Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 105-113 105 Ingimar Örn Ingólfsson1, Gunnar Sigurðsson1'2, Helgi Sigvaldason13, Guðmundur Þorgeirsson3, Nikulás Sigfússon3 ALGENGI OG NÝGENGI BLÓÐÞURRÐARHELTI MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA 1968-1986: Sterk tengsl við reykingar og kólesteról í blóði ÁGRIP I hóprannsókn Hjartaverndar mætti 9141 karl á aldrinum 34-80 ára einu sinni eða oftar 1968-1986. Gögn sem þar hefur verið aflað um blóðþurrðarhelti gefa gott tækifæri til að kanna algengi og nýgengi sjúkdómsins og tengsl við áhættuþætti. Lækkun algengis frá 1968-1986 var 55%. Meðal sjötugra karlmanna lækkaði algengið úr 6,7% í 3,1% og meðal sextugra karla úr 3,2% í 1,4%. Algengið óx mjög hratt frá fimmtugsaldri fram undir sjötugt en þá dró úr aukningunni. Nýgengið lækkaði enn meira á tímabilinu (66%). Af samtímaþáttum var marktæk fylgni við aldur, ártal, reykingar, kólesteról, slagbilsþrýsting og hlébilsþrýsting. En aðeins aldur, reykingar og kólesteról höfðu marktækt forspárgildi um blóðþurrðarhelti á rannsóknartímabilinu. Áhættan á blóðþurrðarhelti var átt- til tíföld meðal þeirra sem reyktu 15 sígarettur eða meira á dag. Aldur, reykingar, slagbilsþrýstingur og kólesteról í blóði höfðu sterkari fylgni við blóðþurrðarhelti en kransæðasjúkdóma. Hlutfallslega fleiri voru með blóðþurrðarhelti eftir því sem kransæðasjúkdómurinn varð verri. Blóðþurrðarhelti hafði marktækt forspárgildi um heildardánartíðni og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls eftir að búið var að leiðrétta fyrir mörgum þekktum áhættuþáttum. Minnkandi reykingar og lækkandi meðalgildi kólesteróls í blóði skýra mestan hluta þeirrar lækkunar sem varð á algengi og um helminginn af lækkuðu nýgengi. Frá læknadeild Háskóla islands1. lyflækningadeild Borgarspítalans2, Rannsóknarstöö Hjartaverndar3, Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnar Sigurðsson, lyflækningadeild Borgarspítalans, 108 Reykjavík. Þessi rannsókn undirstrikar áhrif reykinga í þróun æðakölkunar í ganglimum og jafnframt það að blóðþurrðarhelti tengist útbreiddum sjúkdómi í slagæðakerfinu. Breytingar á tíðni sjúkdómsins benda einnig til þess að koma megi í veg fyrir hann að vemlegu leyti með breyttum lífsháttum þar sem reykbindindi og rétt mataræði gegnir lykilhlutverki. INNGANGUR Áhættuþættir kransæðasjúkdóma hafa verið ítarlega rannsakaðir bæði hérlendis og erlendis en minni upplýsinga hefur verið aflað um blóðþurrðarhelti. Flestar erlendar greinar um þetta efni hafa fjallað um algengi (1) en aðeins örfáar framskyggnar ferilrannsóknir hafa verið gerðar þar sem nýgengi hefur verið reiknað og tengslin við áhættuþætti metin (2,3). Gögn Hjartaverndar gefa gott tækifæri til að kanna algengi og nýgengi blóðþurrðarhelti og tengsl við samtíma- og áhættuþætti. Með samtímaþáttum er átt við upplýsingar um líkamseinkenni (aldur, blóðþrýsting, kólesteról, hæð, þyngd og svo framvegis) og reykingar sem fengnar voru við sömu komu og greining á blóðþurrðarhelti var gerð. Einnig voru bomir saman samtímaþættir sjúklinga með blóðþurrðarhelti og kransæðasjúkdóma. Þeir sem leituðu sér lækninga vegna blóðþurrðarhelti voru metnir sérstaklega. Einnig voru metin áhrif blóðþurrðarhelti og ýmissa annarra þátta á hlutfallslega hættu á að deyja af öllum orsökum, af völdum hjartasjúkdóma og heilablóðfalls. Skipting dánarorsaka var skoðuð í hópnum með blóðþurrðarhelti og borin saman við skiptinguna meðal annarra í hóprannsókn Hjartaverndar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Hóprannsókn Hjartaverndar sem er framskyggn hjarta- og æðarannsókn, hófst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.