Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 40
124
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 124-126
Sigurður Ingvarsson, Alfreð Árnason
Norrænn PCR-lyklabanki til rannsókna á
erfðamengi mannsins
Til að rannsaka erfðamengi mannsins og
erfðasjúkdóma er nauðsynlegt að geta greint
einkenni gena og litninga. Erfðamörk* * gefa
upplýsingar um breytilegar litnisgerðir*
og hvernig þær erfast milli kynslóða. Með
greiningu slíkra marka fæst mynstur sem er
sérkennandi fyrir hvern einstakling. Aður
fyrr urðu menn að styðjast við svipgerð, en
eftir því sem tækni hefur fleygt fram er unnt
orðið að leita að upplýsingum um arfgerð
milliliðalaust, það er beint í erfðaefnið.
Leitað er að þekktum röðum núkleótíða*, sem
erfast og gefa því vísbendingu um til dæmis
skyldleika og tengsl við sjúkdóma. Erfðamörk
eru af ýmsum gerðum en eftir því sem
erfðamengi mannsins er betur rannsakað hafa
verið skilgreind ný erfðamörk sem gefa miklar
upplýsingai- um erfðir og erfðasjúkdóma.
Eitt það markverðasta sent gerst hefur á
seinni árum er að fundist hafa erfðamörk út
frá tveggja basa* (eins, þriggja og fjögurra
basa eru einnig þekkt) endurteknum röðum í
erfðamenginu; microsatellite erfðamörk
Vegna mikils fjölbreytileika í litnisgerðum
gefa microsatellite erfðamörk miklar
upplýsingar þegar verið er að rannsaka
fjölskyldur með erfðasjúkdóma. Öryggi
í greiningu arfgerða í fjölskyldum með
sjúkdómssögu hefur aukist verulega með
tilkomu þessara erfðamarka. Auðveldara er
en áður að greina hvort einstaklingar beri
áhættugen sjúkdóms.
Microsatellite eifðamörk eru einnig mikilvæg
við kortlagningu á genamengi í sjúkum
frumum til dæmis æxlisfrumum. Urfellingar
á erfðaefni má greina með því að meta tap á
arfblendni*. Óstöðugleika og stökkbreytingar
í erfðaefninu má ákvarða með greiningu
afbrigðilegra stærða á erfðaefnisbútum. Sumar
Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Sigurður Ingvarsson, pósthólf 1465, 121
Reykjavik.
* Sjá orðaskrá aftast i greininni.
þessara breytinga endurspegla líffræðilega
eiginleika æxlisins, svo sem vaxtarhraða,
tilhneigingu æxlisfruma til að sá sér í fjarlæga
vefi og þar með sjúkdómshorfur. Því er
mikilvægt að kortleggja erfðamengi í æxlum
með tilliti til slíkra breytinga. Flest eða öll
æxli hafa fleiri en eina slíka breytingu. Því
er mikilvægt að þekkja mynstur þeirra, en
það gefur miklar upplýsingar um hvernig
æxli hegða sér. Óhætt er að fullyrða að þessi
erfðamörk muni einnig nýtast við frekari
rannsóknir á öðrum fjölgena sjukdómum.
I réttarlæknisfræði hefur mikilvægi erfðamarka
aukist á seinni árum vegna þess hve góðar
upplýsingar þau gefa og hversu lítinn efnivið
þarf til að framkvæma greininguna. Hægt er
að nota erfðamörk í faðernismálum, en þá
eru borin saman erfðamörk móður, barns og
meints föður. Einnig er hægt að nota þau í
ýmsum sakamálum til dæmis nauðgunum,
þar sem hægt er að bera sarnan erfðamörk í
sæðisfrumum teknum úr þolanda nauðgunar,
við þau sem greinast í einstaklingum sem
hugsanlega eiga hlut að máli.
Þegar byrjað var að kortleggja erfðamengi
mannsins með tengslagreiningu* (human
genetic linkage maps) var í upphafi
byggt á tjölbreytileika próteinerfðamarka
sem mæld eru með ýmsum aðferðum;
blóðvökvaprófi, rafdrætti, ensímprófi og
fleira. Próteinerfðamörk eru hins vegar
tiltölulega fá, en stórfelld aukning hefur orðið
á nýjum erfðamörkum með tilkomu DNA
aðferðafræði. Fjölbreytileiki (polymorphism)
rnilli einstaklinga byggir á stærðarmun
skerðibúta* (RFLP*; restriction fragment
length polymorphism) eða endurtekinna raða
í erfðamenginu (VNTR*; variable number
tandem repeat). Aðurnefnd microsatellite
erfðamörk, sem upp á síðkastið hafa rutt sér
til rúms í erfðarannsóknum, taka RFLP og
VNTR fram um tjölbreytileika og gefa því
meiri upplýsingar. Þau byggja á endurteknum