Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
121
ályktanir því aðeins er um fimm sjúklinga
að ræða. Auk þess var hlutabrottnámi beitt við
meðferð sjúklings sem greindist með ífarandi
umskiptaþekjukrabbamein í nýmaskjóðu en
sjúklingurinn hafði aðeins eitt nýra. Hann lést
þremur mánuðum síðar vegna meinvarpa.
Ekki er marktækur munur á lífshorfum
sjúklinga með nýrnaskjóðu- eða
þvagleiðarakrabbamein (p=0,602). Þó
er ákveðin tilhneiging sem bendir til
betri lífshorfa hjá sjúklingum með
þvagleiðarakrabbamein (mynd 4), en munurinn
er ekki marktækur þar sem um fáa sjúklinga
er að ræða. Aðrir hafa sýnt fram á betri horfur
hjá sjúklingum með krabbamein í þvagleiðara
(9).
Við læknandi aðgerð er lögð áhersla á
að fjarlægja bæði nýrað og þvagleiðara
(með kraga af þvagblöðru) sömu megin.
Það er gert vegna þess að æxlin eiga til
að skjóta upp kollinum síðar, oft sömu
megin og neðan við upprunalega æxlið. Er
talið að æxlisfrumurnar taki sér bólfestu
neðar í þvagfæraslímhúðinni. Til dæmis
eru blöðrukrabbamein mun algengari hjá
sjúklingum sem áður hafa greinst með
krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum
(30-75%) (29), en síðarnefndu krabbameinin
hjá þeim sem hafa fengið blöðrukrabbamein
(2-4%) (26). Ennfremur sjást æxli í hinu
nýranu eða þvagleiðara aðeins í 1-2% tilfella
(9). í okkar rannsókn höfðu níu (16%)
sjúklingar greinst áður með krabbamein í
blöðru og sex sjúklingar síðar. Auk þess
hafði einn sjúklingur verið greindur áður með
nýrnaskjóðukrabbamein og fékk hann síðar
krabbamein í þvagleiðarastúf sem skilinn var
eftir við aðgerð. Alls fengu því 16 sjúklingar
af 58 endurtekið æxli í þvagfæraþekju (28%).
Einnig má nefna að tíminn sem líður frá
því að krabbamein í efri hluta þvagfæranna
greinist uns endurtekið æxli greinist í blöðru
er mun styttri (21 mánuður) samanborið
við endurtekin æxli ofar í þvagfærum eftir
greiningu blöðrukrabbameins (86 mánuðir)
(35). Þetta undirstrikar mikilvægi reglulegra
blöðruspeglana hjá þessum sjúklingum. Aðrir
hafa sýnt fram á betri lífshorfur sjúklinga
með nýrnaskjóðukrabbamein sem áður hafa
greinst með blöðru- eða þvagrásarkrabbamein
(31). Er talið að sjúkdómurinn greinist fyrr
og á lægri stigum vegna reglulegs eftirlits.
Ekki fékkst fram sambærilegur munur á
lífshorfum í rannsókn okkar enda um fáa
sjúklinga að ræða. Engu að síður mátti sjá
greinilega tilhneigingu til betri lífshorfa hjá
þeim sem áður höfðu verið greindir með
krabbamein í blöðru en allir þessir sjúklingar
mættu reglulega í eftirlit. Hér á landi hefur
skipulagt eftirlit með þessum sjúklingum verið
rekið á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Reglulega
eru sjúklingar af landinu öllu kallaðir inn til
blöðruspeglunar og fleiri rannsókna, þyki
ástæða til. Við teljum að skipulag þessara
hluta sé í góðum farvegi hér á landi þótt
eflaust megi lagfæra margt.
LOKAORÐ
Krabbamein í nýmaskjóðu og þvagleiðumm
eru sjaldgæf og má gera ráð fyrir þremur
til fjómm tilfellum árlega hér á landi. Engu
að síður er mikilvægt að hafa þau í huga,
sérstaklega hjá sjúklingum með blóðmigu
og verki í síðu eða kviði. Slíka sjúklinga
er rétt að rannsaka nánar með nýrnamynd
og/eða ómskoða nýrun. Séu þær rannsóknir
eðlilegar og sjúklingurinn kominn á miðjan
aldur teljum við skynsamlegt að gera frekari
rannsóknir, til dæmis blöðruspeglun með
bakrennslisnýrnamynd og/eða speglun á
þvagleiðara og nýrnaskjóðu. Ljóst er að
oft verður töf á greiningu sem hugsanlega
skýrir hátt hlutfall sjúklinga með útbreiddan
sjúkdóm. Engu að síður em lífshorfur þessara
sjúklinga sambærilegar við það sem best gerist
erlendis.
SUMMARY
Little information is available on upper
uroepithelial tumors in Iceland. These tumors
are rare, but important, presenting with similar
symptoms as renal cell carcinomas (hematuria/pain)
or urinary bladder carcinomas (hematuria). The
aim of this study was to evalute incidence,
presentation, diagnosis and survival of patients with
uroepithelial tumors.
A retrospective population-based study was carried
out on all patients diagnosed in Iceland between
1971 and 1990 with carcinoma of the renal pelvis
(n=45) and ureter (n=13). There were 42 men
and 16 women with the mean age of 70 years.
Transitional cell carcinomas were diagnosed
in all except two cases (leiomyosarcomas).
Most of the patients (86%) underwent radical
nephroureterectomy with a two percent operative
mortality. Presenting symptoms and diagnosis
were evaluated and patients were staged (Grabstald
staging system). Probability of survival was