Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 16
102 LÆKNABLAÐIÐ svæðisbundinna rannsókna og upplýsinga Heilbrigðisráðuneytisins á landsnotkun á róandi lyfjum og svefnlyfjum. Líkleg skýring var sú að notkunin í Reykjavík væri meiri en landsmeðaltal, sem myndi þá jafna út litla notkun úti á landsbyggðinni. Tómas Zoega og félagar gerðu nýlega athugun á notkun róandi lyfja og svefnlyfja utan sjúkrahúsa í Reykjavík (8) með því að athuga lyfseðla í apótekum í marsmánuði 1989. Niðurstöður þeirra sýndu mun meiri notkun á því svæði en í þessari athugun og sambærilegum athugunum úti á landsbyggðinni (1). Þar eð niðurstöður fyrir skilgreinda dagskammta voru aðeins gefnar fyrir 1000 íbúa 15 ára og eldri eru þær ekki alveg sambærilegar við aðrar rannsóknir. Höfundar hafa því gefið okkur nýja útreikninga úr þessum efniviði þar sem miðað er við 1000 íbúa (persónulegar upplýsingar úr heimild 8). A mynd 3 má sjá samanburð niðurstaðna á nokkrum stöðum á landinu. Niðurstöðurnar frá Suðurnesjum, Hafnarfirði og Reykjavík eru fengnar á sama hátt, með athugun á lyfseðlum sem berast til apóteka en fyrir ísland í heild er miðað við heildsölutölur. Eins og fram kemur á myndinni er notkun á róandi lyfjum meiri í Reykjavík en landsmeðaltal segir til um, eins og búast mátti við. Hins vegar er landsmeðaltal fyrir svefnlyf mun hærra en fyrir öll þau svæði sem athuguð hafa verið. Skýringin gæti hugsanlega verið sú að notkun þessara lyfja sé mikil á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Þó ber að hafa í huga að í magntölum frá Egilsstaðalæknishéraði DDD/1000 íbúar/dag Mynd 3. Samanburður ú notkun róandi iyfja og svefnlyfja á nokkrum stöðum á landinu. Niðurstöður frá Suðurnesjum og Hafnarfirði erufrá árinu 1986, en hinar frá 1989. er notkun inniliggjandi sjúklinga meðtalin og hafa ber fyrirvara á samanburði vegna mismunandi aðferða við gagnasöfnun eins og vikið hefur verið að í þessari grein. A síðustu árum hefur áhugi farið vaxandi á rannsóknum og athugunum á gæðum upplýsinga og skráðra gagna í heilbrigðisþjónustunni. Okkur er ekki kunnugt um sambærilega athugun hér á landi eða erlendis. Tölvuskráning gagna af þessu tagi verður sífellt fullkomnari og því ætti að verða auðveldara að gera rannsókn svipaða þessari á fieiri svæðum. ÞAKKIR Rannsókn þessi var styrkt af Vísindaráði og Rannsóknasjóði Háskóla Islands. Höfundar færa starfsfólki Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð. SUMMARY Tlte use of tranquillizers attd hypnotics. Quality assessinent of drug information from the medical records and from the pharmacy in Egilsstadir district during a four year period. Different methods have been used to study drug utilisation, i.e. analysis of a)sales statistics frorn pharmacies, producers and wholesales, b)prescriptions from pharmacies, c)medical records or d)by counting the number of tablets consumed by a patient over a certain period of time. Each of these methods has its advantages and disadvantages, but the reliability of the data and repeatability is of importance. Egilsstadir district is located on the east part of Iceland. The district is geographically isolated from the rest of the island with only one Health Centre and one pharmacy assessable to the inhabitants. A study was performed to measure the use of tranquillizers and sedatives/hypnotics from medical records and the sales statistics by the local pharmacy. The study period was 4 years, 1986-89, with an average study population of 2949. The medical records in the health centre are partly conrputerized and partly in a paper record. Through the computerized part of the record all individuals prescribed a tranquillizer and/or a hypnotic during the study period were identified. Their records were then pulled and names of drugs and number of tablets and quantity in mg recorded for each of the study year separately. The medical records and nurses diaries in the local nursing home were pulled and studied the same way. The pharmacy

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.