Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 26
112 LÆKNABLAÐIÐ árum eftir aðgerð og því ólíklegt að þessi tilfelli týnist alveg í rannsókn Hjartaverndar. Athygli vekur að dánartíðni sjúkrahúshópsins, það er að segja þeirra sem fóru í rannsókn og/eða meðferð á sjúkrahúsi á tímabilinu, var ekki nema 42,5% af því sem var meðal annarra með blóðþurrðarhelti. Þetta mætti skýra þannig að þeir fái betri læknismeðferð en hinir. Benda má á að blóðþurrðarhelti er mjög þrálátur sjúkdómur og sjúklingar þurfa oft að fara endurtekið í aðgerðir en þess á milli eru þeir undir eftirliti lækna. Sá langi tími sem þeir eru undir handleiðslu lækna er kannski þess valdandi að ýmsir sjúkdómar eru uppgötvaðir fyrr og þannig betur meðhöndlaðir. Önnur skýring gæti verið sú að þeir sem eru heilsuhraustari og hafa vægari kransæðasjúkdóm fari í aðgerð sem hinum hefur ekki verið treyst í meðal annars vegna slæms kransæðasjúkdóms. Þessi rannsókn Hjartaverndar undirstrikar þátt reykinga og kólesteróls í blóði í meinþróun æðakölkunar í ganglimum og jafnframt að blóðþurrðarhelti er merki um útbreiddan slagæðasjúkdóm. Þessi rannsókn Hjartaverndar sem byggir á einföldum spurningalista til skimunar fyrir blóðþurrðarhelti hefur glögglega leitt í ljós að þessi sjúklingahópur er í verulega aukinni áhættu, hvað varðar dauðsföll af völdum kransæðasjúkdónta og ætti því að vera gefinn sérstakur gaumur með tilliti til meðferðar á þeim þáttum sem auka hraða æðakölkunar. Breytingar á tíðni blóðþurrðarhelti meðal karla hérlendis á síðustu áratugum benda einnig til þess að koma megi í veg fyrir sjúkdóminn að verulegu leyti með breyttum lífsháttum þar sem reykbindindi og æskilegt mataræði gegna lykilhlutverki. SUMMARY The prospective Reykjavik study gave an opportunity to monitor secular trends from 1968- 1986 of clinical intermittent claudication amongst Icelandic males, age 34-80 (n=9.141), and to assess the importance of possible risk factors. Both prevalence and incidence of intermittent claudication decreased sharply after 1970 in all age groups, and this decline (more than 50%) occurred a few years earlier than the decline of coronary heart disease in lceland. The only significant risk factors for intermittent claudication, in addition to age, were smoking which increased the risk 8-10-fold and serum cholesterol level. This decline in prevalence and incidence of intermittent claudication can largely be explained by decreased smoking and cholesterol levels amongst Icelandic men. A follow-up study verified that patients with intermittent claudication stood twice the risk of cardiovascular and total mortality as non- intermittent claudication patients, indicating that this is a high risk group which should receive all possible preventive measures. ÞAKKIR Maríu Henley og Hrönn Ingólfsdóttur er þökkuð vélritun og aðstoð við gerð þessarar greinar. HEIMILDIR 1. Fowkes FGR. Epidemiology of atherosclerotic arterial disease in the lower limbs. Eur J Vasc Surg 1988; 2: 283-91. 2. Kannel WB, McGee DL. Update on some epidemiologic features of intermittent claudication: the Framingham Study. J Am Geriatr Soc 1985; 33: 13-8. 3. Widmer LK. Biland L. Da Silva A. Risk profile and occlusive peripheral artery disease (OPAD). In: Proceedings of 13th International Congress of Angiology. Athens 9-14 June, 1985. 4. Björnsson OJ, Davidsson D. Ohfsson H. Olafsson 0, Sigfusson N. Thorsteinsson Th. Report ABC XVIII. Health Survey in the Reykjavik area. Mcn. Stages I-III, 1967-69, 1970-71 and 1974-76. Participants, invitations, responses etc. Reykjavik: Thc Icelandic Heart Association, 1979. 5. Rose G. Smoking queslionnaires for health surveys. London: London School of Hygiene and Tropical Medicine and Guy’s Hospital, 1966. 6. Sigurdsson E, Thorgeirsson G. Sigvaldason H. Sigfusson N. Prevalence of coronary heart disease in Icelandic men 1968-1986. The Reykjavik Sludy. Eur Heart J 1993; 14: 584-91. 7. Statislics and Epidemiology Research Corporation. EGRET ref. manual. Seattle: SERC, 1990. 8. Vogt MT, Wolfson SK, Kuller LH. Lowcr extremity arterial disease and the aging process: a review. J Clin Epidemiol 1992; 45: 529-42. 9. Fowkes FGR. Aetiology of peripheral atherosclerosis: smoking seems especially important. BMJ 1989; 298: 405-6. 10. Fowkes FGR, Hously E, Riemersma RA, et al. Smoking, lipids, glucose intolerance, and blood pressure as risk factors for peripheral atherosclerosis compared with ischemic heart disease in the Edinburgh Artery Study. Am J Epidemiol 1992: 135: 331-40. 11. Þorgeirsson G, Davíðsson D, Sigvaldason H. Sigfússon N. Ahætluþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á íslandi. Niðurstöður úr hóprannsókn Hjartavemdar 1967-1985. Læknablaðið 1992; 78: 267-76. 12. Bihari-Vargi M, Szckely J, Gmber E. Plasma high density lipoproteins in coronary, cerebral. and peripheral vascular diseases. The infiuence of various risk factors. Atherosclerosis 1981; 40: 337-45.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.