Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 24
110 LÆKNABLAÐIÐ Hlutfallsleg dánaráhætta sjúkrahúshópsins án tillits til orsaka var ekki nema 42,5% (p=0,004) af því sem hún var meðal annarra með blóðþurrðarhelti. Hún var einnig nálægt því að vera marktækt lægri fyrir kransæðasjúkdóma, eða 47,6% af því sem var meðal hinna (p=0,07). UMRÆÐA í rannsókn Hjartaverndar, eins og í flestum rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhættuþáttum blóðþurrðarhelti, voru reykingar aðaláhættuþátturinn (8). Áhættuaukningin vegna reykinga var mest átt- til 10-föld meðal þeirra sem reyktu 15 sígarettur eða meira á dag. 1 Framingham-rannsókninni var hún að meðaltali aðeins tvöföld (2). Vægi reykinga virðist vera mun meira fyrir meinþróun blóðþurrðarhelti en kransæðasjúkdóma (9). I þessari rannsókn var munurinn allt að því 12-faldur meðal þeirra sem reyktu 15-24 sígarettur á dag. I Edinborgar-rannsókninni var áhættan vegna reykinga að meðaltali fjórfalt hærri hjá sjúklingum með blóðþurrðarhelti (10). í flestum rannsóknum jók sykursýki, bæði insúlínháð og insúlínóháð, líkurnar á blóðþurrðarhelti en áhættuaukningin var rnjög mismunandi. í rannsókn Hjartaverndar var ekki unnt að reikna áhættuhlutfall samfara hreinni sykursýki vegna of fárra tilfella. Um áhrif skerts sykurþols eru aftur á móti skiptar skoðanir (8). í þessari rannsókn Hjartaverndar var blóðsykur ekki sjálfstæður áhættuþáttur. í Framingham-rannsókninni jók það líkur á blóðþurrðarhelti 2,4-falt meðal karla og fjórfalt meðal kvenna að hafa skert sykurþol og sykur í þvagi jók áhættuna enn meir eða 3,5-falt meðal karla og 8,6-falt meðal kvenna (2). Menn eru heldur ekki á eitt sáttir um hversu sterkur áhættuþáttur blóðfitur eru fyrir blóðþurrðarhelti (10). Hóprannsókn Hjartaverndar hefur áður staðfest mikilvægi kólesteróls í blóði sem áhættuþáttar fyrir kransæðasjúkdómi og þríglýseríðar reyndust einnig sjálfstæður en veikari áhættuþáttur (11). I þessu uppgjöri komu einnig fram sterk tengsl kólesteróls í blóði við meinþróun blóðþurrðarhelti en í öðrum rannsóknum hafa þau verið allt frá því að vera mjög mikil í það að vera engin (8). 1 Framingham- rannsókninni var kólesteról sjálfstæður áhættuþáttur fyrir blóðþurrðarhelti (2). í Edinborgar-rannsókninni sem og í þremur samanburðarrannsóknum á sjúklingum var sýnt frarn á öfuga fylgni milli blóðþurrðarhelti og HDL-kólesteróls (10,12-14) en það var ekki mælt í þessari rannsókn. Sumar rannsóknir hafa bent til að hækkun á þríglýseríðum væri sérstaklega mikilvæg fyrir meinþróun blóðþurrðarhelti. Þessi rannsókn Hjartaverndar og aðrar nýlegar rannsóknir benda aftur á móti til þess að hækkunin á þríglýseríðum sé að minnsta kosti að hluta til tengd hækkun á kólesteróli og hverfur vægi þríglýseríða við fjölþáttagreiningu. Þetta útilokar þó ekki þátt þríglýseríða í myndun æðakölkunar í ganglimum (10). í flestum rannsóknum var marktæk fylgni við slagbilsþrýsting og hann var meðal annars sterkur áhættuþáttur í Framingham- rannsókninni þar sem áhættuhlutfallið var 2,5 meðal karla og 3,9 meðal kvenna (2). í danskri 10 ára ferilrannsókn var bæði fylgni við slagbils- og hlébilsþrýsting (14). Slagbilsþrýstingur hafði ekki marktækt forspárgildi um blóðþurrðarhelti í þessari rannsókn Hjartaverndar en hins vegar höfðu bæði slagbils- og hlébilsþrýstingur marktæka fylgni við-blóðþurrðarhelti sem samtímaþættir. Um tengsl við blóðstorkuþættina er enn allt óljóst (8). Blóðþurrðarhelti spáði mjög sterkt fyrir um heildardánartíðni. Áhættan var rúmlega tvöföld sem er svipað og fannst í Framingham-rannsókninni (2). Rannsókn Hjartaverndar bendir til þess að æðakölkun í slagæðum ganglima sé tengd æðakölkun víðar í líkamanum þar sem þátttakendur með blóðþurrðarhelti eru í aukinni hættu á að deyja úr kransæðasjúkdómum og heilablóðfalli sem einnig á sér orsakir í æðakölkun. I þessu sambandi má einnig benda á þau sterku tengsl sem eru milli blóðþurrðarhelti og kransæðasjúkdóma þar sent 36% sjúklinga með blóðþurrðarhelti í þessari rannsókn voru einnig með einkenni um kransæðasjúkdóma. I Edinborgar-rannsókninni voru 38,6% sjúklinga með blóðþurrðarhelti og einnig með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta (15). Svo virðist sem blóðþurrðarhelti komi við lengra gengna og útbreiddari æðakölkun þar sem hún er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.