Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 117 stigun, gráðun, blóð í þvagi eða greiningarár. Breytingar á nýgengi voru reiknaðar með svokölluðu ”time-trend prófi” (15) en kí- kvaðrötum og t-prófi var beitt við aðra tölfræðiútreikninga. Gefin eru upp meðaltöl og staðalfrávik en marktækni miðast við p- gildi <0,05. Niðurstöður eru ýmist gefnar upp fyrir nýmaskjóðu- og þvagleiðarakrabbamein saman eða hvort krabbameinið fyrir sig. NIÐURSTÖÐUR Aldurstaðlað nýgengi nýrnaskjóðukrabbameina á íslandi á rannsóknartímabilinu var 1,1/105 karlar og 0,4/105 konur á ári. Sambærilegar nýgengistölur fyrir krabbamein í þvagleiðurum voru 0,4/105 karlar og Fjöldi greindra sjúklinga Tímabil Mynd 1. Nýgengi krabbameina í nýmaskjóðu og þvagleiðitrum á fimm ára tlmabilum, 1971-1990 (n=58). Fjöldi sjúklinga Mynd 2. Tímalengd frá fyrstu einkennum þar til greining er gerð hjá sjúklingum með umskiptaþekjukrabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðara á lslandi 1971-1990 (n=52). Fjórir sjúklingar sem greindust fyrir tilviljun eru ekki taldir með. Tafla I. Sjúkdómseinkenni 52 sjúklinga sem greindust vegna einkenna með umskiptaþekjukrabbamein í nýrnaskjóðu (N) og þvagleiðurum (Þ). Fjórir sjúklingar sem greindust fyrir tilviljun og tveir sjúklingar með sléttvöðvasarkmein eru ekki taldir með (ath. að sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni). N (n=42) Þ(n=10) N+Þ(n=52) Fjöldi (%) Fjöldi(%) Fjöldi (%) Blóð í þvagi 32 (76) 9 (90) 41 (79) Verkir í kviði/síðu 21 (50) 4 (40) 25 (48) Megrun 8 (19) 1 (10) 9 (17) Einkenni blóðleysis 8 (19) 0 (0) 8 (15) Hiti 4 0) 1 (10) 5 (10) Fyrirferð 1 (2) 0 (0) 1 (2) Einkenni meinvarpa 2 (5) 0 (0) 2 (4) Annað 2 (5) 0 (0) 2 (4) 0,1/105 konur á ári. Mynd 1 sýnir nýgengi nýrnaskjóðu- og þvagleiðarakrabbameina á fimm ára tímabilum. Tilfellum fjölgar á rannsóknartímabilinu (með auknum mannfjölda) en aldursstaðlað nýgengi helst hins vegar svipað (p>0,l). Af 58 sjúklingum greindist enginn við krufningu en fjórir (7%) fyrir tilviljun. Tveir af þessum fjórum sjúklingum greindust við nýrnamyndatöku og aðrir tveir greindust í kjölfar smásærrar blóðmigu. Alls greindust 54 sjúklingar vegna einkenna (93%) sem rekja má beint til krabbameinsins. í töflu I eru sýnd einkenni 56 sjúklinga með umskiptaþekjukrabbamein. Mynd 2 sýnir tímalengd einkenna fyrir greiningu. Flestir sjúklinga hafa einkenni í mánuð eða lengur (86%) áður en greining er gerð en átta sjúklingar (14%) greindust innan viku, oftast í kjölfar skyndilegrar blóðmigu og kviðverkja. Meðalgildi blóðrauða við greiningu var 133 g/L (staðalfrávik 23,4 g/L, bil 92-169 g/L) og sökks 27 mm/klst (staðalfrávik 24,4 mm/klst, bil 1-103 mm/klst). Aðeins 14 sjúklingar höfðu blóðrauða <120 g/L við greiningu og 30 sjúklingar voru með sökk <20 mm/klst. Smásæja blóðmigu hafði 51 sjúklingur af 54 (95%) en þrír höfðu hreint þvag, allt sjúklingar með nýrnaskjóðukrabbamein. Upplýsingar um blóð í þvagi vantaði hjá fjórum sjúklingum. Af 51 sjúklingi með smásæja blóðmigu hafði 41 (80%) bersæja blóðmigu. Við greiningu æxlanna var oftast beitt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.