Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 7

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 443 sóknir sýnt nýgengið 0,34/100.000 börn á ári í Svíþjóð (1) og um það bil eina af hverjum 1.800-4.500 innlögnum á barnadeildir í Banda- ríkjunum og Ástralíu (2,3). Dánartíðni er nú um 10% (4,5). Með lækkandi tíðni gigtsóttar (rheumatic heart disease) í börnum eru börn með meðfæddan hjartagalla og börn sem geng- ist hafa undir hjartauppskurð þeir sjúklingar sem eru í hvað mestri hættu á að fá hjartaþels- bólgu. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar sýnt aukna breidd í sjúklingahópnum og þeirri sýklaflóru sem veldur hjartaþelsbólgu (4,6,7). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhættuþætti og orsakir hjartaþelsbólgu í ís- lenskum börnum á síðustu 10 árum (1984-1993) og afdrif þeirra sem fengu sjúkdóminn. Efniviður og aðferðir Sjúkraskrám allra barna sem greindust með hjartaþelsbólgu á íslandi á árunum 1984-1993 var safnað og þær yfirfarnar. Allir sýkingar- drönglar (vegetations) sáust í hjartaómun og hjá þeim sjúklingum þar sem upplýsingar um sýkil vantaði (neikvæð blóðræktun) var sjúk- dómsgreining byggð á klínísku mati og svari við sýklalyfjameðferð. Niðurstöður Á síðustu 10 árum hafa átta börn á íslandi greinst með hjartaþelsbólgu. Af þessum átta greindust fimm á árinu 1993. Helmingur sjúk- linganna hafði þekktan hjartagalla (sjá töflu). Af þeim sem höfðu eðlilegt hjarta voru þrír með miðlægan bláæðalegg en einn sjúklingur hafði enga þekkta áhættuþætti fyrir hjartaþels- bólgu. Alls fjórir (50%) sjúklingar voru með bláæðalegg. Algengasti sýkingarstaður var þrí- blöðkulokan (sex sjúklingar), einn sjúklingur var með sýkingu í ósæðarloku og einn var með sýkingu í ósæð á milli stofnæðar arms og höf- uðs (truncus brachiocephalicus) og vinstri hálsslagæðar (arteria carotis) og flokkast hann því strangt til tekið með æðaþelsbólgu (endar- teritis). Blóðræktun var jákvæð hjá sex sjúk- lingum. Þeir sýklar sem ræktuðust voru Stap- hylococcus aureus (þrír sjúklingar), Staphyl- ococcus epidermitis (einn sjúklingur), Streptococcus sanguis (einn sjúklingur) og Candida albicans (einn sjúklingur). Tveir sjúklingar voru með neikvæða blóðræktun en svöruðu vel sýklalyfjameðferð. Allir sjúkling- arnir lifa og sluppu þeir við miðtaugakerfis- skaða og endursýkingu. Tveir sjúklinganna höfðu þegar orðið fyrir miðtaugakerfisskaða, annar í kjölfar hjartaþræðingar (sjúklingur nr. 3) og hinn við hjartastopp (sjúklingur nr. 2) en sá síðarnefndi var nýrnabilaður í kviðskilun og fékk lífhimnubólgu af völdum Candida al- Table. The characteristics of Icelandic children with infective endocarditis and endarteritis from 1984-1993. Patient no. Year of diagosis Age/sex Predisposing Condition Site of vegetation Organism 1 1986 11 mo/M Patent ductus arteriosus +IV catheter Tricuspid valve Streptococcus sanguis 2 1987 1 yr/F Peritoneal dyalysis + peritonitis + hypertension + CVC Tricuspid valve Candida albicans 3 1987 5 yr/M Transposition + VSD + dental procedure Tricuspid valve 0 4 1993 1 yr/F VSD Tricuspid valve Staphylococcus aureus 5 1993 8 yr/M 0 Aorta Staphylococcus aureus 6 1993 Pret./M CVC Tricuspid valve Staphylococcus aureus 7 1993 2 yr/M Aortic stenosis Aortic valve 0 8 1993 Pret./M CVC Tricuspid valve Staphylococcus epidermitis VSD: Pret: CVC: Ventricular septal defect Preterm infant Central venous catheter

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.