Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 111 algengari í eldra fólki og er frekar tengd langt gengnum kransæðasjúkdómi. Þar sem vægi reykinga var miklu meira í blóðþurrðarhelti má ekki útiloka þann möguleika að slagæðar ganglima séu á einhvem hátt viðkvæmari fyrir reykingum en til dæmis kransæðarnar. Skýra rná þennan mun með mismunandi æðabyggingu og blóðaflflæði á þessum stöðum. Æðakölkun verður einkum á stöðum þar sem æðamar greinast og sveigjast. Þar dregur úr rennslishraða sem leiðir til uppsöfnunar í jaðri blóðstraumsins á ýmsum efnum, svo sem lípíðum, blóðflögum og hvíturn blóðkornum, sem komast þannig í nánari snertingu við æðaþelið og valda á því skemmdum. Reykingar valda aftur á móti aukningu í frumurúmmáli (packed cell volume), fíbrínógeni og blóðseigju og hugsanlega gætu þessir tveir þættir saman verið meira ráðandi í slagæðum ganglinra en í kransæðunum (9). Lækkunina á tíðni blóðþurrðarhelti á rannsóknartímabilinu 1968-1986 má að stórum hluta rekja til breytinga sem urðu samtímis á áhættuþáttunum. Þetta eru sams konar niðurstöður og fengust um kransæðasjúkdóma yfir sama tímabil á íslandi (16). Samkvæmt hóprannsókn Hjartaverndar minnkuðu reykingar meðal karla um 32% á tímabilinu og meðalgildi kólesteróls um nær 10%. Saman ættu þessar breytingar á áhættuþáttum að valda 39% lækkun á algengi blóðþurrðarhelti sem varð alls 54% samkvæmt þessari rannsókn. Breytingar á reykingum skýra 22% af lækkuðu nýgengi og lækkað meðalgildi kólesteróls ætti að hafa valdið 8% lækkun á nýgengi. Nýgengið lækkaði hins vegar um 66% á þessu tímabili og því skýra þessir tveir þættir aðeins um 28% eða um helming af heildarlækkun nýgengis. Því verður að telja líklegt að breytingar hafi orðið til batnaðar á öðrum áhættuþáttum æðakölkunar, svo sem blóðþrýstingi, enda þótt þeir hafi ekki náð marktækni. Fáar sambærilegar erlendar rannsóknir eru til yfir jafnlangt tímabil til að meta breytingar á tíðni sjúkdómsins, sem eru mjög sláandi í rannsókn Hjartaverndar í öllum aldurshópum. Lækkunin á blóðþurrðarhelti var meiri en á kransæðasjúkdómum á Islandi á sama tíma og hófst auk þess fyrr (6,16). Algengi blóðþurrðarhelti var töluvert lægra hérlendis en í þeim rannsóknum sem borið var saman við en slíkur samanburður er þó erfiður vegna mismunandi aðferða og þýðis. I Edinborgar-rannsókninni, sem gerð var á 1592 körlum og konum 55-74 ára frá 1987-1988, var algengið 4,6% (15). Algengi meðal karla í sömu aldurshópum í fimmta áfanga Hjartaverndarrannsóknarinnar, sem framkvæmdur var 1983-1987, var hins vegar 2%. I danskri rannsókn þar sem skoðaðir voru 360 sextugir karlar var algengið 5,8% árið 1974 (14) en 2,4% reiknað út frá hóprannsókn Hjartaverndar. I bandarískri rannsókn var algengi 14,4% með 1083 karla, meðalaldur 78 ár, en sú rannsókn var gerð 1979-1980 (17). Sambærileg tala úr Hjartaverndarrannsókninni var 4,1%. í þriðja áfanga Hjartaverndarrannsóknarinnar 1974-1976 var algengi 0,3% í aldurshópi 49 ára karla og 1,3% í aldurshópi 50-59 ára karla. í finnskri rannsókn 1973-1976 á 5.700 körlum á aldrinum 30-59 ára var algengi 1,9% í hópi 40-49 ára og 4,6% í hópi 50-59 ára (18). I danskri rannsókn sem gerð var á 311 sjötugum körlum árið 1967 var algengið 9%. Tíu árum síðar var það svo 7% í sama hópi (19). Algengi í Hjartaverndarrannsókninni var 7% meðal sjötugra karla árið 1967 og árið 1977 var það 4,2% meðal áttræðra karla. I þessum rannsóknum var stuðst við spurningalista Rose (5,20) eða sambærilegan spurningalista við skilgreininguna á blóðþurrðarhelti í hóprannsókn Hjartaverndar. Af þeim sem létust í rannsókn Hjartaverndar dóu 54% úr kransæðasjúkdómi en 11,5% úr heilablóðfalli. I öðrum rannsóknum dóu aftur á móti 35-70% úr kransæðasjúkdómi og 7- 17% úr heilablóðfalli (8). Áætlað hefur verið að 1-10% sjúklinga með blóðþurrðarhelti fari í aðgerð til að bæta blóðflæði og gera þurfi meiriháttar aflimanir í 1-5% tilfella (21). I þessari rannsókn Hjartaverndar fóru 26% í aðgerð og um 5% gengust undir stærri aflinranir þar sem tekinn var hluti af fæti eða rneira. Margir þættir hafa áhrif á þessar tölur svo sem gæði læknisþjónustunnar í mismunandi löndum. Meðferð á blóðþurrðarhelti kann að hafa einhver áhrif til lækkunar bæði á algengi og nýgengi en þau verður að telja hverfandi. Um er að ræða langvarandi sjúkdónr þar sem sjúklingarnir fá iðulega einkenni að nýju fáurn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.