Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 22
108 LÆKNABLAÐIÐ Nýgengi (á 100.000 karla) ■ 1970 Aldur (ár) • 1984 Mynd 4. Aldursbundið nýgengi í 40-70 ára körlum 1970 og 1984. Þessar niðurstöður eru sýndar á mynd 3 sem sýnir nýgengi fimmtugra og sjötugra karla sem fall af ártali. Lækkun frá 1970-1984 var 66%. Meðal sjötugra lækkaði nýgengið úr 600 í 204 tilfelli á ári af 100.000 körlunt og meðal sextugra úr 548 í 186 ný tilfelli á ári fyrir hverja 100.000 karla. Mynd 4 sýnir aldursbundið nýgengi árið 1970 og 1984. Vöxtur með aldri var hraður fram til 65 ára aldurs en þá fór að draga úr honum. Tafla I sýnir að af samtímaþáttum sjúklinga með blóðþurrðarhelti var marktæk fylgni við aldur, ártal, reykingar, kólesteról í blóði, slagbilsþrýsting og hlébilsþrýsting. Fylgnin var neikvæð við hlébilsþrýsting og ártal en jákvæð við hina þættina. Reykingar voru sterkasti þátturinn og áhættuhlutfallið tengt þeim var hæst 13,9 meðal þeirra sem reyktu 15-24 sígarettur á dag. Sjúklingar með þekkta kransæðastíflu voru með 5,3-faldar líkur á blóðþunðarhelti, sjúklingar með verkjalausa kransæðastíflu höfðu 6,1-faldar líkur, sjúklingar með hjartaöng ásamt blóðþurrðarbreytingum á hjartarafriti höfðu áttfaldar líkur og 3,6-faldar líkur voru á því að sjúklingar með hjartaöng án blóðþurrðarbreytinga á hjartarafriti væru með blóðþurrðarhelti. Þeir þættir sem höfðu marktækt forspárgildi um blóðþurrðarhelti á rannsóknartímabilinu voru aldur, reykingar og kólesteról í blóði. Reykingar voru aðaláhættuþátturinn og áhættan var átt- til tíföld meðal þeirra sem reyktu 15 sígarettur eða nteira á dag. Af þeim sem fengu blóðþurrðarhelti á rannsóknartímabilinu voru 94% með reykingasögu. Þegar þeim hluta hópsins sem hafði þekktan kransæðasjúkdóm var sleppt úr samanburðarhópnum hækkaði áhættuhlutfallið fyrir reykingar enn frekar en engir nýir áhættuþættir bættust við. Þetta er sýnt í töflu 11. Það eitt að vera með þekktan kransæðasjúkdóm jók áhættuna á því að fá blóðþurrðarhelti síðar 2,8-falt, án tillits til annarra áhættuþátta. Þegar hlutfallslegur styrkur á samtímaþáttum hópanna með blóðþurrðarhelti og kransæðasjúkdóma var borinn saman kom í Tafla I. Samtimaþœttir með marktœka Jylgni við blóðþurrðarhelti. Heildarjjöldi: 9141, þar af 96 með blóðþurrðarhelti. Meðalgildi Áhættuhlutfall Samtímaþættir Einingar <%) á einingu 95% vikmörk Ártal Ár 74,4 0,97 0,929; 1,011 Aldur Ár 52,3 1,85* 1,302; 2,627 (Aldur)2 Reykingar: 0,95* 0,9930; 0,9988 Aldrei (21,5) 1 Hættur (42,5) 3,5 1,2; 10,2 Pípa/vindlar Sígarettur: (24,4) 7,4* 2,5; 21,4 1-14 á dag (10,7) 10,7* 3,6; 32,1 15-24 á dag (12,9) 13,9* 4,7; 40,7 25+ á dag (5,9) 8,1* 2,3; 29,4 Kólesteról mg/dl 264,4 0,009* 1,004; 1,011 Hlébilsþrýstingur mmHg 89,4 0,954* 0,932; 0,976 Slagbilsþrýstingur mmHg 140,7 1,024* 1,013; 1,036 *P < 0,01.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.