Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
95
BMD (ultra distal) g/cm2
Mynd 3. Samband BMD-U (bone mineral density uitra distal) við aldur.
en þá verður hratt beintap sem virðist byrja
fyrst allra fremst í framhandleggnum þar
sem meira er af frauðbeini (40% (16)). Fyrri
rannsókn á beinþéttni í hryggjarliðbolum
(100% frauðbein) íslenskra kvenna bendir
til þess að beintap þar hefjist strax eftir
tíðahvörf (13) sem kemur vel heim við að
frauðbein hefur mun hraðari umsetningu en
hart bein (2,17). Ýmsir telja að hraði beintaps
í frauðbeini sé allt að sjöfaldur, miðað við það
sem á sér stað í hörðu beini fyrstu fimm til
sex árin eftir tíðahvörf (18).
Á fyrsta áratug eftir tíðahvörf virðast íslenskar
konur tapa verulegu beinmagni eða um 20%
í framhandleggsbeinum (BMD-U) og yfir
30% í hryggjarliðbolum (mynd 4 ). Þessar
niðurstöður koma heim og saman við aðrar
rannsóknir sem hafa sýnt hraðara beintap því
meiri sem frauðbeinshluti er (14).
Þessi rannsókn okkar er þversniðsrannsókn
(cross sectional) af mismunandi aldurshópum
og segir því ekki jafn óyggjandi sögu og
langtíma (longitudinal) rannsókn á sömu
einstaklingum.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að í flestum
tilvikum má stöðva þetta beintap með
oestrogen gjöf (19) og verður því að túlka að
stærsti hluti beintaps fyrstu árin eftir tíðahvörf
stafi af oestrogen skorti.
Eftir 65 ára aldur virðist beintapið hins vegar
orðið línulegt um 1% á ári. Ýmislegt bendir
til þess að þetta beintap sé tengt lélegri
kalknýtingu með aldrinum (minna kalkfrásog
frá görnum og breyting á D-vítamínbúskap)
sem geti leitt til afleidds kalkvakaóhófs
(secunder hypeiparathyroidismus) með auknu
beintapi (20,21). Því er hugsanlegt að koma
megi í veg fyrir þetta að hluta með því að
tryggja nægilega kalk og D-vítamín inntöku
aldraðra (22,23), en skoðanir eru þó skiptar
um mikilvægi kalkinntöku til að hindra
beinþynningu (24,25). Einnig er margt sem