Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 34
120 LÆKNABLAÐIÐ einkenni eni ósértæk, til dæmis kviðverkir og megrun. Oft er því um sjúklingstöf (patient’s delay) að ræða en hugsanlega einnig læknistöf (doctor’s delay). í nýlegri amerískri rannsókn á nýrnaskjóðuæxlum greindust 65% innan tveggja mánaða sem virðist gefa til kynna að töf á greiningu sé heldur styttri þar en hér á landi (4). í rannsóknum hefur þessu verið lítill gaumur gefinn en rannsóknir verða að vera framsýnar til að svara spurningum af þessu tæi. Flestir sjúklinganna hafa eðlilegan blóðrauða og sökk við greiningu, en næstum allir smásæja blóðmigu. Nýrnamynd var yfirleitt fyrsta rannsókn og er hún enn fyrsta rannsókn hjá sjúklingi með blóð í þvagi (28). Blöðruspeglun með bakrennslisnýrnamyndatöku er einnig mikilvæg rannsókn enda oft erfitt að greina þessi æxli með nýrnamynd eða ómskoðun vegna smæðar þeirra. Utiloka skal með blöðruspeglun hvort sjúklingur hafi samtímis æxli í þvagblöðru (24,28,29). Tölvusneiðmyndir hafa sennilega verið notaðar of lítið eða hjá aðeins 20% sjúklinga frá 1981. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi tölvusneiðmynda bæði við greiningu og stigun þessara æxla (30). Frumurannsókn á þvagi (cytology) er hins vegar óáreiðanleg (greiningarhæfni 30-100%) en kemur til greina við eftirlit í leit að endurteknum sjúkdómi (recidiv) (2,3). Meingerð æxlanna og dreifing meinvarpa er sambærileg við erlendar rannsóknir (24,25). Skýring á því af hverju fleiri æxli greinast í hægri þvagleiðara liggur ekki fyrir en yfirleitt er um jafna dreifingu að ræða, bæði í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum (26,29). Sömuleiðis er ekki ljóst af hverju þvagleiðaraæxlin eru flest í efri hluta þvagleiðaranna öfugt við flestar rannsóknir (24,31). Helmingur æxlanna eru illa þroskuð (gráðun III) . Það er heldur hærra hlutfall en í sambærilegum rannsóknum (4-8), enda þótt greint hafi verið frá sambærilegu hlutfalli (7). Stigun er nokkuð frábrugðin hér, mun fleiri greinast með útbreiddan sjúkdóm (stig IV) , eða 46% sjúklinganna. Erlendis hefur þetta hlutfall yfirleitt verið í kringum 20-31% fyrir nýrnaskjóðukrabbamein (4-8). Fræðilega gæti þetta bent til þess að hér á landi sé um illvígari sjúkdóm að ræða og styður hærri gráðun æxlanna það. Við teljum þetta hins vegar ólíklega skýringu. Þrátt fyrir hátt hlutfall sjúklinga með meinvörp eru fimm ára lífshorfur hópsins í heild (44%) sambærilegar við það sem best þekkist erlendis (4-8,31). Samanburður fyrir lífshorfur eftir stigum er ekki síður athyglisverður, sérstaklega þegar litið er á sjúklinga á stigi IV, en 21% þeirra eru á lífi fimm árum eftir greiningu (20% ef eingöngu er miðað við nýrnakjóðuæxli). Samkvæmt öðrum rannsóknum eru fimm ára lífshorfur þessara sjúklinga á bilinu 0-19%, oftast <10% (2-8) (tafla V). Sú staðreynd að lífshorfur fyrir hvert stig eru sambærilegar við rannsóknir annars staðar mælir gegn því að sjúkdómurinn sé illkynjaðri hér á landi. Við teljum ósennilegt að sjúklingar erlendis séu of lágt stigaðir. Líklegri skýring er að sjúklingar greinist síðar hér á landi en hátt hlutfall sjúklinga á stigi IV ýtir stoðum undir það. Forspárgildi lífshorfa (einkenni í meira en einn mánuð, stig IV og hækkað sökk) koma ekki á óvart. Rétt er að taka fram að um fáa sjúklinga er að ræða og gildi fjölbreytugreiningar því ekki jafn inikið og ella. Gráðun hafði ekki forspárgildi eftir að tekið hefur verið tillit til stigunar. Það kemur ekki á óvart þar sem há gráðun og stigun fylgjast yfirleitt að í þessum kiabbameinum (8). Gráðun segir hins vegar ágætlega til um horfur sjúklingsins sem stakur (univariate) forspárþáttur (20,32). Lífshorfur hafa ekki batnað á rannsóknartímanum og meðferð hefur lítið breyst. Þó er í ríkara mæli beitt hlutabrottnámi á nýrnaskjóðu eða þvagleiðara en slík aðgerð kemur til greina við lítil vel þroskuð (gráðu I) æxli, sérstaklega í þvagleiðara (24,32). í sumum tilvikum er tæknilega hægt að fjarlægja slík æxli með þvagleiðara- og nýrnaskjóðuspegli (ureteropyeloscopy). Slík meðferð er þó enn á tilraunastigi (33,34). Fyrir flest æxlanna er brottnám á nýra og þvagleiðara hin viðurkennda meðferð þegar aðgerð er gerð ineð lækningu í huga (stig I-III) (24). I rannsókn okkar var hlutabrottnámi beitt við þrjú lítil vel þroskuð æxli í þvagleiðara og tvö í nýrnaskjóðu. Sjúklingarnir eru allir á lífi í dag, fjórum til 16 árum frá greiningu. Það verður að teljast góður árangur, enda þótt hættulegt sé að draga of miklar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.