni var notuð single-photon absorptiometry (SPA) og steinefnainnihald mælt fremst í sveif (radius) og öln (ulna). Niðurstöður: Hámarksbeinþéttni í framhandlegg virðist náð við tvítugt. Beinþéttni helst síðan stöðug fram undir 53 ára aldur. Þá verður veldisleg lækkun á beinþéttni næstu fimm til 10 árin en hægir síðan á sér og verður línuleg um 1% á ári. Sjötug kona hefur tapað að meðaltali 25- 30% af hámarksbeinmassa (peak bone mass) framhandleggs. Alyktun: Niðurstöðurnar undirstrika hratt fall í beinþéttni fyrsta áratug eftir tíðahvörf en erlendar rannsóknir hafa sýnt að koma má í veg fyrir það með oestrogenmeðferð. Beinþéttnimælingar um tíðahvörf kunna því að vera mikilvægar til að finna þær konur sem hafa lága beinþéttni og því líklegri til að þurfa oestrogenmeðferð en aðrar konur, eða fá ráð um aðra meðferð. Rannsóknin bendir þó einnig til mikilvægis Frá lyflækningadeild Borgarspítalans, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnar Sigurðsson, lyflækningadeild Borgarspítalans, 108 Reykjavik. línulegs beintaps kvenna eftir 65 ára aldur en sumar erlendar rannsóknir (þó ekki allar) benda til að draga megi úr því með bættum kalkbúskap og meiri líkamsáreynslu. INNGANGUR Með hækkuðunt meðalaldri aukast mjög vandamál aldurstengdra sjúkdóma. Beinþynning (osteoporosis) er aldurstengdur sjúkdómur sem hefur áhrif á líf fjölda einstaklinga og því til mikils að vinna ef unnt er að koma í veg fyrir eða teija hana. Beinþynning er ástand sem einkennist af minnkuðum beinmassa og breytingum á innri gerð beinsins (1). Þessi minnkun á beinmassa veldur því að burðarþol beina minnkar og líkurnar á beinbrotum aukast. Beinþynning stuðlar að vissum tegundum beinbrota, einkanlega framhandleggsbrotum, samfalli á hryggjarliðum og brotum á lærleggshálsi (2). Algengi brota vegna beinþynningar er mjög hátt og er talið að við 85 ára aldur hafi 35-40% kvenna hlotið að minnsta kosti eitt brot tengt beinþynningu (1-3). Ein rannsókn benti til að 7% mismunur á beinþéttni gæti valdið allt að 50% hærri brotatíðni (4). Á þriðja hundrað einstaklingar hljóta brot á framhandlegg (distal radius) árlega á Reykjavíkursvæðinu, 74% þeirra eru konur (5). Á annað hundrað mjaðmabrota verða á Reykjavíkursvæðinu á ári (6) en erfiðara er að segja til um fjölda samfalla á hryggjarliðum, þar sem einungis hluti þeirra er greindur. Umdeilt hefur verið hvenær beinþéttni nær hámarki (peak bone mass), sumar rannsóknir hafa bent til að það verði strax um tvítugt (7,8), en aðrar rannsóknir síðar (9,10). Hversu sterk beinin verða á þeim aldri er háð kyni (karlar hafa 25% meiri beinmassa en konur (1)), erfðum, líkamsáreynslu, lífsstfl og næringarþáttum (4,11). Það hefur reynst mjög erfitt að segja fyrir um hvaða konum sé hættast við að hljóta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.