Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 20
106 LÆKNABLAÐIÐ haustið 1967 og stendur enn. Nákvæm greinargerð um skipulag rannsóknarinnar, val úrtaks, þátttöku og framkvæmd hefur þegar verið birt í skýrslum Hjartaverndar(4). I stuttu máli var öllum körlum, fæddum 1907-1934, sem samkvæmt Þjóðskrá 1. desember 1966 áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu, skipt í sex hópa (A-F). Fimm þessara hópa var boðið í rannsókn í fimm áföngum 1968-1986. Hópi B var boðið í öll skiptin, hópi C tvisvar en hópum A, D og E einu sinni. Alls var 12.416 körlum boðin þátttaka í rannsókninni, þar af mætti 9141 einu sinni eða oftar. Mætingarhlutfallið var því um 74%. Hverju boðsbréfi fylgdi staðlaður spurningalisti um félagslegar aðstæður, lifnaðarhætti og heilsufar. Itarlega var spurt um reykingavenjur með spurningum sem flestar voru þýddar úr breskum spurningalista (5). Hver þátttakandi kom tvisvar til rannsóknar með viku millibili þar sem ýmsar rannsóknir voru gerðar, meðal annars blóð- og þvagrannsóknir. Blóðþrýstingur var mældur í báðum heimsóknunum. Hver þátttakandi gekkst svo undir ítarlega læknisrannsókn. Samtíma- og forspárgildi eftirfarandi breytna fyrir blóðþurrðarhelti var athugað: Aldur, ártal, reykingar, slagbilsþrýstingur, hlébilsþrýstingur, kólesteról, þríglýseríð, hæð, þyngd, þyngdarstuðull (þyngd/hœð1), kransæðasjúkdómsgreiningar (6) og 90 mínútna blóðsykur í 50 g sykurþolsprófi. Sykursýki útilokaðist vegna of fárra tilfella. Leitað var að sjúkdómsgreiningunni blóðþurrðarhelti (claudicatio intermittens) í gögnum Hjartaverndar. Grunaðir um blóðþurrðarhelti voioi þeir sem svöruðu eftirfarandi spurningijm í spurningalista Hjartaverndar játandi: Fáið þér verk í fæturna (eða annan fótinn) þegar þér gangið? Kemur þessi verkur í kálfann (kálfana)? Fáið þér hann þegar þér gangið upp brekku eða flýtið yður og/eða fáið þér hann þegar þér gangið með venjulegum hraða á láréttum vegi? Einnig sögðust þeir nema staðar þegar verkurinn kæmi við göngu og/eða þeir gengju hægar og að verkurinn hyrfi þá að jafnaði innan 10 mínútna. Þeir þurftu að lokum að neita því að verkurinn kæmi þegar þeir stæðu kyrrir eða sætu. Ef þátttakendur voru í vafa var svarið tekið játandi við öllum spurningunum nema þeirri síðustu, þar var svarið tekið sem neitandi. Staðfest greining fékkst svo að lokinni læknisskoðun ef viðkomandi hafði lítinn eða engan æðaslátt í fótum. Leitað var í sjúkraskrám spítalanna í Reykjavík; Landspítalans, Borgarspítalans og Landakots að þeim einstaklingum úr fjórum fyrstu áföngunum sem farið höfðu í aðgerð til að bæta blóðflæði í fótum og/eða höfðu farið í slagæðamyndatöku af ganglimum. Tölfrœðiaðferðir: Þremur afbrigðum aðhvarfsgreiningar var beitt á gögn um staðfesta greiningu blóðþurrðarhelti. I fyrsta lagi var logistísk aðhvarfsgreining notuð til þess að reikna algengi blóðþurrðarhelti við fyrstu komu þátttakenda sem fall af aldri og ártali. Logistísk aðhvarfsgreining var einnig notuð til þess að meta samtímatengsl blóðþurrðarhelti við hinar ýmsu skráðu breytur. í öðru lagi var Poisson aðhvarfsgreining notuð í ferilrannsókn til ákvörðunar á nýgengi blóðþurrðarhelti sem fall af aldri og ártali annars vegar og spágildi hinna ýmsu breytna um nýgengi blóðþurrðarhelti hins vegar. Til þessa voru notuð pör heimsókna þátttakenda í tvo samliggjandi áfanga Hjartaverndarrannsóknarinnar þar sem tölugildi breytna úr fyrri áfanga voru tengd greiningu í þeim síðari. Ahættutímabil var þá tíminn á milli áfanga (þrjú til sex ár) og aldur skilgreindur eins og hann var á miðju áhættutímabili. Þessir útreikningar voru síðan endurteknir eftir að öllum sem fengu kransæðasjúkdómsgreiningu við fyrstu skoðun var sleppt. Greiningarflokkum kransæðasjúkdóma hefur áður verið ítarlega lýst (6). I þriðja lagi var Cox aðhvarfsgreining notuð við ferilrannsókn á lifun þar sem athugunartímabili lauk í árslok 1987. Athuguð var heildardánartíðni og einnig dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta og sjúkdóms í heilaæðum, hvors fyrir sig. Metin voru spágildi breytna, annarra en greiningar blóðþurrðarhelti, um afdrif þátttakenda. Eingöngu var notuð skráning breytna, í fyrstu heimsókn í fjóra fyrstu áfanga rannsóknarinnar. Því næst var metinn forspárstyrkur blóðþurrðarhelti um lifun, að teknu tilliti til áhrifa annarra breytna. Utreikningar voru gerðir bæði með og án þeirra einstaklinga sem voru greindir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.