Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 12

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 12
448 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 í fyrsta hluta rannsóknarinnar sem fór fram frá október 1990 til október 1993 er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á mótefnum gegn lifrarbólguveiru C á sýnum sem send höfðu verið til Rannsóknastofu Háskólans í veiruf- ræði. Þangað berast sýni frá hinum ýmsu sjúkrastofnunum og heilsugæslustöðvum. Ástæður rannsóknanna eru margvíslegar, svo sem gula, hækkuð lifrarensím í sermi, saga um blóð- eða blóðhlutagjöf, eiturlyfjanotkun með sprautum, blóðmengun til dæmis við stungus- lys, blóðskilun og fleira. í öðrum hluta rannsóknarinnar voru mæld 1192 sýni fengin frá Hjartavernd. Pau sýni voru annars vegar úr slembiúrtaki sem notað hefur verið til faraldsfræðilegra rannsókna hérlendis og hins vegar frá einstaklingum sem komu til athugunar af sjálfsdáðum eða vegna ábendinga lækna. Einnig voru rannsökuð 345 sýni frá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði frá sjúklingum með ýmis einkenni, en sleppt var sýnum þar sem beiðni gaf til kynna lifrarsjúk- dóm. Voru sýni þessa hluta rannsóknarinnar tekin snemma á árinu 1991. f þriðja hluta rannsóknarinnar voru athuguð sýni frá einstaklingum sem vitað var að hefðu misnotað fíkniefni í æð. Sýni þessi voru tekin á árunum 1990-1993. í fjórða hluta rannsóknarinnar var könnuð fylgni kjarnamótefna gegn lifrarbólguveiru B og mótefni gegn lifrarbólguveiru C. Voru rannsökuð sýni tekin á árunum 1990-1993 þar sem fyrri rannsókn hafði leitt í Ijós kjarnamót- efni gegn lifrarbólguveiru B, það er merki fyrri sýkingar af völdum þeirrar veiru (24). Niðurstöður Mynd 1 sýnir fjölda umbeðinna rannsókna fyrir lifrarbólguveiru C mótefnum og jafnframt fjölda einstaklinga sem þá greindust með mót- efni gegn veirunni. Voru þetta 69 einstakling- ar. í könnun á algengi mótefna meðal úrtaks sýna frá Hjartavernd og Rannsóknastofu Há- skólans í veirufræði reyndust þrír með mótefni, er það 0,20% af heildarsýnahópnum. Að auki voru fjögur sýni sem sýndu óákveðna svörun. Aldurs- og kyndreifing sýnahópsins er sýnd í töflu I og einnig aldur þeirra sem reyndust hafa mótefni gegn lifrarbólguveiru C. Af þekktum sprautufíklum reyndust 76 (57%) af 133 einstaklingum hafa mótefni gegn lifrarbólguveiru C. Aldurs- og kyndreifing sprautufíklanna er sýnd í töflu II og er greint frá fjölda sýktra eftir aldri og kyni. Af 160 einstaklingum með mótefni gegn Iifr- arbólguveiru B voru 48 (30%) einnig með mót- efni gegn lifrarbólguveiru C. Er þetta sýnt í töflu III. Mynd 2 sýnir aldurs- og kyndreifingu þeirra sem fundust með mótefni gegn lifrarbólgu- veiru C og tafla IV sýnir flokkun mótefnajá- kvæðra einstaklinga eftir smitleiðum. Taldir eru einstaklingar sem fundust í fyrsta hluta Fjöldi 90 91 92 93 Mánuður/ár Mynd 1. Fjöldi umbeditma rannsókna fyrir lifrarbólguveiru C sýkingu frá október 1991 til október 1993 ogfjöldi þeirra sem greindust með mótefni gegn veirunni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.