Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 41

Læknablaðið - 15.11.1994, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 473 Okkur þótti því áhugavert að athuga hvort sjómönnum fremur en öðrum, hætti til að lenda í slysum/dauðaslysum sem ekki yrðu á vinnustað, auk hinnar velþekktu hættu á dauðaslysum til sjós. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn hóprannsókn. í rannsóknarhópnum sem áður hefur verið lýst í Læknablaðinu (6) voru 27.884 karlar sem greitt höfðu í Lífeyrirssjóð sjómanna á árunum 1958-1986. Af tölvuteknum gögnum sjóðsins var ekki hægt að greina á hvaða skipum menn höfðu verið eða hvaða störf menn höfðu haft. Hins vegar var hægt að sjá hvaða ár byrjað var að greiða í lífeyrissjóðinn og taldist það fyrsta ár hvers manns í rannsókninni. Auk þessa var tilgreint á hvaða árum hafði verið greitt fyrir menn í sjóðinn og voru þau talin saman og kölluð starfsaldur manna við sjómennsku. Samkvæmt upplýsingum stjórnar lífeyris- sjóðsins voru um 70% allra íslenskra sjómanna í Lífeyrissjóði sjómanna. Flestir virkir sjó- menn, sjóðsfélagar, voru ungir menn, 56% virkra sjóðsfélaga á þessu árabili voru yngri en 35 ára, aðeins 5% voru 55 ára eða eldri. Sjóð- urinn er mjög fjölmennur á íslenska vísu en karlar voru um 125.000 á íslandi 1990. Hver einstaklingur var skráður með kenni- tölu hjá lífeyrissjóðnum og með þeim var gerð- ur tölvusamanburður við Þjóðskrá, Horfinna- skrá og Dánarmeinaskrá. Tölvunefnd og Hag- stofa íslands veittu leyfi til þessa samanburðar. >10 years (n=5874) Spearman correlation coefficient p value (one tailed) 1.42(1.30-1.55) 0.7 NS 2.96(2.57-3.41) 0.8 NS 2.21(1.23-3.64) 0.6 NS 6.74(5.31-8,45) 0.9 <0.05 6.59(5.08-8.42) 0.9 <0.05 3.76(2.19-6.02) 0.9 <0.05 4.09(2.04-7.32) 0.9" NS 1.90(0.76-3.92) 0.5 NS 2.56(1.58-3.91) 0.9 <0.05 4.41(2.11-8.10) 0.9 <0.05 4.24(0.89-2.14) 0.7 NS 4.24(1.38-9.89) 0.2 NS 2.57(1.03-5.30) 0.8 NS Fylgitíminn hófst 1966 vegna þess að það ár voru Horfinnaskrá og Dánarmeinaskrá tölvu- teknar, en honum lauk 1. desember 1989. Á þennan hátt fengust upplýsingar um afdrif allra í rannsóknarhópnum. Sjöunda útgáfa Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár var notuð. Mannár voru talin fyrir hvern mann frá fyrsta ári hans í sjóðnum til dánarárs, ef hann hafði látist, en annars til 1. desember 1989. Væntanlegur fjöldi látinna var reiknaður á grunni mannára í rannsóknarhópnum í fimm ára aldurshópum á hverju ári rannsóknartím- ans — margfaldað með dánartölum fyrir hvert dánarmein og á hverju ári fyrir íslenska karla (15). Hlutfallið milli tölu látinna og væntigildis, eða staðlaða dánarhlutfallið, var reiknað með 95% öryggismörkum og var gert ráð fyrir Pois- son dreifingu dauðsfalla (16) ef fjöldi látinna var undir 100 en annars var gert ráð fyrir nor- maldreifingu. Sérstök athugun var gerð með tilliti til starfs- aldurs en þá hófst fylgitíminn 10 árum eftir að einstaklingarnir höfðu fyrst gengið í sjóðinn. Fylgnistuðull Spearmans var reiknaður og einhliða p-gildi þar sem tilgátan var að hættan á dauðaslysum ykist með lengri starfsaldri (17). Einnig var gerð sérstök athugun eftir því hve- nær menn höfðu hafið störf við sjómennsku. Niðurstöður Tafla I sýnir niðurstöður fyrir allan rann- sóknarhópinn óskiptan. Staðlað dánarhlutfall var hátt vegna allra dánarmeina og allra slysa, eitrana og ofbeldis. Hátt dánarhlutfall vegna sjóslysa kom ekki á óvart en hlutfallið var einn- ig hátt vegna bflslysa, eitrana, sjálfsmorða, manndrápa og þegar óákveðið var hvort um sjálfsmorð eða annan áverka var að ræða (flokkað eftir áttundu útgáfu Hinnar alþjóð- legu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá). Niðurstöður í töflu II sýna dánarhlutfall vegna tiltekinna dánarmeina og tengsl við starfsaldur. Eins og í töflu I eru dánarhlutföllin há og þau hækka með lengri starfsaldri. Þetta á við um alla flokka þó að fylgnin sé ekki alltaf tölfræðilega marktæk. Hún var tölfræðilega marktæk varðandi öll sjóslys, drukknanir vegna sjóslysa, eitranir, önnur slys og drukkn- anir í ám og vötnum. Fylgnistuðlar fyrir öll dánarmein, öll slys, sjálfsmorð og flokkinn þegar óákveðið er hvort um slys eða sjálfsmorð var að ræða voru 0,7, 0,8, 0,7 og 0,8.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.