Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 30
116
LÆKNABLAÐIÐ
(carcinoma ureteris, ICD 189,2) frá 1. janúar
1971 til 31. desember 1990. Auk upplýsinga
úr Krabbameinsskránni var stuðst við
sjúkraskrár og vefjasvör frá Rannsóknastofu
Háskóla íslands í meinafræði.
Af 58 sjúklingum voru 42 karlar (72%) og
16 konur (28%) (kk/kvk=2,6). Kynjahlutfall
var nokkuð sambærilegt fyrir sjúklinga
með nýrnaskjóðukrabbamein (kk/kvk=2,5)
og þvagleiðarakrabbamein (kk/kvk=3,3).
Meðalaldur við greiningu var 71 ár fyrir
sjúklinga með nýrnaskjóðukrabbamein (bil 46-
96 ár) og 67 ár fyrir þvagleiðarakrabbamein
(bil 32-81 ár). Jafn mörg æxli greindust hægra
og vinstra megin fyrir hópinn í heild, eða 29
hvoru megin. Þvagleiðarakrabbamein voru
hins vegar marktækt fleiri hægra megin eða 11
talsins og tvö vinstra megin (p=0,02).
Skráður var aldur við greiningu, greiningarár
og kyn. Aldursstaðlað nýgengi var
reiknað fyrir bæði nýmaskjóðu- og
þvagleiðarakrabbamein. Skráð voru
sjúkdómseinkenni við greiningu og tími
frá upphafi einkenna uns greining var gerð.
Jafnframt var skráð blóðrauðamæling,
sökk og hvort rauð blóðkorn (>5 rbk/High
Power Field) sæust í þvagi við greiningu.
Miðað var við fyrstu mælingar í þeirri
sjúkrahúslegu sem leiddi til greiningar.
Farið var yfir myndgreiningarsvör sem
leiddu til greiningar æxlis og meinvarpa.
Einnig voru lesin vefjasvör, en vefjasýni
voru ekki skoðuð að nýju. Gráðun æxlanna
var skráð samkvæmt gráðunarkerfi WHO
(gráðun I-III) (12). Nýrnaskjóðuæxlin voru
öll umskiptaþekjukrabbamein (carcinoma
transitionale) og voru tvö þeirra með
verulegar flöguþekjubreytingar og önnur
tvö mjög illa þroskuð (anaplastic). Af
krabbameinum í þvagleiðara reyndust
11 umskiptaþekjukrabbamein og tvö
sléttvöðvasarkmein (leiomyosarcoma). Af
45 nýrnaskjóðuæxlum teygðu sex sig niður
í efsta hluta þvagleiðara en þau eru talin með
nýrnaskjóðukrabbameinum. Mesta þvermál
var metið samkvæmt vefjasvörum en þar sem
æxlin voru flest óregluleg að lögun og sýni
oft lítil reyndist erfitt að meta stærð þeirra.
Upplýsingar um stærð vantar því hjá 16
sjúklingum en hjá 42 var meðalstærð 3,5 cm
(staðalfrávik 3,05 cm). Nákvæmar upplýsingar
lágu hins vegar fyrir um hvort meinvörp hefðu
fundist við eða rétt eftir (innan fjögurra vikna)
greiningu. Krabbamein í þvagleiðara voru
flest í efsta (n=5) eða mið þriðjungi (n=6) en
aðeins tvö í þeim neðsta.
Fjórir af hverjum fimm sjúklingum voru
greindir og fengu meðferð á Landspítala,
Borgarspítala og Landakoti, hinir á smærri
sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Af 58
sjúklingum gengust 50 (86%) undir
skurðaðgerð, þar af 47 (81%) með lækningu
í huga. Hjá 42 sjúklingum var nýrað
(ásamt fitu í kring) og allur þvagleiðari
fjarlægður ásamt kraga af þvagblöðru í
kring (nephroureterectomy). Nýra var aldrei
numið á brott eitt og sér. Eitlar umhverfis
æxlið voru aðeins fjarlægðir ef grunur lék á
eitilmeinvörpum við þreifingu í aðgerð. I sex
aðgerðum var aðeins hluti nýrnaskjóðu eða
þvagleiðara fjarlægður en þá var um að ræða
lítil æxli af lágri gráðu. Könnunaraðgerð var
gerð hjá tveimur sjúklingum sem reyndust
ólæknandi. Einn sjúklingur dó innan 30
daga í kjölfar líknandi aðgerðar á ífarandi
sléttvöðvasarkmeini en það er 2% skurðdauði
(1/50). Alls fengu 12 sjúklingar aðra meðferð
en skurðaðgerð, oftast sjúklingar með
meinvörp (n=10). Tíu fengu geisla en fjórir
krabbameinslyfjameðferð.
Alls voru 52 umskiptaþekjuæxli stiguð
samkvæmt stigunarkerfi Grabstald (5).
Tveimur sléttvöðvasarkmeinum var sleppt og
upplýsingar voru ófullnægjandi til stigunar
í fjórum tilvikum. Stigunarkerfi Grabstald er
eftirfarandi:
Stig I: Æxli bundin við yfirborðslag (mucosa)
nýrnaskjóðu eða þvagleiðara.
Stig II: Æxlisvöxtur teygir sig í gegnum
eigin þynnu slímhúðar (lamina propria) inn
í slímubeð (submucosa).
Stig III: Æxlisvöxtur í gegnum vöðvalög en
einnig æxli sem vaxa ífarandi í nýrnavef.
Stig IV: Æxlið nær út í fituna umhverfis nýrað
eða meinvörp finnast í eitlum eða líffærum.
Við greiningu voru lífshorfur sjúklinga
reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier (13). Er
um hráar tölur (crude/absolute probability
of survival) að ræða og útreikningar miðast
við 31. júlí 1993. Fjölbreytugreining Cox
(multivariate analysis) (14) var notuð til
að athuga hvort tilteknar breytur hefðu
sjálfstæð marktæk áhrif á lífshorfur, til dæmis