Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 10
96 LÆKNABLAÐIÐ % Mynd 4. Samanburður á aldursbundnu beintapi í hryggjarliðbolum islenskra kvenna (mœlt með tölvusneiðmyndatæki) og beintapi fremst i framhandlegg. Viðmiðunargildi er beinþéltni fyrir tiðahvörf = 100%. bendir til að minni líkamsáreynsla og hreyfing aldraðra eigi sinn þátt í þessu beintapi (25,26). Um sjötíu ára aldur hafa íslenskar konur tapað að meðaltali um 27% af beinmagni í framhandlegg og um eða yfir 40% úr hryggjarliðbolum. Tveir þriðju þessa beintaps hafa orðið vegna oestrogen skorts og þriðjungur vegna hugsanlegra truflana á kalkbúskap. Um áttrætt fara hins vegar áhrif aldursbundins beintaps að vega svipað og oestrogen skortsins. Erfitt er að bera okkar beinþéttniniðurstöður saman við erlendar rannsóknir vegna mismunandi tækjabúnaðar og mismunandi þýðis. Dönsk rannsókn sem notaði nákvæmlega sama tækjabúnað benti til þess að meðalbeinþéttni danskra kvenna væri um 1-2% hærri en íslenskra en aldursbundið fall í beinþéttni var svipað (10). Erfitt er þó að fullyrða að þetta eigi sinn þátt í tiltölulega hárri tíðni beinbrota hérlendis, en athyglisvert er að tíðni mjaðmabrota á íslandi er með því hæsta sem skráð er í Evrópu (27). í rannsókn okkar notuðum við "single- photon absorptiometry”, aðferð sem er handhæg í framkvæmd; tiltölulega ódýr og geislaskammtur hverfandi lítill (14). Hins vegar segir þessi mæling takmarkað um beinþéttni í öðrum beinum líkamans (9). Við fundum besta fylgni milli beinþéttninnar fremst í framhandlegg (BMD-U) og beinþéttni í hryggjarliðbolum í sama hópi íslenskra kvenna (hópur 1 (13)) r = 0,74 sem er svipað og aðrar erlendar rannsóknir hafa fundið (28). Þrátt fyrir það hafa langtímarannsóknir sýnt að SPA á framhandlegg hefur verulegt forspárgildi um brot í öðrum beinum líkamans, til dæmis hryggjarliðbolum og mjaðmabrotum (29,30). Þannig hafa þessar rannsóknir bent til að kona með beinþéttni í framhandlegg einu staðalfráviki undir meðaltali hafi nær tvöfalda áhættu á beinbroti og þær með tvö staðalfrávik neðan meðalgildis því nær fjórfalda áhættu (30- 32). Vel má vera að mælingar á viðkomandi beinum (til dæmis hryggjarliðbolum og lærleggshálsi) gefi enn betri forspárgildi um brot í framtíðinni eins og nýleg rannsókn bendir til (33). Dual energy X-ray absorptiometry (DEXA) hefur verið notuð í vaxandi mæli til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.