Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 101 apóteki og sjúkraskrám. í töflu I kemur fram að lítill munur er á niðurstöðum apóteks og sjúkraskráa innbyrðis og breyting milli ára er óveruleg. í töflu II má sjá að ósamræmi á milli upplýsinga apóteks og sjúkraskráa árið 1986 (samanber mynd 1) er einkum vegna mismunandi magns af tríasólam. A rannsóknartímabilinu fer notkun flúnítrazepams vaxandi en tríasólams minnkandi. EFNISSKIL Styrkur þessarar athugunar felst einkum í því að rannsakað var sama afmarkaða svæðið samfellt í mörg ár. Hér er því líklega um raunverulega ársnotkun lyfja að ræða hverju sinni, en ekki áætlaða eins og raunin var í fyrri könnunum um sama efni (1,7,8). Kostir þeirra síðarnefndu eru þó einkum þeir að hægt er að athuga fleiri ávísanir hverju sinni. í þessari rannsókn er ekki lagt mat á það hvort upplýsingarnar frá apótekinu eru réttari en tölurnar úr sjúkraskránum eða öfugt. Það vekur athygli hversu lítill munur er á upplýsingum frá þessum tveimur stöðum frá ári til árs. Þetta bendir til þess að upplýsingarnar séu sambærilegar og styrkir áreiðanleika þeirra. Skráning tegunda og magns ávísaðra lyfja í dagála bendir til þess að viðunandi gæði séu á þessum þætti heilsugæslunnar í Egilsstaðalæknishéraði. Niðurstöðurnar sýna að sölutölur frá apóteki eru heldur hærri en úr dagálum. Skýringarnar geta verið margvíslegar. Má þar helst nefna að apótekið afgreiðir lyf til allra sem þangað leita. Fyrri athuganir sýna að um 15-20% allra samskipta við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum eru við utanhéraðsbúa og áætlað er að um 80.000 manns háfi farið um og dvalið í héraðinu í lengri eða skemmri tíma árið 1987(9). Það er því ekki óeðlilegt að ætla að einhver hluti af seldu magni róandi lyfja og svefnlyfja fari til þessa hóps. Þeir sem gjörla þekkja til staðhátta á svæðinu telja að fólk leysi að jafnaði út lyfseðla sína á staðnum. Athuganir á magntölum frá lyíjabúðum styðjast að jafnaði við fjölda íbúa á því svæði sem athugað er hverju sinni. Þar er því ekki tekið tillit til notkunar fólks sem búsett er utan svæðisins. í þessari rannsókn var því ekki talið rétt að leiðrétta hugsanlegan mismun vegna utanhéraðsbúa, heldur sýna samanburðinn eins og hann raunverulega er. Árið 1986 var sett reglugerð sem takmarkaði hámarksmagn ávísana á tríasólam. Þetta er talið geta skýrt minni notkun eftir 1986, en ekki þann mikla mun sem fram kemur á upplýsingum apóteks og sjúkraskráa á þessu tímabili. Sambærileg lækkun varð á notkun tríasólam á landsvísu (4). Eins og tekið var fram í upphafi er mikill munur á niðurstöðum einstakra Tafla I. Samcmburður á sölutölum einstakra róandi lyfjategunda úr apóteki (A) og gögnum úr sjúkraskrá (S) í Egilsstaðalœknishéraði 1986-1989 mœlt í DDD/1000 íbúa/dag. Róandi lyf N 05 B A 1986 1987 1988 1989 A S A s A S A S 01 Díazepam 11,1 9,1 9,7 8,0 10,2 7,9 7,2 6,9 02 Klórdíazepoxíð 1,2 1,4 0,8 0,9 0,6 0,7 1,3 1,1 04 Oxazepam 4,1 3,2 4,0 3,3 3,9 3,4 4,2 3,9 08 Brómazepam 0 <0,0 0 0,1 0 0,1 0,1 0,0 12 Alprazólam 0 <0,0 0 0,1 0 0,3 1,0 0,6 Tafla II. Samanburður á sölutölum einstakra svefnlyfjategunda úr apóteki (A) og gögnum úr sjúkraskrá (S) í Egilsstaðala-knishéraði 1986-1989 mcelt í DDD/10Ó0 íbúa/dag. Svefnlyf N 05 C D 1986 1987 1988 1989 A S A s A s A s 01 Flúrazepam 1,8 1,4 1,7 1,3 1,4 1,2 1,4 1,2 02 Nítrazepam 2,3 1,6 1,2 1,3 1,3 0,9 1,7 1,3 03 Flúnítrazepam 2,2 1,0 4,1 3,2 6,5 5,2 8,2 6,0 05 Tríasólam 21,0 15,3 13,0 13,9 9,2 9,3 7,9 7,4 Önnur 0 0 0 0 0 0 0 0,1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.