Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 119 algeng hérlendis (16). Mynd 5 sýnir nýgengi nýmaskjóðukrabbameina á Norðurlöndum (17). Ekki varð aukning á nýgengi á rannsóknartímabilinu en hafa verður í huga að tilfelli eru fá. Erlendis hefur nýgengi farið vaxandi (16,18), bæði vegna bættrar skráningar og raunverulegrar aukningar sem að hluta skýrist af vaxandi reykingum síðustu áratugi. Krabbamein í nýrnaskjóðu eru 45 af 550 greindum nýrnakrabbameinum (8%) hér á landi á tímabilinu 1971-1990 (10), er það sambærilegt við aðrar rannsóknir (19) en nýgengi nýrnafrumukrabbameina er óvenjuhátt hér á landi (10). Yfirleitt eru krabbamein í blöðru tífalt algengari en nýrnaskjóðu- og þvagleiðarakrabbamein (20). Meira er vitað um orsakir krabbameina í Lífshorfur (Estimated Porbability of Survival) Tími (ár) Mynd 3. Lífshorfur eftir stigum (Grabstald) fyrir sjúklinga með krabbamein i nýrnaskjóðu eða þvagleiðurum á íslandi 1971-1990. Lífshorfur (Estimated Probability of Survival) Tími (ár) Mynd 4. Lifshorfur sjúklinga með krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum á Islandi 1971-1990. Nýgengi miðað við 100.000 karla og konur á ári 2,5 -i II Karlar z Mynd 5. Aldursstaðlað nýgengi nýrnaskjóðukrabbameina á Norðurlöndum 1981-1986 miðað við 100.000 konur og karla á ári. nýmaskjóðu og þvagleiðurum en margra annarra, þar með talin nýmafrumukrabbamein. Orsakaþættir eru svipaðir og fyrir blöðrukrabbamein (18), enda hvort tveggja umskiptaþekjukrabbamein. Reykingar eru orsakavaldur og einnig eru tengsl við efni í plast- og olíuiðnaði auk kola og tjörumengunar (18,21). Rannsóknir hafa einnig sýnt aukna áhættu við notkun phenacetin- verkjalyfja (21) en tengsl við parasetamól, te- og kaffidrykkju eru ekki jafn skýr (18). A Balkanskaga eru nýrnaskjóðuæxli allt að 40% nýmakrabbameina og tengist það aukinni áhættu í tengslum við nýrnakvilla (Balkan- nephropathy) sem þar er ríkjandi (22,23). Líkt og erlendis eru blóðmiga og kviðverkir algengustu einkenni þessara meina (2-9,24-26). Færri nýrnaskjóðu- og þvagleiðaraæxli greinast fyrir tilviljun (7%) en nýrnafrumukrabbamein (20%)(27). Skýringin er sennilega sú að nýrnaskjóðu- og þvagleiðaraæxlin eru helmingi smærri (3,3 cm í þessari rannsókn) samanborið við nýrnafrumukrabbamein en þau eru að jafnaði 6,6 cm við greiningu (27). Við greiningu hafa flestir sjúklinganna haft einkenni í langan tíma (44% í meira en þrjá mánuði). Aðeins átta sjúklingar greindust innan viku vegna mikillar bersæjar blóðmigu og/eða slæmra verkja í síðu eða kviði. Þrír af hverjum fjórum sjúklingum hafa sögu um blóð í þvagi. Þar við bætist að önnur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.