Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 93 Mælistaðirnir eru tveir, báðir í fjærenda (distal) framhandleggsbeina (mynd 1). Fyrst finnur mælirinn, sem er tölvustýrður, þann stað milli framhandleggsbeina þar sem 8 mm aðskilja þau (15). Þannig er tryggt að allir eru mældir á sama stað óháð því hversu nákvæmlega handleggurinn er staðsettur í mælitækinu. Fyrst er mælt nœrlœgt við þennan stað, sem er fremsti þriðjungur sveifar og ölnar (ulna og radius) (distal results). BMD-D (bone mineral density distal results) er meðaltal fjögurra þversniðsmælinga. A þessum stað er aðallega (95% (16)) hart bein (cortical bein). Síðan er mæld beinþéttnin í allra fremsta hluta sveifar (ultra distal radius) sem er að nokkru leyti (35-40% (16)) frauðbein (trabecular bein) (14,15). BMD-U er fengið sem meðaltal fjögurra þversniða. Mældur var víkjandi (non-dominant) handleggur einu sinni og heildarmælingin tók um það bil 10 mínútur. Nákvæmni mælisins var athuguð daglega með því að mæla gervibein (phantom measurement). Atján einstaklingar voru mældir í tvígang til þess að meta nákvæmni mælisins in vivo, það er að segja frávik í mælingum (coefficient of variation). Niðurstöður þessara mælinga má sjá í töflu I. Tafla I. Nákvœnmi mœlisins. BMD-D BMD-U Staðalfrávik 0,012 0,015 Frávik í % 2,30 2,40 BMD = bone mineral density (g/cm2). D = distalt. U = ultra distalt. Samkvæmt geislaskammtamælingu Geislavarna ríkisins er svæðið sem geislað er í tækinu um 25 cm2. Reyndist yfirborðsgeislun (skin dose) vera 0,2 mGy í geislasviðinu, sem var umreiknað í geislaálag sem 0,06 mSv (midline-dose), eða um 0,05 mSv (skin dose) fyrir 100 cm2 svæði. Vegið geislaálag fyrir allan líkamann var svo lítið að það taldist óverulegt. Mæld var hæð og þyngd með SECA hæðarmæli og vog. Tölfrœðileg úrvinnsla: Athugun á fylgni beinþéttni við aðra eiginleika var gerð með fjölþáttagreiningu (multivariate analysis) með forritinu BMDP. Gert var ráð fyrir normaldreifingu í útreikningum. I línuritunum var bein lína fundin með línulegri nálgun (linear regression) með lágmörkun á summu mismunanna í öðru veldi. Samanburður á marktækum mun milli meðaltala var gerður með t-prófi. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarhópurinn samanstóð af 347 konum á aldrinum 20-84 ára; meðalaldur 53,6 ár, staðalfrávik (SF) 13,8 ár sem ekki var vitað til að tækju lyf né hefðu sjúkdóma sem hafa áhrif á efnaskipti beina. Tíðahvörf voru skilgreind sem aldur við síðustu tíðir og liðnir væru að minnsta kosti sex mánuðir frá síðustu tíðum. í þessurn hópi voru 203 konur. Meðalaldur við tíðahvörf var 48,6, SF 4,0 ár. Tafla II. Aldursbundnar breytingar á beinþéttni ásamt hœð og þyngd þátttakenda. Aldurshópar Ár N Hæð cm Þyngd kg BMD-D g/cm2 BMD-U g/cm2 Aldur ár M SF M SF M SF M SF M SF 20-24 8 168,5 6,6 68,8 13,1 0,456 0,022 0,358 0,035 21,6 2,3 25-29 19 166,9 4,4 63,5 8,5 0,494 0,053 0,389 0,057 26,9 1,5 30-34 14 166,6 4,4 64,2 8,9 0,469 0,059 0,361 0,052 32,3 1,3 35-39 16 167,1 5,4 66,6 8,2 0,492 0,051 0,386 0,047 37,0 1,3 40-44 16 165,6 3,3 67,1 11,6 0,464 0,063 0,381 0,051 42,1 1,0 45-49 58 166,1 5,4 68,5 9,3 0,475 0,052 0,383 0,061 47,8 1,1 50-54 42 166,1 5,0 68,9 9,4 0,457 0,058 0,373 0,058 51,9 1,3 55-59 49 164,0 5,2 68,9 11,3 0,410 0,074 0,312 0,066 57,4 1,3 60-64 55 162,8 6,0 71,0 10,2 0,372 0,074 0,291 0,063 62,0 1,3 65-69 30 161,8 5,5 67,8 10,6 0,341 0,064 0,271 0,053 66,5 1,3 70-74 25 163,0 6,4 68,9 11,7 0,332 0,066 0,262 0,042 72,2 1,4 75-79 5 158,2 6,4 64,2 11,0 0,299 0,065 0,274 0,086 76,2 1,8 80-84 10 155,9 6,0 65,8 10,1 0,293 0,074 0,258 0,053 82,3 1,6 BMD-D = bone mineral density dista I results. BMD-U = bone mineral density ultra distal results. M = meðaltal. SF = staðalfrávik. N = fjöldi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.