Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 125 Mynd Dœmi um greiningu erfðamarka á litningi 16q í 18 einstalingum úr sömu jjölskyldu. Erfðaejhi hefur verið einangrað úr blóðfrumum með próteinasa meðhöndlun. Sérhœfir microsatellite lyklar (sem eru geislamerktir) hafa verið notaðir til að magna upp stuttar endurteknar raðir í erfðamenginu með PCR efnahvarfi. Bútarnir eru rafdregnir í raðgreiningargeli, Ijósnœm filma lögð á og eftir framköllun er hægt að lesa stœrð þess erfðaefnis sem magnað var. Sjö mismunandi stœrðir af bútum greinast í þessu dœmi (frá 134-149 núkleótíða). Tveir bútar greinast í hverjum einstaklingi, sem sérkenna hvorn litning í litningapari, einn frá föður og einn frá móður. I þessu dœmi er um að ræða einstaklinga í sömu fjölskyldu og því eru margir þeirra með sömu bútastœrð. Ef um óskylda einstaklinga væri að ræða yrði fjölbreytileikinn meiri. Tölurnar ofan við myndina eiga við hvert blóðsýni, en tölur til hliðar sýna fjölda núkleótíða í bútunum. röðum fárra núkleótíða (eitt, tvö, þrjú eða fjögur núkleótíð); einkum eru notaðar endurtekningar á tveimur núkleótíðum eða AC endurtekningar. Talið er að að minnsta kosti 30.000 slíkar endurteknar DNA raðir séu dreifðar um erfðamengi mannsins. Um það bil 2.000 þeirra hafa verið skilgreindar sem erfðamörk en í þvf felst að aðstæður eru þekktar fyrir mögnun þeirra með PCR* (polymerase chain reaction) og helstu bútastærðir þeirra eru þekktar. Með PCR tækni er hægt að magna upp ákveðin svæði í erfðamenginu sem gerir frekari rannsókn á þeim mögulega. A mynd sjást erfðamörk greind með PCR og raðgreiningargeli. Vegna þess hve microsatellite DNA er hentugt og gefur miklar upplýsingar eru þetta helstu erfðamörkin sem notuð eru við kortlagningu gena og erfðasjúkdóma í dag. Talið er að innan skantms náist það mark að skilgreina erfðamörk með tveggja til fimm centi- Morgan (cM)* millibili yfir allt erfðamengið. Heildarstærð erfðamengis í karlmönnum mælist 2.650 cM og 3.900 cM í konum, en munurinn stafar af hærri tíðni litningavíxlana í rýriskiptingu kvenna. Að meðaltali verða 1,5 víxlanir á litningapari og því er meðalstór litningur 150 cM að stærð. Það þarf því 660 lyklapör* sem dreifast jafnt um erfðamengið til að fá erfðamörk á finnn cM bili, en vegna þess að sum svæði eru erfiðari en önnur þarf fjöldinn að vera talsvert meiri. Microsatellite DNA erfðamörk þykja einkum hentug til að bera saman erfðakort (genetic map; þar sem mæld eru cM með tenglsagreiningu) og eðliskort (physical map; þar sent mæld eru litningabönd eða basar einræktaðs (klónaðs) DNA). Nýlega hefur verið birt greinargott eðliskort af erfðantenginu þar sem notaðir voru gervilitningar úr gerfrumum (1). Norræna ráðherranefndin styrkir norðurlandasamstarf vegna alþjóðlegs samvinnuverkefnis um könnun á erfðamengi mannsins, HUGO (HUman Genome Organization). Styrkurinn hefur verið nýttur til að kosta vísindaráðstefnur um rannsóknirnar, til tölvuvæðingar og í því skyni að koma á fót sameiginlegum norrænum banka erfðalykla, það er að segja safni PCR-lykla. Þess er vænst að lyklabankinn nýtist til að kortleggja gen sem valda erfðasjúkdómum og erfðabreytileika. Kostir bankans eru þeir að samnýting er milli Norðurlandanna, án kostnaðar fyrir rannsóknarstofurnar. Bankinn leggur höfuðáherslu á lykla sem gefa fjölbreytilegt mynstur (microsatellite lyklar). I bankanum eru nú þegar til 490 lyklapör sem eru dreifð víðsvegar um erfðamengið. Upphaflega var áætlað að safna lyklum sem dreifðust með 5-10 cM bili að jafnaði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.