Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
97
beinþéttnirannsókna á hryggjarliðbolum
og lærleggshálsi. DEXA hefur reynst
fljótvirk og með litlum geislunaráhrifum
en tækjakostnaður er hins vegar
verulegur. DEXA mælir eins og SPA
steinefnainnihald á ákveðnu flatarmáli
(g/cm2). Tölvusneiðmyndatækni (QCT) er
þrívíddarmæling á hryggjarliðbolum og verður
sú mæling að teljast gullstaðall en krefst
tölvusneiðmyndatækis. Beinþéttnimælingar í
framhandlegg með SPA verða því að teljast
einfaldasta aðferðin til mælinga á stórum hópi
kvenna.
Líklegt er að beinþéttnimælingar komi einkum
að gagni við mat á því hvort æskilegt sé fyrir
konu um tíðahvörf að taka hormónalyf til
að fyrirbyggja beinþynningu sem verður í
flestum konum á fyrsta áratug eftir tíðahvörf.
Ef hún reynist hafa lága beinþéttni er meiri
ástæða til þess en ella. Vilji kona fara á slík
lyf vegna einkenna samfara tíðahvörfum er
ekki bein ástæða til slflcra mælinga á því
stigi. Enn er þó ósvarað þeirri spurningu
hvort ein beinþéttnimæling um tíðahvörf nægi
eða hvort endurtaka þurfi mælingu eftir eitt
til tvö ár til að greina þær konur sem hafa
eðlilega beinþéttni til að byrja með en tapa
beini hraðar en aðrar (”fast bone losers”) (34).
Hugsanlegt er að mælingar á niðurbrotsefnum
úr beinum í þvagi og sermi komi þama að
gagni (34). Ef einstaklingar hljóta beinbrot
af litlu tilefni er einnig vert að vita hvort
um útbreidda beinþynningu kunni að vera
að ræða og bregðast við því. Einnig geta
beinþéttnimælingar gagnast við mat á árangri
meðferðar.
Líklegt er að DEXA mælingar á lærleggshálsi
og hryggjarliðbolum eigi sérstaklega rétt
á sér í hópi sjúklinga þar sem grunur um
beinþynningu er sterkur en síður við fyrstu
skimun vegna kostnaðar og fleiri þátta. Margt
bendir til þess að beinþéttnimælingar eftir
sjötugt hafi takmarkað gildi (32) þar sem
flestar konur hafi þá tapað slíku beinmagni
að mestu skipti að hindra að þær verði fyrir
áverka sem leitt geti til beinbrots. í dag
höfum við aðallega upp á að bjóða meðferð
sem hindrar frekara beintap en vel má vera
að á næstu árum komi á markað lyf sem
aukið geta beinþéttnina og þá kann afstaða
til beinþéttnimælinga í eldri aldurshópum
að breytast, til dæmis ef reynslan af nýjum
gerðum af lyfjaflokknum ”bisphosphonates”
reynist samkvæmt vonum (35).
Langtímarannsóknir benda vissulega til
notagildis beinþéttnimælinga í fyrirbyggjandi
skyni, til greiningar og mats á árangri
meðferðar. Því verður að telja líklegt að
þær verði notaðar í vaxandi mæli á komandi
árum. Hins vegar er vert að benda á að
mæling á steinefnainnihaldi beina er svipuð
og mæling á háþrýstingi eða kólesteróli í
kransæðasjúkdómum, þar sem verið er að
mæla áhættuþátt fyrir sjúkdómi en ekki
sjúkdóminn sjálfan. Því verður að meta
niðurstöður slíkra mælinga með tilliti til hvers
einstaklings, aldurs og annarra aðstæðna.
ÞAKKIR
Höfundar þakka starfsfólki Hjartaverndar og
göngudeildar háþrýstings og blóðfitu fyrir
ómetanlega aðstoð, ennfremur kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands, Novo
Nordisk, Schering og Stefáni Thorarensen hf
fyrir veittan stuðning.
SUMMARY
Bone mineral density (BMD) was measured with
single photon absorptiometry (SPA) in the forearm
of 347 Icelandic women 20-84 years. Peak bone
mass was reached at the age of 20 and BMD
remained steady thereafter until beyond the age of
50. Between the age of 50-60 years there was an
exponential deciine in BMD starting eariier at the
ultra distal site (reflecting 35-40% trabecular bone)
than at the distai site (95% cortical bone).
After the age of 60 the decline in BMD was linear
at the rate 1% per year. At the age of 70 Icelandic
women have lost on average 27% of their peak
forearm bone mass, 2/3 of this loss seems to be
related to oestrogen deficiency in the decade post
menopause but by the age of 80 the loss in BMD
is equally related to oestrogen deficiency and
age related loss (which may be due to calcium
imbalance).
These results are similar to published data from
Scandinavia.
HEIMILDIR
1. Mosekilde L. Minisymposium Osleoporosis and
calcium. J Int Med 1992; 231: 145-9.
2. Cummings SR, Kelsey JL. Nevitt MC, O’Dowd
KJ. Epidemiology of osteoporosis and osteoporotic
fractures. Epidemiologic reviews 1985; 7: 178-208.
3. Hansen MA, Overgaard K, Riis BJ, Christiansen
C. Role of peak bone mass and bone loss in