Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 94 Mynd 2. Samband BMD-D (bone mineral density distal) við aldur. Tafla II sýnir aldursdreifingu þátttakenda og þær stærðir sem mældar voru. Konunum var skipt niður með fimm ára aldursbili í 13 hópa eftir aldri. Mæld var hæð (meðaltal 164,4 cm, SF 5,9 cm) og þyngd (meðaltal 68,2 kg, SF 10,2 kg). Hóparnir voru misstórir. Flestar voru konumar í hópum frá 45-49 ára og upp í 70- 74 ára. Tölfræðilega marktækur munur á BMD-D milli hópa varð fyrst milli hópa 50-54 ára og 55-59 ára. Eins var tölfræðilega marktækur munur á meðalgildum hópa 55-59 ára og 60- 64 ára og eins 60-64 ára og 65 til 69 ára. Tölfræðilega marktækur munur á BMD-U milli hópa varð fyrst milli hópa 50-54 ára og 55-59 ára. Mynd 2 sýnir tengsl BMD-D (95% hart bein) við aldur. Dreifingin er mikil og var dregin nálguð lína í gegnum punktana. Hver ferningur táknar einstaka mælingu. Hámarksbeinþéttni (peak bone mass) virðist náð við tvítugt og helst beinþéttnin nokkuð stöðug fram undir 55 ára aldur, en þá kemur fram veldisleg lækkun á beinþéttni. Tapið á fyrsta áratugi eftir tíðahvörf var um 17%. Sjötug kona hefur að meðaltali tapað um 25- 30% af hámarksbeinþéttni (peak bone mass) sinni. Mynd 3 sýnir tengsl BMD-U (35-40% frauðbein) við aldur. Hámarksbeinþéttni er náð við 20 ára aldur. Helst beinþéttni stöðug fram undir 53 ára aldur. Þá verður veldisleg lækkun á beinþéttni. Beintapið er hraðast í upphafi en hægir síðan á sér. A fyrsta áratugi eftir tíðahvörf er beintapið í kringum 20%. Sjötug kona hefur tapað 25-30% af hámarksbeinþéttni fremst í framhandlegg. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hámarksbeinþéttni í framhandlegg íslenskra kvenna sé náð um tvítugsaldur. Beinþéttnin virðist síðan haldast stöðug fram yfir fimmtugt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.