Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 6
92 LÆKNABLAÐIÐ beinbrot síðar á ævinni vegna þunnra beina. Vissir áhættuþættir hafa komið í ljós eins og ættarsaga, lítil líkamsþyngd, reykingar, vissir næringarþættir, hreyfingarleysi og fleira en þessir þættir hafa ekki reynst hafa nægjanlega sterkt forspárgildi til að vera gagnlegir í einstökum tilfellum. Þess vegna hefur verið þróuð tækni á síðustu árum til mælinga á kalkinnihaldi beina sem er í réttu hlutfalli við beinþéttnina og sýnt hefur verið fram á að er í beinu hlutfalli við styrkleika beinsins (12). Mismunandi aðferðum hefur verið beitt og fara þær eftir því hvaða bein á í hlut. í þessari rannsókn höfum við mælt beinþéttni í framhandleggsbeinum til að fá íslensk viðmiðunargildi og kanna aldursbundnar breytingar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Mæld var beinþéttni í 347 íslenskum konum á aldrinum 20-84 ára. í rannsókninni tóku þátt þrír hópar kvenna. 1. hópur: I honum voru 153 konur á aldrinum 35-64 ára (meðalaldur 53,5 ár, staðalfrávik 6,6 ár) sem áður höfðu tekið þátt r rannsókn þar sem beinþéttni hryggjarliða (T 12-L 3) var mæld með tölvusneiðmyndatækni (13). Þessar konur voru valdar handahófskennt úr götuskrá Reykjavrkur. Utilokaðar voru í upphafi þær konur er tóku lyf, hormón eða höfðu sjúkdóma er hafa áhrif á beinefnaskipti. Haft var samband við þær símleiðis og þeim boðin þátttaka. 2. hópur: Hann samanstóð af 94 konum á aldrinum 55-84 ára (meðaldur 66,7 ár, staðalfrávik 7,4 ár) sem valdar voru af handahófi úr skrám Hjartaverndar (þátttökuskrá 5. áfangi kvenna). Þannig fengust 20 konur í hverju fimm ára aldursbili. Þær konur sem tekið höfðu hórmónalyf eða höfðu sjúkdóma sem áhrif hafa á efnaskipti beina voru útilokaðar. Haft var samband við konurnar símleiðis og þeim boðin þátttaka. 3. hópur: Þar voru 100 konur á aldrinum 20-82 ára (meðalaldur 41,9 ár, staðalfrávik 13,8 ár). Þessi hópur samanstóð af starfsfólki Borgarspítalans en þar var konum boðin þátttaka. Útilokaðar voru þær konur er höfðu sjúkdóma sem hafa áhrif á efnaskipti beina, eða höfðu tekið hórmónalyf eða önnur lyf sem hafa sams konar verkun. Beinþéttnimceling: Við mælingu á beinþéttni var notuð tækni sem kallast single-photon absorptiometry (SPA). í SPA er geislavirkur ísótópur (1-125) notaður sem geislagjafi en hann gefur frá sér ljóseindir (gamma- og röntgengeisla) sem allar hafa sömu orku (27,5 keV) sem hentug er til að aðgreina bein og mjúkvefi (14). Samsíða geisli er sendur í gegnum mælistaðinn en hinum megin eru nemar sem skynja hversu hátt hlutl'all ljóseinda nær í gegnum beinið. Línulegt samband er milli þess hversu margar Ijóseindir nemamir skynja og hve mikið magn steinefna (bone mineral content) er á mælistaðnum. Því færri ljóseindir sem nemarnir skynja því þéttara er beinið. Niðurstöðurnar er settar fram sem magn steinefna á mælistaðnum (BMC) mælt í grömmum og beinþéttni (BMD) í g/cm2, þar sem deilt er í með flatarmáli mælistaðarins. Mynd 1. Síaðsetning mœlistaða.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.