Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 14
100 LÆKNABLAÐIÐ (sveitarfélagsnúmer: 7503-7509 og 7601- 7604) á árunum 1986 - 1989, samtals fjögur ár. Arið 1986 var fbúatala svæðisins 2.891; 1987 = 2.977; 1988 = 2.962 og 1989 = 2.964. Rannsóknin spannaði því samtals 11.794 mannár. A svæðinu er ein heilsugæslustöð samtengd sjúkrahúsi staðarins og eitt apótek sem afgreiðir einnig öll lyf til sjúkrahússins. Þrír heilsugæslulæknar sinna héraðinu og sjúkrahúsinu. Allt frá 1976 hefur sjúkraskrá heilsugæslustöðvarinnar verið vandaliðuð (5) og ákveðnar staðlaðar upplýsingar tölvufærðar, þar á meðal nafn sjúklings, kennitala, kyn, lögheimili, komutími, tilefni komu, sjúkdómsgreining og læknisfræðilegar úrlausnir hvers vanda. Ef úrlausnin var ávísun á lyf var aðeins lyklað númer lyfsins samkvæmt Sérlyfjaskrá, en að öðru leyti var styrkleiki lyfsins, ávísað magn og dagskammtar skráðir í lyfjablað sjúkraskrárinnar. Rannsóknarsvæðinu og skráningaraðferðum hefur verið nánar lýst áður (5). Fengin var tölvuútskrift með nöfnum allra einstaklinga með lögheimili á svæðinu, sem einhvern tímann höfðu fengið ávísað róandi lyfjum samkvæmt ATC flokkun (N 05 B) eða svefnlyfjum (N 05 C) á tímabilinu. Flett var sjúkraskrám allra þessara einstaklinga og talið saman ávísað magn lyfja (í mg) í þessum llokkum. A sama hátt var farið yfir sjúkraskrár og dagála hjúkrunarfræðinga varðandi alla sjúklinga á sjúkrahúsinu þetta tímabil. I lyfjabúðinni var farið yfir reikninga fyrir hvert ár vegna innkaupa á lyfjum, en þar er hægt að sjá magn, fjölda og pakkningastærðir hvers lyfs fyrir sig. Sölutölur apóteksins greina ekki á milli héraðs- og utanhéraðsbúa. Hins vegar var tekið mið af íbúaQölda héraðsins við umreikning á magni yfir í skilgreinda dagskammta fyrir hverja 1000 íbúa. Við útreikninga á skilgreindum dagskömmtum (DDD/1000 íbúa/dag) var stuðst við nýjustu leiðbeiningar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar frá 1991 (6). Enda þótt um framvirka skráningaraðferð lyfja á heilsugæslustöð/sjúkrahúsi og í apóteki sé að ræða er samanburðarathugunin afturvirk. Ekki var talin ástæða til að gera tölfræðilegan samanburð á upplýsingum frá apóteki annars vegar og sjúkraskrám hins vegar, þar eð um mismunandi gagnasöfnun er að ræða. NIÐURSTÖÐUR Mynd 1 sýnir skráð magn ávísana á róandi lyf samkvæmt dagálum og sjúkraskrám á fjögurra ára tímabili borið saman við sölutölur úr apóteki fyrir sama tímabil. Eins og sjá má á myndinni eru magntölur svipaðar en tölur apóteksins heldur hærri í öll skiptin. Lítill munur er á milli ára, en í heild virðist notkunin fara minnkandi. Á sama hátt sýnir mynd 2 magntölur fyrir svefnlyf. Osamræmi er í magntölum apóteks og sjúkraskráa fyrir 1986, en að öðru leyti eru niðurstöður svipaðar. Lítil breyting er á milli ára. Töflur I og II sýna nánari samanburð einstakra lyfjategunda samkvæmt upplýsingum úr DDD/1000 íbúar/dag Mynd 1. Samanburður á upplýsingum úr sjúkraskrám um ávísað magn af róandi lyjjum fyrír íbúa Egilsstaðalœknishéraðs og sölutölum apóteksins á staðnum á árunum 1986-1989. DDD/1000 íbúar/dag Mynd 2. Samanburður á upplýsingum úr sjúkraskrám um ávísað magn af svefnlyfjum fyrir íbúa Egilsstaðalœknishéraðs og sölutölum apóteksins á staðnum á árimum 1986-1989.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.